Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.03.2007, Blaðsíða 18
18 MÁLFRÍÐUR Í Menntaskólanum á­ Akureyri er í gangi þró­ unarverkefni á­ má­la­ braut sem hefur aukið vinsældir hennar til muna. Þróunarverkefnið hefur staðið í rúm tvö á­r og snýst um nýja kjör­ sviðsgrein þar sem hefð­ bundnir ná­ms­ og kennsluhættir eru lagðir til hliðar en nemandinn sjá­lfur og ná­msferlið sett í forgrunn. Árný Helga Reynisdóttir Árný Helga Reynisdóttir Nýbreytni á málabraut í MA Breyttir tímar Fækkun nemenda í klassísku málabrautarnámi er víða þekkt. Í MA varð okkur ljóst fyrir fjórum árum að spyrna þyrfti við fótum ef málabrautin ætti ekki að lognast út af og var efnt til allsherjar fundar í skólanum þegar fjöldi í einum málabekk var kom­ inn í 12 nemendur. Könnun meðal nemenda hafði þá þegar verið unnin um hvað réði brautarvali og leiddi í ljós þá almennu skoðun að málanám hefði lítið hagnýtt gildi og væri einhæft. Þessi niðurstaða var að okkar mati í algerri mótsögn við sívaxandi og augljósa þörf fyrir fjölbreytta og góða málakunnáttu úti í atvinnulífinu og mátti því draga þá ályktun að námið á málabrautinni væri ekki alveg í takt við þarfir og áhuga ungs fólks í samfélaginu. Viðbrögð okkar í MA voru þau að búa til leið til að hagnýta tungumálin í einni kjörsviðsgrein, með samþætt­ um níu eininga pakka margra kennslugreina og sameiginlegt meginmarkmið væri færni í ferða­ og kynningamálum. Nýjar leiðir með FER Hugmyndir að áföngunum þremur urðu til með þarf­ ir nemenda Menntaskólans að leiðarljósi svo og með mannauð innanhúss í huga. Við Menntaskólann er fjöldi kennara með reynslu í ferðamálum, t.d. eru margir með leiðsögumannaréttindi. Strax var tekin sú stefna að gera áfangana menningar­ og náttúru­ miðaða, ­ ekki viðskiptamiðaða. Þar sem við vild­ um að nemendur nýttu mörg tungumál í hverjum áfanga var ljóst að enginn einn kennari myndi taka að sér kennsluna. Raunin varð sú að fjórir til fimm kennarar koma að hverjum áfanga og vinna saman og með nemendum á þeim degi sem námið fer fram – sem er allt sett í töflu á einn dag vikunnar en ekk­ ert annað fag kemst þá að. Markmið áfanganna er að kenna nemendum að sjá og meta landið sitt upp á nýtt sem spennandi og framandi land ekki síður en önnur lönd og sjá það í samhengi við menningu, sögu og þjóð. Þessa þekkingu og innsýn læra þeir síðan að setja fram í fjölbreyttu formi og kynna á þeim tungumálum sem þeir nema á málabraut. Samþætting Þarna stukkum við í raun út í djúpu laugina í kennslufræðilegum skilningi, með mjög flókinni samþættingu og uppbroti á stundatöflu. Námið skyldi vera verkefnamiðað og hlutverk kennara skyldi liggja meira í leiðsögn og aðstoð við ferlinám fremur en hefðbundnum innlögnum með fyrirlestr­ um og prófum. Til að komast hjá uppsöfnun sundurlausra upp­ lýsingabúta úr mismunandi faggreinum höfum við öll þurft að finna nýjar leiðir og aðlaga kennsluna (eða handleiðsluna) í okkar fögum. Þessi áhersla hefur leitt okkur, kennara og nemendur, að grund­ vallarspurningum í ferða­ og kynningarmálum, eins og t.d. hver erum við (þ.e. Íslendingar)? Við viljum ekki kenna hvað textar í bæklingum eða vefsíðum um íslenska náttúru og menningu eigi að innihalda, heldur byrja nemendur á að velta fyrir sér hvernig þeim finnst viðeigandi að kynna land og þjóð. Að því loknu og þá fyrst eru hefðbundnar leiðir skoð­ aðar og greindar, gagnrýndar eða við þær sæst. Sköpunarferlið hefst út frá pælingum um hver við viljum að ímynd okkar sé. Verkefnin eru því unnin á forsendum nemenda og mikið í samvinnu. Svona nálgun teljum við að sé líklegri til að móta afstöðu, skapa þroska og skilning nemenda á umhverfi sínu og sjálfum sér en þegar notuð er forskrift byggð á

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.