Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 25

Málfríður - 15.10.2014, Blaðsíða 25
Dagana 4. og 5. júní 2014 fór fram árlegt endur- menntunarnámskeið Félags frönskukennara á Íslandi undir leiðsögn Yaelle Sultan, kennara frá Besançon í Frakklandi. Á námskeiðinu, sem bar yfirskriftina Pédagogie de l‘oral: favoriser les interactions en classe de FLE, var sjónum beint að talmáli í kennslu frönsku sem erlends tungumáls. Þetta námskeið tónaði því vel við námskeið STÍL, Mat á munnlegri færni A2, B1, B2 sem var haldið dagana á undan, 2. og 3. júní. Á námskeiði FFÍ voru kynntar ýmsar aðferðir við þjálfun munnlegrar færni í tungumálanámi. Það var virkilega áhugavert að sjá hvað leiðbeinandinn, Yaelle Sultan, bjó yfir mörgum fjölbreyttum, líflegum og hagnýtum aðferðum við talmálskennslu og skemmtu kennarar sér konunglega þegar kom að því að þjálfa aðferðirnar. Þessar aðferðir eru ekki síður til þess fallnar að brjóta ísinn þegar reynt er fá nemendur til að tjá sig og beita tungumálinu á eðlilegan hátt í gegnum leik. Fjallað var um ýmsar aðferðir, bæði nýjar og gaml- ar, og rykið dustað af gömlum og góðum æfingum. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að segja frá öllum æfingunum og því verður hér aðeins tæpt á nokkrum: • Jacques a dit … (Símon segir …). Kennari/nemandi gefur fyrirmæli um einhverja líkamlega hreyfingu og þátttakendur eiga að framfylgja skipuninni að því tilskildu að hún hefjist á orðunum: Jaques a dit … Þetta getur verið skemmtileg tilbreyting þegar verið er að þjálfa t.d. boðhátt og orðaforða um líkamann. • Strax í upphafi tungumálanáms þjálfast nemend- ur í að spyrja og svara einföldum spurningum. Sem dæmi um skemmtilega útfærslu á þessu má nefna aðferð þar sem kennari varpar fram spurn- ingu og nemendur keppast við að koma með eins mörg ólík en viðeigandi svör og þeir geta. Dæmi: Hver getur lánað mér penna? – Ég. – Ekki ég. – Ég er ekki með penna. – Notaðu tölvuna! • Trufluð saga. Kennari/nemandi segir sögu en verkefni hinna felst í að trufla stöðugt frásögnina með spurningum. Sögumaður verður því stöðugt að gera hlé og bregðast við spurningum nemenda meðan á frásögninni stendur. Dæmi: Kennari/ sögumaður: Í gær fór ég í bíó. Hér geta hlustendur gripið inn í frásögnina með spurningum á borð við: – Hvaða bíó? – Með hverjum? – Klukkan hvað? – Af hverju? • Au marché. Eins og fyrr segir var áherslan á talmál- ið, þ.e.tungumálið sem við notum í daglegu lífi þegar við förum t.d. á markaðinn, í bankann, út á lífið o.s.frv. Þátttakendur leika atriði sem gerist t.d. á markaðnum. Allir þátttakendur fá ákveðið hlut- verk að leika, s.s. að vera pirraður viðskiptavinur, óþolinmóð kona, þreyttur unglingur, viðskipta- vinur sem hefur gleymt peningaveskinu sínu, for- eldri með óþekkt barn o.s.frv. Æfingin felst í að leika samskiptin sem verða á milli sölumanns á markaðnum og viðskiptavina. Samskipti eiga sér einnig stað innbyrðis milli viðskiptavina í röðinni sem bíða eftir afgreiðslu. Enginn viðskiptavinur má kaupa sömu vörutegund og þeir keyptu sem voru á undan í röðinni. Geri einhver þau mistök, fer sá hinn sami í hlutverk kaupmannsins. • Les vêtements. Orðaforðaæfing sem tengist klæðn- aði og/eða útliti. Þrír nemendur eru saman í hóp. Þeir skoða vel klæðnað hvers annars, síðan snúa tveir bökum saman og lýsa hvor öðrum. Sá þriðji fylgist vel með og leiðréttir. • Hljóðlaus frásögn. Einn talar ,,hljóðlaust“ og eiga hinir að reyna að skilja hvað hann er að segja. • Lygasaga. Kennari/nemandi endursegir smásögu, þekktar staðreyndir eða eitthvað annað sem nem- endur þekkja. Nemendur hlusta gaumgæfilega og punkta hjá sér staðreyndavillur og hrekja þannig söguna. • Nafnorð – lýsingarorð. Nemandi dregur tvö spjöld. Á öðru þeirra er nafnorð, á hinu er lýsingarorð. Nemandi leikur það sem hann dró, t.d. une Study grammar anytime, anywhere. The only grammar app an intermediate learner of English will ever need. Raymond Murphy’s English Grammar in Use is now more mobile than ever! 1 Genuine Murphy content, specially designed for smartphones and tablets 2 Starter Pack includes a guide to Past and Present tenses, interactive exercises, Glossary and Study Guide 3 Choose the whole app or just the grammar units you need cambridge.org/eguapp MÁLFRÍÐUR 25 Vera Ósk Valgarðsdóttir Hrefna Clausen Sumarnámskeið: Et si on parlait un peu français? Námskeið á vegum Félags frönskukennara á Íslandi um þjálfun talmáls í tungumálakennslu Hrefna Clausen, frönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands og Vera Ósk Valgarðsdóttir, frönskukennari við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.