Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 23
rammar. Það væri gagnslaust að láta nemendur sitja á bak við opna tölvuskjái. Hlutverk kennarans væri að miðla faglegum upplýsingum, leiðbeina, aðlaga og skipuleggja. Hlutverk nemandans væri á hinn bóginn að hlusta, fylgjast með, leysa vandamál og skrifa verk- efni ásamt því að miðla því efni sem hann hefur samið. Varðandi hópavinnu er það kennarans að samstilla vinnu nemenda, aðstoða við að leysa þau vandamál sem upp kunna að koma og hafa umsjón með verk- efnavinnunni. Eftir hádegið var Den Sorte Diamant, hin til- komumikla nýbygging við Konunglega bókasafnið frá 1999, heimsótt og einnig gamla byggingin frá 1906. Hér gafst okkur tækifæri til að sjá annars harð- læst rými sem hafa að geyma þjóðargersemar eins og handrit eftir H.C. Andersen og Kierkegaard. Síðasti liðurinn á dagskránni var svo gönguferð um staði í Kaupmannahöfn þar sem glæpir hafa verið framdir, Bloody Copenhagen. Leiðsögumaðurinn var Íslendingur, Dagur Gunnarsson. Spjaldtölvur og snjallsímar í kennslu Síðasti fyrirlesari námskeiðsins heitir Mogens Olesen, lektor við Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab við Kaupmannahafnarháskóla. Þemað var Vejen til god e-læring, en Mogens sagði að það væri ekki sjálfgefið að spjaldtölvur og snjallsímar gerðu kennsluna og námið betra. Hins vegar væri það orðin krafa í námsumhverfi nútímans. Markmiðið með því að nýta þessa nýju miðla í kennslu væri að betrumbæta námið og þar sem hin nýju tæki skapa ný tækifæri og nýjar aðstæður, kalli það líka á nýja hugsun. Fyrirlestur Olesens var skemmtileg víxlverkun milli vinnustofu og fyrirlesturs þar sem hann kynnti hugmyndir um notkun snjallsíma og spjaldtölva í kennslu. Eftir sem áður sagði Mogens Olesen að eitt grundvallaratriði yrði alltaf að vera til staðar þar sem nám fer fram sem er áhugasamur og virkur kennari. Síðasti liður á dagskrá námskeiðsins var heimsókn í bókaforlagið Gyldendal þar sem hin nýja bókmennta- gátt fyrirtækisins var kynnt: www.litteratur.gyldendal. dk. Áheyrendur voru frá sér numdir af hrifningu yfir öllum þeim möguleikum sem þessi nýja heimasíða bókmennta býr yfir. Því miður er áskriftargjaldið mjög dýrt. Eftir hádegi hlýddum við á fyrirlestur Helene Høyrup sem bar heitið Litteraturundervisning i lyset af digitale medier. Helene er lektor við Det Informations-videnskabelige Akademi í Háskólanum í Kaupmannahöfn og hefur rannsakað texta sem rit- aðir eru fyrir ungt fólk og stafrænt læsi ungmenna. Meginniðurstaðan af rannsóknunum var sú að bæði tæknin og miðillinn væru ný en kennslufræðin væri sú sama og verið hefur og að stafræfnir miðlar væri kjörinn vettvangur sem afmarkað samskiptaumhverfi. Hún nefndi dæmi eins og Fanfiction þar sem einstak- lingurinn semur áfram eða spinnur út frá bók sem hann/hún hefur heillast af. Miðvikudaginn var ferðinni heitið á söguslóðir í Helsingør og Helsingborg, hinum megin Eyrar sunds- ins. Leiðsögumaður var fornsalinn Max Guttmann sem fór með okkur um hverfið í kringum Klaustrið, Dómkirkjuna og Strandgötu-hverfið í Helsingør. Í Helsingborg fræddumst við um sögu staðarins úr for- tíð í nútíð. Kennsla með tölvum í stofu Fimmtudaginn var fyrirlesarinn Helle Mathiasen, prófessor við Center for Undervisningsudvikling og Digitale Medier við Háskólann í Árósum, en hún hefur í níu ár fylgt eftir notkun á nýrri tækni í kennslu. Í því samhengi sagði Helle að grunnstefið væru fastir MÁLFRÍÐUR 23 Dönskukennarar skoða gömul hús í Helsingør.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.