Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 14

Málfríður - 15.10.2005, Blaðsíða 14
14 MÁLFRÍÐUR Námskeiðið var haldið í Lübeck, hinni fornu Hansaborg við Eystrasalt. Borgin er upphaflega byggð á eyju í ánni Trave, sem Travemünde er kennd við, svolítið inni í landi og er bæjarstæðið afar fallegt. Þátttakendum á námskeiðinu var boðið upp á ítarlega skoðunarferð um miðborg Lübeck í upphafi námskeiðsins og reyndist sú ferð afar gagn- leg og fróðleg. Glæsilegar byggingar vitna um að ríkidæmi var mikið Lübeck á miðöldum. Meðal þess sem enn má sjá eru 5 glæsilegar kirkjur í miðborginni. Þar er og gamalt sjúkrahús sem nú er safn og byggt var af borgurum í Lübeck á 13. öld og er ein af elstu slíkum stofnunum í Þýskalandi, sem ekki var sett á stofn eða rekin af kirkjunni. Meðal frægra sona borgar- innar er Thomas Mann, en hann bjó og starfaði í borginni. Minningu hans er mjög haldið á lofti og er m. a. hægt að heimsækja safn (Buddenbrookhaus) þar sem lífi hans og starfi eru gerð góð skil. Markmið þessa námskeiðs var að kynna þátt- takendum það sem er efst á baugi í þýsku þjóðlífi, dýpka þýskukunnáttuna og koma með hugmyndir að kennsluaðferðum, sérstaklega hvað varðaði fróð- leik um land og þjóð. Dagskrá námskeiðsins var mjög fjölbreytt, fyrir- lestrar og umræður voru á daginn og stóð dagskráin oft langt fram á kvöld, t.d. þegar farið var í leikhús og á bókmenntakynningu. Þátttakendur borðuðu svo alltaf saman í hádeginu, ásamt kennurum og öðru starfsfólki DAG. Þátttakendur á námskeiðinu voru 24, þar af 16 frá Finnlandi, 5 frá Svíþjóð og 3 frá Íslandi. Ástæðan fyrir því að þessar þjóðir veljast saman á námskeið er einfaldlega sú, að kennarar frá hinum Norðurlöndunum, Rússlandi, Póllandi og Eystrasaltslöndunum eiga ekki heimangengt á þess- um tíma, þar sem sumarfríin byrja seinna í þessum löndum. Námskeiðinu var skipt í fjóra meginhluta: – Bókmenntir og þýsk tunga; hagnýtar æfingar í smærri hópum – Fyrirlestrar og umræður um málefni líðandi stundar í Þýskalandi – Verkefni þar sem þátttakendur áttu að afla sér upplýsinga um tiltekin málefni með því að spyrjast fyrir og kynna svo niðurstöðurnar fyrir hinum úr hópnum – Skoðunarferðir, leikhúsferð, skólaheimsókn og bókmenntakvöld Kynntar voru ýmsar kennsluaðferðir í þýskukennslu og voru þær að hluta til prófaðar á staðnum, mönn- um oft til mikillar gleði. Þarna var hópnum skipt í þrjá minni hópa sem unnu saman við að leysa ýmis verkefni, prófa hver á öðrum ýmsar kennsluað- ferðir og skiptast á hugmyndum sem nýst gætu í kennslunni. Það vakti t. d. mikla kátínu þegar menn prófuðu að „búa til“ ýmsar byggingar í Berlín úr lifandi manneskjum, 3-4 saman í hóp, meðan einn úr hópnum lék leiðsögumanninn! Boðið var upp á marga fróðlega fyrirlestra. Bókmenntafræðingur kom og kynnti þátttakendum það nýjasta í bókmenntaheiminum, austurþýskur rithöfundur kom og talaði um hvernig sameining þýsku ríkjanna hefði tekist og hvernig hann sem Austurþjóðverji hefur upplifað þær breytingar sem sameining þýsku ríkjanna hefur haft í för með sér. Maður frá umhverfisráði Lübeck talaði um umhverf- isvernd, sem Þjóðverjum er mjög hugleikin og einn ritstjóra bæjarblaðsins á staðnum fræddi menn um Valgerður Bragadóttir, þýskukennari í MH. Af endurmenntunarnámskeiði þýsku- kennara í Lübeck sumarið 2005 Valgerður Bragadóttir Dagana 6.–17. júní síð - ast liðinn sótti Val gerð ur Bragadóttir end ur mennt- unarnámskeið DAG (Deutsche Aus lands - ge sell schaft) í Lü beck í Þýska landi. DAG skipu leggur ýmis end- ur menntun a rnámskeið fyrir þýsku kennara frá Norð ur löndunum, Rúss- landi, Póllandi og Eystra - salts lönd unum allt árið um kring.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.