Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 16

Málfríður - 15.10.2007, Blaðsíða 16
1 MÁLFRÍÐUR Samdráttur nemenda í þýsku hefur verið áhyggju­ efni þýskukennara um nokkurt skeið og með því að benda nemendum á fjölbreyttari tilgang og gagn­ semi þýskunáms er ef til vill mögulegt að sporna við þessari þróun og um leið auka áhuga nemenda á tungumálinu. Viðfangsefni rannsóknarinnar Aðalspurningar rannsóknarinnar voru: • Hvað er hægt að gera með þýskukunnáttu í farteskinu? • Hver er nytsemi þýskukunnáttu á Íslandi? • Hvað er fólk að gera sem hefur lært þýsku vel? • Hvað hvatti fólkið til þess að byrja að læra þýsku, halda þýskunámi áfram og svo að nýta þýskukunnáttuna eftir að skólagöngu var lokið? Tilgáta rannsóknarinnar var að þýska sem erlent tungumál á Íslandi væri gagnlegt á mörgum mis­ munandi sviðum atvinnulífsins. Þess vegna ættu ástæður og hvatning nemenda til þess að læra þýsku að sama skapi að vera af fjölbreyttum toga. Viðmælendur Til þess að sýna fram á sem fjölbreyttasta mögulega notkun á þýsku sem erlends tungumáls á Íslandi tók ég ekki viðtöl við einstaklinga úr hinum hefðbundnu störfum þar sem þýskukunnátta er nauðsynleg eins og í störfum túlka, þýðenda og þýskukennara. Í stað þess tók ég ítarleg viðtöl við sex einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa nýtt þýskukunn­ áttu sína í atvinnulífinu um nokkurra ára skeið. Þrír viðmælendanna koma úr ferðamálaiðnaðinum og þrír aðrir frá fjölbreyttum geirum viðskiptalífsins. Með því að fá viðmælendur mína til þess að líta til baka fékk ég góða innsýn í það á hvaða hátt þýskan hafði nýst þeim í atvinnulífinu. Eins tók ég viðtöl við þrjá nemendur úr Háskóla Íslands sem lýstu væntingum sínum um það hvernig þeir gætu nýtt þýskukunnáttu sína í starfi í framtíðinni. Á þennan hátt var hægt að horfa á viðfangsefnið út frá fortíð, nútíð og framtíð. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar Einróma álit viðmælenda var að þýska væri mjög mikilvægt tungumál í íslensku atvinnulífi og byði upp á marga möguleika á mörgum mismunandi sviðum atvinnulífsins, hvort sem það væri í ferða­ málaiðnaðinum, fjármálageiranum eða á sviðum lista. Allir nefndu aukna alþjóðavæðingu sem ástæðu fyrir vaxandi þörf góðrar tungumálakunn­ áttu á Íslandi. Flestir viðmælendanna nefndu einnig að í ferðamálageiranum jafnt sem fjármálageir­ anum væri þýskukunnátta algjörlega nauðsynleg og klárlega samkeppnisforskot í atvinnulífinu. Þessu til rökstuðnings var t.d. nefnd hin aukna útrás Íslendinga í fyrirtækjarekstri. Samróma álit viðmæl­ enda um harðnandi samkeppni á vinnumarkaðnum og auknar kröfur um góða tungumálakunnáttu var mjög sýnilegt í niðurstöðunum. Við þetta bættu nokkrir viðmælendur að Íslendingar þyrftu fyrst að Í rannsókn sinni á áhugahvöt „Motivation“ til þýskunám­s skoðaði höfundur sérstaklega þátt nytsem­i þýskukunnáttu í íslensku atvinnulífi m­eð það að m­arkm­iði að gera hagnýtan til- gang nám­sins sýnilegri nem­end- um­. Kristjana Björg Sveinsdóttir Kristjana Björg Sveinsdóttir, þýskukennari við Menntaskólann í Reykjavík Nytsemi þýskukunnáttu í íslensku atvinnulífi Rannsókn á nytsemisþætti áhugahvatar

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.