Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.03.2009, Blaðsíða 23
MÁLFRÍÐUR 23 Námsmat í ensku Lilja Jóhannsdóttir, kenn- ari við Grandaskóla, segir frá niðurstöðum rannsóknar sinn- ar um námsmat í ensku. Lilja Jóhannsdóttir. Þessi  grein  er  útdráttur  úr  10  eininga  M.Ed.  rit- gerð  í  Náms  og  kennslufræði  við  Kennaradeild  Menntavísindasviðs H.Í.  sem skrifuð var á vorönn  2008.  Í námsleyfi mínu á haustönn 2007 sótti ég tvo  valáfanga í TESOL prógrammi (Teaching English to  Speakers  of  Other  Language)  í  NYU  Steihnhardt,  New York.   Annað  námskeiðið  var  um  námsmat  í  tungumálakennslu.  Þar  var  farið  yfir  mismunandi  tegundir  námsmats  en  aðal  áherslan  var  á  tungu- málapróf.    Á  þessu  námskeiði  var  aðallega  stuðst  við hugmyndir Lyle F. Bachman og kenningar hans  um  nytsemi  tungumálaprófa.    Sem  grunnskóla- kennari horfi ég á námsmat í töluvert öðru ljósi eftir  námskeiðið sem fékk mig til að huga að því hvernig  námsmati  er  hagað  í  skólum  á  Íslandi.    Í  meist- aranáminu  voru  allir    valáfangarnir  mínir  tengdir  enskukennslu og ákvað ég því að rannsaka og skrifa  um námsmat í ensku.  Á næstu misserum  takast  efri bekkir grunnskól- ans  á  við  miklar  breytingar  vegna  nýrra  grunn- skólalaga sem tóku gildi vorið 2008.  Í þeim lögum  voru  samræmd  próf  í  10.  bekk  lögð  niður.    Í  stað  þeirra verða tekin upp könnunarpróf að hausti í 10.  bekk, svipað og gert er í 4. og 7. bekk.  Samræmdu  prófin  hafa  hingað  til  verið  einhvers  konar  inn- tökupróf  í  nokkra  framhaldsskóla  landsins.    Við  þessar breytingar mun námsmat við lok 10. bekkjar  breytast verulega.  Hvaða viðmið munu framhalds- skólar nota til að velja nemendur til inngöngu, þ.e.  þeir  framhaldsskólar  sem  hafa  valið  nemendur  á  grundvelli  samræmdra  prófa?  Mun  skólaeinkunn  úr  einum  skóla  vera  sambærileg  skólaeinkunn  úr  öðrum skóla?  Mun einkunn úr könnunarprófum að  hausti verða notuð sem viðmið?   Verða aftur tekin  upp  inntökupróf    í  framhaldsskólana  eins  og  var  gert  fyrir  árið  1946  (Ólafur  Proppé,  79)?    Hvernig  munu grunnskólar bregðast við þessari breytingu?  Munu kennarar dusta rykið af   samræmdum próf- um og nota þau sem skólapróf eða takast þeir á við  áskorunina sem þetta tækifæri býður upp á og end- urskoða námsmatið í tungumálum í heild sinni?  Á  yfirstandandi önn heyrast óvissuraddir 10. bekkinga  sem  ekki  vita  hvaða  viðmið  verða  lögð  til  grund- vallar  vegna  inngöngu  þeirra  í  framhaldsskólana.  Verða  það  markmið  aðalnámskrár/skólanámskrár  eða er hugsanlegt að  hegðun og mætingar hafi áhrif  á ákvörðun um inngöngu þeirra?   Námsmat hefur  afdrifarík  áhrif  á  skólagöngu  sérhvers  nemanda.  Framtíðarhorfur og lífsgæði einstaklinga geta ráðist  af því hvort framhaldsskólinn veiti þeim inngöngu  eða ekki.  Þess vegna er mikilvægt að sú mælistika  sem  ræður  úrslitum  um  framhaldsskólagöngu  sé  sanngjörn  og  réttmæt  og  áreiðanleg  og  mæli  það  sem  hún  á  að  mæla  (þ.e.  tungumálakunnáttu  í  þessu tilfelli) og ekkert annað.   Í þessari grein verður sagt frá helstu niðurstöðum  megindlegrar rannsóknar sem lögð var fyrir á vorönn  2008 þar sem skoðað var hvaða aðferðir enskukenn- arar á Íslandi nota til að mæla árangur enskukennslu  í 8. bekk.  Skoðaður var tilgangur matsins  og hvernig  endurgjöf  nemendum  er  veitt.    Einnig  var  athugað  hve lokapróf eru stór hluti námsmats og reynt var að  komast að því hvernig próf eru samin.  Námsmat hjá enskukennurum í 8. bekk Um helmingur skólastjóra  í grunnskólum landsins  var  beðinn  að  tilnefna  enskukennara  í  8.  bekk  til  þátttöku í rannsókninni.  Úrtak þessarar rannsóknar  varð með minna móti (N=39) og þó að slembiúrtak  skólastjóra hafi tilnefnt þátttakendur er ekki öruggt  að  úrtakið  endurspegli  þýðið  á  fullnægjandi  hátt  þar  sem  þátttaka  var  valkvæð  og  þeir  sem  ekki  tóku þátt voru ekki athugaðir frekar.  Smæð úrtaks- ins setti rannsókninni ákveðnar skorður, þannig að  fylgni þarf að vera sterk til þess að gefa marktækar  niðurstöður.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.