Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 10

Málfríður - 15.03.2013, Blaðsíða 10
Um Parísarvalið í MS Í valáfanganum París í samhengi sögunnar sem kennd- ur er í Menntaskólanum við Sund kynnast nemend- ur ýmsu markverðu í sögu Parísar, listasögu og hvað varðar mannlíf í borginni. Undanfari er grunnáfangi í frönsku. Samhliða skipuleggja nemendur þriggja daga námsferð til Parísar. Í ferðinni er Louvre-safnið heimsótt og Versalir og garðar og ýmis þekkt hverfi og frægir ferðamannastaðir skoðaðir. Áfangann er hægt að fá metinn án ferðarinnar með því að skila sérstöku aukaverkefni. Hámarksfjöldi nemenda í áfanganum er 30. Síðast var aðsóknin hins vegar það mikil að við fengum tvo hópa, rúmlega fjörutíu manns. Þá var lán að geta einu sinni í viku skellt hópunum saman í Bjarmalandi , flottum fyrirlestrar- sal skólans. Markmið Ég ætla nú að lýsa í örfáum orðum hvernig við í MS höfum skipulagt þennan áfanga faglega séð í þau þrjú ár sem við höfum boðið upp á hann. Frá fyrstu ferð höfum við haft samvinnu við aðra framhaldsskóla sem bjóða upp á Parísarval og nýtt okkur ýmislegt þaðan. Lýsingin byrjar á markmiðum, fer svo í efnis- val, útfærslu, námsmat, dæmi um hvað bíður nemenda í ferðinni og undirbúning kennara. Markmiðin eru að nemendur ... • kynnist helstu merkisstöðum í París og mismun- andi menningu eftir hverfum. • þjálfist í heimildaöflun og úrvinnslu heimilda um París, franska sögu og menningu á íslensku, frönsku og fleiri tungumálum. • læri á samgöngur innan og utan borgarinnar. • fái aukna þjálfun í daglegum samskiptum á frönsku og noti frönsku í ferðinni. • skoði stórborg á annan hátt en þau hafa áður kynnst. • semji upplýsingaefni á íslensku til flutnings og birtingar. Tvöföld ánægja Við veljum umfjöllunarefni sem alla jafna vekja áhuga hjá þeim sem ætla til borgarinnar og vilja byggja upp þekkingu sína fyrirfram.Og þar sem þetta er þverfaglegur áfangi milli frönsku og sögu drögum við sameiginlega ákveðnar línur í upphafi. Nemendur sem og kennarar hafa síðan mjög frjálsar hendur um hvernig þeir taka efnið fyrir. Í þessu byggjum við á eigin upplifunum og bakgrunni. Sumt vill skarast. Gott að fá umræður og sjá tvær hliðar á sama peningi. Fyrirlestrahald var talsvert, en nú er mest byggt á framlagi nemandans sem felst í verkefnavinnu um sögu Parísar, íbúana og hverfin. Framlög nemenda eru birt í ferðahandbók sem er í smíðum. Á áætlun er að hafa hana aðgengilega á internetinu undir heitinu Miniguide sur Paris . Áhugi á fyrirlestrum er ágætur, sérstaklega þegar lofað er verklegu í lokin. Þá verður reyndar til tvöföld ánægja.Við efnum til umræðna út frá kvikmyndum eins og Le Parfum, La Reine Margot, Two days in Paris, Paris (Klapisch), Paris je t´aime, Minuit à Paris og fræðslu- myndinni Versailles la visite . Við eigum fleiri myndir, eins og Les Femmes du 6e étage (Philippe Le Guay) , sem sýnir tíðarandann á sjötta áratugnum með tilheyrandi ástarsögu og nýja franska mynd um Marie-Antoinette, Les Adieux à la reine (Benoît Jacquot). Á bókasafni MS er og að finna fræðslumyndir um listaverk í Louvre og í Orsay-safninu. Námsmat Áfanginn er símatsáfangi og byggir matið  á mynd- bandi og fyrirlestri. Námsmat felst í 30% raunmætingu, 20% virkniþætti sem telur tímaverkefni, umfjöllun um kvikmyndir, þátttöku í viðburðum og frammistöðu í ferðinni. Fyrirlestur um afmarkað efni að ferð lokinni gildir 50% (þar í er sjálfsmat og jafningjamat).Tekið er tillit til frumleika og hve góð tök hópurinn og ein- staklingar innan hans hafa á efninu. Þar sem fjölbreyti- legt námsmat býr að baki lokaeinkunninni, er öllum 10 MÁLFRÍÐUR Fanny Ingvarsdóttir, frönsku- kennari við Menntaskólann við Sund Tungumálaferðir og nemendaskipti: Parísarvalið í MS

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.