Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 11
MÁLFRÍÐUR 11 3. mál í framhaldsskóla Hvers vegna velja nemendur þýsku? Í íslenskum framhaldsskólum hafa nemendur stað- ið frammi fyrir vali á s. k. 3. máli, þ. e. þeir þurfa að velja á milli tveggja og stundum þriggja tungu- mála. Lengi vel stóð valið milli þýsku og frönsku en hin síðari ár hefur spænska bæst við valmögu- leikana. Nemendur eru mjög misjafnlega innstilltir á að læra nýtt tungumál. Annars vegar eru það þeir nemendur sem hlakka til að læra nýtt tungumál og vilja kynnast menningu þýskumælandi landa. Hins vegar er tala þeirra nemenda allhá sem eru á engan hátt tilbúin að læra nýtt tungumál og líta í raun neikvætt á tungumálanám. Í rannsókninni sem hér verður kynnt var sjónum beint að þeim þáttum (Motivation) sem hafa áhrif á val nemenda. „Það að læra tungumál er að mörgu leyti ólíkt öllum öðrum lærdómi, þar sem tungumál er hluti af persónunni sem þátttakanda í þjóðfélagi og er um leið hluti af persónuleika hverrar mannseskju...“ (Gardner/Tremblay (1994:364) Önnur skilgreining á Motivation: „Was also eine Person zum Lernen einer frem den Sprache motiviert und was diese Person dazu bringt, so weit zu gehen, bis sie mit dem zufrie den ist, was sie erreicht hat, unterscheidet sich von einem Individuum zum anderen“. (Karin Kleppin, 2002). Motivation hefur á sér tvær hliðar: annars vegar hlið kennarans og hins vegar hlið nemandans. Það sem kennaranum finnst vera skortur á árangri eða heimsku getur nemandinn litið á sem skort á vilja til að læra nýtt tungumál eða að kennaranum hafi ekki tekist að vekja áhuga nemandans. Nánast engar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á þessum þætti þýskukennslunnar. Þessi rann- sókn beinist því að eftirfarandi spurningum: Líta nemendur neikvætt á þýskunám? Margir nemendur hafa engan áhuga á þýskunámi. Hve stór hluti nem- enda er þetta? Geta íslenskir þýskukennarar gert eitthvað til að gera þýskuna áhugaverðari? Væri í þessu sambandi skynsamlegt að upplýsa foreldra betur eða skipta foreldrar engu máli þegar börn þeirra velja sér þriðja tungumálið? Ætti að auka við og bæta þýskukennsluna í grunnskóla eða skiptir kennslan þar engu máli þegar nemandinn stendur frammi fyrir vali 3. máls í framhaldsskólanum? Í fræðunum hafa menn reynt að flokka Motivation í ýmsa undirflokka og var tekið tillit til þessarar aðgreiningar í þessari rannsókn. Skv. Apelt: • Anschlussmotiv, þ.e. nemendur gera eins og vinirnir • Neugier-und Wissensmotiv; forvitnin og löng- un í vitneskju hefur áhrif • Nützlichkeitsmotiv; er námið hagkvæmt • Elternmotiv; koma foreldrar að ákvarðanatöku og hafa þeir áhrif • Anerkennungs- und Geltungsmotiv; öðlast nem andinn virðingu annarra nemenda með vali sínu. Grein þessi byggir á rann- sókn til M.Paed.náms við Háskóla Íslands sem gerð var haustið 2003. Rannsóknin beind ist að þeim þáttum (Motivation) sem hafa áhrif á val nem- enda á þýsku sem þriðja tungu máli í framhalds- skóla. Rannsóknin var mjög um fangsmikil og komu niðurstöður um margt á óvart. Ljóst er að ís lenskir unglingar telja það nauðsynlegt að læra mörg tungumál, þeir telja þýsku vera hagnýta og mikilvæga í alþjóðasamfélaginu. Niðurstöður sýna að sú skerðing sem fyrirhug- uð er á kennslu 3. tungumáls í íslenskum fram- haldsskólum er ekki í samræmi við væntingar íslenskra framhaldsskólanema. Elísabet Siemsen Elísabet Siemsen, þýskukennari við FG. Motivation isländischer SchülerInnen zum Erlernen der dritten Fremdsprache Deutsch

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.