Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 19

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 19
MÁLFRÍÐUR 1 Vegvísir að þróunarverkefni í kennslu Elísabet Valtýsdóttir, M.Ed., kennslustjóri erlendra mála annarra en ensku og dönsku- kennari við FSu. Elísabet Valtýsdóttir. Inngangur Dagana 28.–30. október tók undirrituð þátt í vinnu- stofu  í  Evrópsku  tungumálamiðstöðinni  í  Graz.  Heiti  vinnustofunnar  var ELP in whole-school use Medium-term project (2008-2011), hér  eftir  nefnt  ETM-WSU,  en  ETM  er  íslenskun  á  skamm- stöfuninni  ELP  (Evrópska  tungumálamappan,  European Language Portfolio).    Aðaláhersla verkefnisins ETM-WSU er að stuðla  að því að ETM sé notuð í námi og kennslu í tungu- málum í öllum skólanum, þ.e. að ETM verði notuð  við kennslu erlendra mála í öllum tungumálaáföng- um í hverjum skóla. Markmið  vinnustofunnar  voru  í  fimm  samþætt- uðum liðum:  a. að komast að því í hve miklum mæli slík verkefni  væru þegar komin af stað.  b. að  stuðla  að  því  að  ný  WSU  verkefni  komist  á  laggirnar. c. að kanna hvaða áhrif slík verkefni hafa á skólana,  kennarana og nemendur og komast að því hvaða  aðstæður  stuðla  að  því  að  vel  gangi  að  koma  þessu á.  d. að þróa vegvísi að áætlun, framkvæmd og stjórn- un á WSU verkefni.  e. að  kynna  niðurstöður  verkefna  fyrir  þeim  aðil- um    sem  koma  að  ákvörðunum  í  skólamálum.     Þess ber að geta að til þessa hefur áherslan verið  á  að  styðja  við  bakið  á  þeim  kennurum  sem  hafa  óskað eftir því að taka upp ETM. Nú þótti vera tími  til  kominn  að  fara  með  ETM  upp  á  næsta  stig  og  nota hana  meðal allra tungumálakennara í kennslu  allra erlendra mála í þeim skólum sem hafa áhuga  á því eða treysta sér til þess. Talið er að með þeim  hætti verði hægt að stuðla að því að nemendur þrói  hæfni sína í fjöltyngi.    Í grundvallaratriðum getur ETM stuðlað að því  að sjálfstæði nemandans (learner autonomy) þróist  og verði að raunveruleika með þrennum hætti: 1. Þegar  sjálfsmatslistarnir  með  fullyrðingunum  „ég  get“  endurspegla  kröfur  sem  gerðar  eru  í  námskrá, sjá þeir nemendum og kennurum fyrir  atriðaskrá  með  námsverkefnum  (learning  tasks)  og  verkefnum  sem  þeir  geta  nýtt  sér  þegar  þeir  skipuleggja,  fylgjast  með  og  meta  nám  sem  fer  fram  á  einu  skólaári,  einni  önn,  einum  mánuði  eða viku  2. Námsferilsskrá  er  skilmerkilega  hönnuð  til  að  tengja  setningu  markmiða  og  sjálfsmats  við  ígrundun um námsaðferðir  (learning  strategies),  svo og menningarþáttinn sem er fólginn í því að  læra og nota erlenda málið 3. Þegar  ETM  er  að  hluta  til  á  markmálinu,  getur  það orðið til þess að stuðla að notkun á markmál- inu sem miðli fyrir nám og ígrundun Kjarninn  í  ETM  og  forsenda  þess  að  markmiðum  með möppunni verði náð er mat, þ.e. sjálfsmat nem- andans,    mat  frá  kennara,  m.a.  leiðsagnarmat,  svo  og ígrundun nemandans.      Í Graz voru 29 þátttakendur frá 27 löndum og  vorum  við  þangað  komin  m.a.  til    að  skipuleggja  ferli  sem  nýta  mátti  í  skólum  sem  ætluðu  að  taka  upp ETM. Það ætti ekki að koma neinum á óvart sem  þekkja til erlendis að þar er ekki farið af stað með þró- unarverkefni án þess að skipuleggja það eins vel og  hægt er áður en ferlið hefst.  Þess má geta að aðalfyr- irlesari var David Little sem hefur verið einn af helstu  höfundum kenninga um sjálfstæði nemenda í námi.        Þátttakendum  var  skipt  í  fjóra  hópa  sem  allir  áttu að leggja fram tillögu að skipulagningu á þró- unarverkefni  um  ETM-WSU.  Vegvísir  að  þróun- arverkefni  sem  hér  er  lýst  er  afrakstur  hópsins 

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.