Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 20

Málfríður - 15.03.2011, Blaðsíða 20
Brosandi, dálítið sólbrúnni, heilmiklu fróðari, sigldari, með gersemar Aztekanna enn í hugskotinu, svolítið chillí á tungunni. Á heimferð úr frábærri ferð spænsku- kennara til Mexíkóborgar, Puebla og Oaxaca í Mexíko. Tæpar tvær vikur af listum, sögu, pólitík, tungumáli og þessum unaðslega mexíkóska mat. Sólarstundir sem munu lifa með okkur, sögur sem við munum segja aftur og aftur.    Carmen Ortuño, gjaldkeri spænskukennarafélags- ins, hafði með mikilli útsjónarsemi, elju og vinnusemi skipulagt ferðina sem við, ellefu spænskukennarar, fórum í síðastliðið sumar. Ferðin hófst í hinni forn- frægu Mexíkóborg. Hilda Torres, spænskukennari í Verzló, var sérstakur fararstjóri um heimaslóðir sínar í Mexíkóborg og leiddi hún hópinn um stræti og torg og um matseðla veitingahúsanna þar sem við strönduð- um á mexíkóskum réttum með löng sérkennileg nöfn. Það sem uppúr stendur eftir þeyting um stórborgina er Fornminjasafnið, þar sem indíánamenningu Mexíkó að fornu og nýju eru gerð skil, auk þess heillandi götulífið og nálægðin við merka sögu og mikla list. Ógleymanleg er líka heimsóknin í Casa Azul, heimili Fridu Kahlo, svo og ferðalag um sögu Mexíkó í gegnum veggmynd- ir Diego Rivera í forsetahöllinni. Við Templo Mayor, hof hinna fornu Azteka , höfðu indíánar nútímans gert sér tjaldbúðir og mótmæltu hástöfum slæmum aðbún- aði fólks úr lægstu þjóðfélagsstéttunum og ástandinu í Chiapashéraði. Mótmæli og óróaástand í samfélaginu voru áberandi á torgum borganna sem við heimsóttum, og í náminu sem okkar beið í Puebla var kafað dýpra ofan í orsakir ástandsins.     Næst var haldið til borgarinnar Puebla. Á leiðinni er fegurð mexíkóskra fjalla engri lík. Reykspúandi eld- fjallið Popocatepetl blasti við okkur frá heimavistinni við háskólann Universidad Iberoamericana Puebla og minnti á sína ástargoðsögn um stríðsmanninn og yngismeyna sem elskuðust en umbreyttust í fjöll. Og nú tóku við hinir löngu skóladagar. Að þeim loknum vorum við ómetanlega fróðari um Mexíkó, söguna og listir að fornu og nýju, með smjörþef af flóknu stjórn- málaástandi og dýpri skilning á sögunni í þátíð og í nútíð. Varðandi tungumálin og sérstöðu spænskunnar í Mexíkó vorum við send í könnunarleiðangur með það verkefni að grennslast fyrir um skoðun almenn- ings á tungumálum og þá sérstaklega á þeim ótal indí- ánamálum sem töluð eru í landinu. Það var merkilegt að heyra afstöðu fólks til indíánamálanna sem flestir töldu ekki tungumál heldur mállýsku og hvaða augum fólk leit þennan lítt metna þjóðararf. Við urðum margs vísari um álit almennings og stöðu indíánamálanna en þetta viðtalsform undir yfirskini skólaverkefnis var líka frábær aðferð til að byrja samtöl og forvitnast um viðhorf og skoðanir. Við urðum þó nokkuð vör við nemendur og kennara í ferðinni, því auk þess að sjá þau og heyra í halarófum um hin ýmsu söfn sem við heimsóttum þá lentum við mörg í því að vera tekin í viðtal af börnum sem langaði að bæta enskuna sína. Þau sátu með spurningalista sína ásamt foreldrum sínum um ljósleita túristana á torgum. Í Oaxaca héraði heimsóttum við hof og rústir hinna fornu menningarsamfélaga sem byggðu þetta svæði áður en Evrópubúar námu þar land. Við fórum í lær- dómsríka kynnisferð í mescalverksmiðju og ferðir á markaði höfðu ómetanlegt námsgildi fyrir okkur kenn- arana: kjólar, fallegt handverk og alls konar krydd; og maturinn: mole-sósur, salsa verde, chillí og allt með lime, kóríander og guacamole. Já fagra, ástkæra Mexíkó fylgir okkur heim til Íslands með mexíkóskt slangur á vörum, dálítið sólbrúnni, heilmiklu fróðari, sigldari og brosandi. Ferðir sem þessi eru okkur spænskukennurum nauð- synlegar til að viðhalda tengslum við hinn spænsku- mælandi heim og geta miðlað af upplifunum okkar og kynnast af eigin raun fleiri af hinum fjölmörgu stöðum í heiminum þar sem spænska er töluð. Og þetta á að sjálfsögðu við um alla kennara sem kenna um menn- ingu og mál. Í skóla og kennslu nýtist ferðin okkur á margvíslegan hátt. Í fyrsta lagi komu spænskukennar- arnir á sæluskýi hamingju heim úr ferðinni og ham- ingjusaman kennara er gott að hafa. Textar og þemu í 20 MÁLFRÍÐUR Íslenski hópurinn í mescalverksmiðju. México lindo y querido – fagra, ástkæra Mexíkó

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.