Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 14
14 MÁLFRÍÐUR Mál  málanna  er  fræðirit  þar  sem  fjallað  er  um  nýjar og nýlegar rannsóknir á tileinkun og kennslu  annars  máls  og  erlendra  tungumála.  Fyrri  hluti  bókarinnar  fjallar  um  kenningar  og  rannsóknir  á  máltöku  en  sá  síðari  er  helgaður  tungumálanámi  og  kennslu.  Höfundar  greinanna  eru  innlendir  og  erlendir  fræðimenn  og  er  greinilegt  að  rit- stjórar  hafa  lagt  sig  fram  um  að  gefa  lesendum  bæði fræðilega og hagnýta sýn á umfjöllunarefnið.  Röðun greina er að mínu viti ákaflega vel hugsuð,  farið er frá fræðilegu yfirliti til kenninga og þaðan  til þess hagnýta þar sem hið fræðilega og hagnýta  mætast.  Að  auki  fylgir  ensk/íslensk  og  íslensk/ ensk  skrá  yfir  fræðiheiti  og  hugtök,  sem  er  bæði  kærkomin  og  nauðsynleg  fyrir  alla  þá  sem  hafa  leitast við að koma inntaki erlendra fræðigreina á  gott íslenskt mál. Sum þessara hugtaka hafa þegar  öðlast sess í íslensku máli, s. s. ílag, frálag og villu- greining,  önnur þurfa  trúlega einhvern  tíma  til  að  verða okkur töm, sem dæmi má nefna consciousness as awareness, sem  þýtt  er  sem  „meðvitund  sem  áskyn,“ (sbr.  að  verða  e-s  áskynja)  en  það  breytir  ekki þeirri staðreynd að þýðing fræðiheita er bæði  þarft og þakkarvert innlegg í orðræðu tungumála- kennslu og í rauninni er það ótrúlegt að ekki skuli  hafa  verið  ráðist  í  slíkt  verkefni  fyrr.  Fyrir  mig  sem  tungumálakennara,  höfða  einstaka  greinar  í  bókinni mismikið  til mín. Ég  tel  að allir þeir  sem  áhuga hafa á tungumálakennslu út frá hagnýtu eða  fræðilegu  sjónarmiði  finni  ýmislegt  áhugavert  og  forvitnilegt í bókinni.  Fræðilegar greinar Birna  Arnbjörnsdóttir  er  höfundur  fyrstu  grein- arinnar í bókinni. Um leið og hún gefur lesandanum  gott yfirlit yfir rannsóknir á tileinkun annars máls og  erlendra tungumála, fjallar hún um helstu viðfangs- efni  rannsókna  á  máltileinkun  fullorðinna,  mál- tökuferlið og nýjar kenningar þar að lútandi, kynnir  mörg þeirra hugtaka á íslensku sem eru nauðsynleg  þeim sem fjalla um máltöku og málanám og styrkir  þannig  orðræðuna  um  fræðin.  Að  mínu  mati  ætti  þessi grein að höfða til allra þeirra sem hafa áhuga  á að  fá, þó ekki væri nema smá  innsýn  inn  í heim  fræðanna,  og  vera  skyldulesning  fyrir  M.Paed  og  kennaranema. Þó  fræðasviðið  sé yfirgripsmikið og  margslungið,  þá  tekst  henni  að  koma  þessu  yfir- liti  frá  sér  á  mannamáli.  Eitt  af  mörgu  sem  vakti  athygli mína sem enskukennara í þessari grein var,  að samkvæmt kenningunni um skapandi uppbyggingu (e. Creative Construction Hypothesis) í annarsmáls- fræðum,  virðast  málfræðileg  myndön  (e.  morphe- mes) lærast í ákveðinni röð, burtséð frá hvert móð- urmálið  er.  Ég  hef  ekki  enn  séð  þá  kennslubók  í  ensku sem gengur út frá þessari röðun. Um leið og  ég játa að kennsla mín hingað til hefur heldur ekki  tekið  tillit  til  þess  að  þriðju  persónu  –s  í  ensku  er  það ellefta í röðinni, þá er kannski ekki undarlegt að  nemendur mínir eigi oft í basli með notkun þess.  Kenneth  Hyltenstam  og  Niclas  Abrahamsson  fjalla  um  rannsókn  sína  á  málhöfum    sem  tala  sænsku  sem  annað  mál  nánast  eins  og  innfæddir:  Niðurstöður þeirra benda til þess að hvort sem mál- hafar  læri  erlenda  tungumálið  seint  eða  snemma,  (en  í  rannsókninni  voru  yngstu  þátttakendurnir  5  ára þegar þeir komu til Svíþjóðar), nái þeir ekki full- komlega  sömu  málfærni  og  innfæddir,  þó  margir  þeirra séu vissulega nálægt því. Þessi grein er allrar  athygli  verð,  ekki  síst  fyrir  þá  sem kenna  íslensku  sem  annað  mál.  Rannsókn  þeirra  félaga  staðfestir  að  þó  að  máltaka  á  öðru  máli  hefjist  snemma  er  það  ekki  ávísun  á  að  viðkomandi  einstaklingur  nái  sömu  tökum  á  erlenda  málinu  og  innfæddir.  Eftir  lestur þessarar greinar hlýtur maður  að velta  fyrir  sér hvort það sé  raunhæft að krefjast þess að  Mál málanna. Um nám og kennslu erlendra tungumála ritstjórar Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. Útgefandi, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Halla Thorlacius, enskukenn- ari í Garðaskóla, skrifar um bókina Mál málanna. Halla Thorlacius.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.