Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 12

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 12
1 MÁLFRÍÐUR Málefni nemenda með dyslexíu hafa verið mikið til umfjöllunar undanfarin ár og því er e.t.v. að bera í bakkafullan lækinn að ætla að bæta einhverju við það. Í fjölmörg ár voru málefni þessa nemendahóps ekki til umræðu, sennilega vegna fáfræði og ráða­ leysis kennara. Ég var í þeim hópi, vissi lítið og gat enn síður sinnt nemendum með dyslexíu en skyndi­ lega var ég í þeim sporum að vera móðir nemanda með dyslexíu og þá breyttist viðhorfið, því mæður taka til sinna ráða en kennarar síður. Margir kennarar með fjölmenna og fjölbreytta nemendahópa og kröfur um að sinna öllum spyrja sig hvernig hægt sé að sinna einum nemendahópi með skilgreinda og sértæka námsörðugleika ef maður veit lítið um hvað felst í þessum erfiðleikum, hefur takmarkaðan tíma og þekkir nemendur lítið. Þessar aðstæður kalla á kraftaverk og ef ekkert slíkt gerist þá geta breytingar aðeins gerst með því að kennarar endurmeti kennslu sína. Við hverju má búast? Misjafnt er hversu miklar upplýsingar framhalds­ skólakennarar fá um nemendur sína. Stundum eru kennarar beðnir að „taka tillit til“ þess að einhver nemandi sé með dyslexíu, en það getur reynst erfitt ef engar vísbendingar fylgja um hvað átt sé við með að „taka tillit til“ þeirra. Til að geta sinnt dyslexíunemendum þurfum við að þekkja þá og vinnulag þeirra. Dyslexía er ekki sýnileg fötlun en veldur erfiðleikum í námi sem koma fram með ýmsu móti og ef kennarar fá ekki upplýsingar um dyslexíunemendur þurfa þeir að vita við hverju þeir mega búast. Hluti nemenda sem sest í framhaldsskóla á haust­ in er með dyslexíu en hefur ekki fengið greiningu á námsörðugleikum sínum og gerir sér e.t.v. ekki grein fyrir þeim. Sumir dyslexíunemendur gera sér grein fyrir vandanum, en hafa ekki getað tekist á við hann eða vilja jafnvel ekki vita af honum. Aðrir vita af vanda sínum og hafa fundið sér sínar eigin leiðir til að takast á við hann sem gæti sem best þýtt að þeir hafi tamið sér ýmsa ósiði og undanbrögð frekar en að tileinka sér árangursríkar vinnuaðferð­ ir. Loks er hópur dyslexíunemenda sem er meðvit­ aður um vanda sinn og tekst markvisst á við hann. (McLaughlin, Fizgibbon og Young 1994). Sígild vandamál sem kennarar rekast á er t.d. að dyslexíunemendur eiga erfitt með að hlusta, skrifa og fylgjast með samtímis, eru lengi að lesa og eiga í erfiðleikum með að læra utan að, hafa ekki rétt orð á takteinum. Sumir skrifa mjög hægt, illa eða jafnvel ólæsilega og missa út orð. Stafsetningin getur verið slæm og framsetning skriflegra verkefna getur verið ruglingsleg. Dyslexíunemendur eiga í erfiðleikum með skipulagningu tíma og verkefna, athygli og einbeitingu er einnig áfátt og afköstin ekki sem skyldi. Þetta hefur í för með sér mikið álag og stress ásamt meðfylgjandi vanlíðan og kvíða. (Singleton 1999.) Dyslexíunemendur eiga ekki bara erfitt með að tileinka sér lestur heldur birtast veikleikar þeirra á öðrum sviðum. Rýmisskynjun kann að vera áfátt og birtist sem vandi við að skynja lögun og útlit eða sem klaufska og subbuskapur og vandamál tengd hreyfiskynjun geta komið fram sem erfiðleikar við að halda á penna og skrifa. Veikleikar í hljóðskynj­ un birtast í erfiðleikum við að aðgreina hljóð, fara eftir munnlegum fyrirmælum og hlusta, einnig sem orðfæð, óviðurkvæmileg orðanotkun eða framíköll í samræðum. Vandamál tengd minni eru algeng hjá þeim sem hafa dyslexíu. Það er vissulega bagalegt og hefur talsverð áhrif á nám. Atriði festast ekki í minni, það getur verið erfitt að fara eftir fyrirmæl­ um og eins geta hlaðist upp óþarfa upplýsingar sem Lovísa Kristjá­nsdóttir er dönskukennari við Mennta­ skólann í Hamrahlíð. Lovísa Kristjánsdóttir Lovísa Kristjánsdóttir „að taka tillit til“ Möguleikar kennara að koma til móts við þarfir nemenda með dyslexíu

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.