Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 5

Málfríður - 15.03.2008, Blaðsíða 5
MÁLFRÍÐUR  Í bókinni Mál málanna, sem kom út fyrir skömmu, er fjallað um nokkrar helstu kenningar um tileinkun og kennslu annars máls og erlendra tungumála. Rit­ stjórar verksins eru Auð­ ur Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, dósentar við Háskóla Íslands. Umsjón með útgáfunni hafði Margrét Lúðvíksdóttir. Bókin er tileinkuð Vigdísi Finnbogadóttur og var fyrsta eintak bókarinnar afhent Vigdísi á afmælisdegi hennar hinn, 15. apríl s.l. Auður Hauksdóttir Auður Hauksdóttir Mál málanna Nýtt fræðirit um rannsóknir og kennslu erlendra mála vitundar í námi erlendra tungumála. Spurningin um það hvort kenna eigi málfræði beint eða ekki snýst um það hvort meðvitund, að einhverju leyti, þurfi að vera til staðar við námið til þess að tileinkun málfræðiatriða geti átt sér stað hjá fullorðnum. Kafli Joan K. Hall fjallar um þátt ílags út frá félags­ og menningarlegri nálgun. Hún lýsir mikilvægi gagn­ virkra samskipta í kennslu til þess að tileinkun erlendra mála geti farið fram. Kafli Merill Swain fjallar að nokkru leyti um mikilvægi ílags en þó einkum frálags, sem hún álítur að gegni lykilhlut­ verki við máltileinkun. Að lokum greinir Oddný G. Sverrisdóttir frá nýjum rannsóknum á hlut hvata í tungumálanámi. Þar er fengist við þá grundvallar­ spurningu hvað það er sem fær fólk til að leggja á sig nám í erlendum tungumálum. Síðari hluti bókarinnar hefst með yfirlitskafla Auðar Hauksdóttur um helstu strauma og stefn­ ur í kenningum um kennslu erlendra tungumála. Megináhersla er lögð á tjáskiptaaðferðir og fræði­ legan grundvöll þeirra en í kaflanum er einnig að finna örstutt ágrip af þróun tungumálakennslu hér á landi, auk þess sem vikið er að þeim kennsluaðferð­ um sem settu svip sinn á kennsluna á síðustu öld. Kafli Michaels Svendsen Pedersen fjallar um tjá­ skiptaverkefni og hvernig þau tengjast kenningum um tungumálanám og kennslu. Auður Torfadóttir fjallar um lestur og hlutverk lesandans í tungu­ málanámi. Marjorie B. Wesche og T. Sima Paribakht greina í tíunda kafla frá rannsókn sinni á áhrifum markvissra orðaforðaverkefna í tungumálanámi og í lokakaflanum fjallar Hafdís Ingvarsdóttir um kenn­ ingar um námsaðferðir tungumálanema. Aftast í bókinni er að finna lista yfir erlend og íslensk hugtök og fræðiheiti, en eins og áður segir hefur lítið verið fjallað um þetta fræðasvið á ís­ lensku. Þar sem ekki reyndist unnt að finna íslensk orð var leitast við að mynda ný lýsandi gagnsæ og þjál orð. Þýðingar önnuðust Auður Torfadóttir, Bjarki Karlsson, Margrét Lúðvíksdóttir, Sigfríður Gunnlaugsdóttir, Solveig Brynja Grétarsdóttir, Þórdís Gísladóttir og ritstjórar bókarinnar. Áhersla var lögð á að samræma notkun fræðiorða og sá Margrét Lúð­ víksdóttir um það vandasama verk. Bókin er gefin út af Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Að undanförnu hefur verið mikil gróska í rann­ sóknum innan hagnýtra málvísinda og þar skipta rannsóknir á tileinkun erlendra tungumála og fjöl­ tyngi sífellt meira máli enda varpa þær ljósi á eðli máltöku, málbeitingar og starfsemi mannsheilans. Miklu skiptir að sú þekking geti nýst í tungu­ málanámi hér á landi og er það von þeirra sem að útgáfu bókarinnar standa að hún geti bætt úr brýnni þörf, þar sem lítið hefur verið fjallað um þetta efni á íslensku. Bókin er 320 blaðsíður að lengd og inniheldur ell­ efu kafla eftir innlenda og erlenda höfunda. Greinar íslensku höfundanna eru frumsamdar fyrir bókina en greinar erlendu höfundanna hafa birst áður í erlendum ritum. Að efni til skiptist bókin í tvo hluta. Fyrri hlutinn, kaflar 1­6, fjallar um kenningar og rannsóknir á máltöku en meginviðfangsefni síðari hluta bókarinnar, kafla 7­11, er tungumálanám og tungumálakennsla. Í fyrsta kaflanum gefur Birna Arnbjörnsdóttir yfirlit yfir helstu kenningar og hugtök innan annars­ málsfræða sem lúta að máltöku og tileinkun erlendra mála. Í öðrum kaflanum fjalla sænsku fræðimennirn­ ir Kenneth Hyltenstam og Niclas Abrahamsson um þá spurningu sem hefur verið hvað mest áberandi í annarsmálsfræðum undanfarna áratugi, þ.e. hvaða og hvers konar áhrif aldur málnemans hefur á hæfni hans til að læra erlend tungumál. Þriðji kaflinn er stytt lykilgrein Richards W. Schmidt um þátt með­

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.