Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 4
 MÁLFRÍÐUR Í þessari grein verður greint frá rannsókn á ritleikni nem­enda í ensku við lok grunnskóla sem­ fram­ fór á árinu 2005. Vegna verkfalls skólaárið 2004-2005 var talið heppilegra að styðjast við sam­ræm­t próf í ensku vorið 2004. Rannsóknin tók til orðaforða og uppbyggingar texta og er það síðarnefndi þátturinn sem­ verð- ur til um­fjöllunar í þessari grein. Fyrst verður fjallað stuttlega um­ skilgreiningu á ritun, hlut- verk ritunar, einkenni ritaðs texta og ritunar- m­arkm­ið nám­skrár. Þá verður gerð grein fyrir rannsókninni og loks rætt um­ leiðir sem­ gætu stuðlað að m­arkvissri þjálfun í rituðu m­áli. Auður Torfadóttir Auður Torfadóttir, fyrrverandi dósent við KHÍ Er ritun vanræktur þáttur í tungumálakennslu? Könnun á ritfærni nemenda í ensku við lok grunnskóla Skilgreining á ritun Í þessari rannsókn er eingöngu fjallað um ritun samfellds texta þar sem nemendur skrifa frá eigin brjósti, tjá hugsanir sínar, skoðanir og tilfinningar, segja frá eða eru í skriflegum samskiptum við aðra. Þær hugmyndir í málvísindum sem ruddu sér braut upp úr 1970 kristallast í þeirri nálgun sem kallast á ensku Communicative Approach. Þar er eitt af grund­ vallarhugtökunum samskiptafærni (communicative competence). Stundum hefur þessi nálgun verið túlkuð nokkuð þröngt og tengd svo til eingöngu hinu talaða máli, en ritun felur ekki síður í sér sam­ skipti og ákveðinn tilgang. Þegar við skrifum í okkar daglega lífi erum við oftast með viðtakanda í huga og eigum þar með í samskiptum við hann. Það má einnig líta á persónuleg skrif, eins og dagbókarskrif sem samskipti við innri mann. Hlutverk ritunar Hlutverk ritunar í tungumálanámi hefur ekki all­ taf verið vel skilgreint. Hvers vegna ætti að leggja áherslu á ritun og hve mikil ætti áherslan að vera? Ýmsir fræðimenn, t.d. Wolf (2000) hafa bent á að ritun sé kjörin leið til að læra tungumál án þess þó að neitt sé slegið af í munnlega þættinum, lestri eða hlustun. Ritunarþátturinn í kennslubókum hefur fyrst og fremst beinst að því að kenna nemendum hvernig á að skrifa, með megináherslu á byggingu málsgreina og málfræði. Það er að sjálfsögðu nauð­ synlegt, en það þarf einnig að kenna nemendum að læra tungumál í gegnum ritun með því að líta á ritun sem samskipti og textann sem merkingarbæra heild sem hefur einhvern tilgang annan en þann að vera æfing í tungumálinu. Af og til hafa komið upp raddir um að það sé ekki nauðsynlegt að eyða miklum tíma í að þjálfa ritfærni í erlendum málum á grunnskólastigi. Með tilkomu tölvusamskipta er þó ljóst að það er mikils um vert að geta tjáð sig vel í rituðu máli. Það má færa ýmis fleiri rök fyrir ritunarþjálfun. Nemandinn þarf að beita hugsun sinni, pæla í hlutunum og ritun hjálpar honum að hugsa. Sumir nemendur eru feimnir við að tjá sig munnlega en eiga auðvelt með að koma hugsun sinni á blað. Ritun eykur meðvitund um byggingu texta og framsetningu og getur vafalítið stuðlað að betri lesskilningi á sama hátt og lestur stuðlar að betri tökum á ritun. Nú kann einhver að spyrja hvort nemendur séu ekki sífellt að skrifa í tungumálanámi sínu. Reyndar er það svo en spurningin snýst um hvað þeir eru að skrifa; hvort þeir eru að skrifa stakar málsgreinar eða samfelldan texta. Eftir að hafa farið yfir textana í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar, hef ég nokkrar efasemdir um að þjálfun í að semja sam­ fellda texta sé nægilega markviss. Einkenni texta Hvað er texti? Orðið er komið frá latnesku sögninni textere sem þýðir að vefa eða setja saman. Góður texti er eins og fallega ofinn dúkur þar sem mynstrið myndar heild og engir lausir endar sjáanlegir. Hvað gerir texta að texta þegar á heildina er litið?

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.