Málfríður - 15.10.2008, Blaðsíða 7

Málfríður - 15.10.2008, Blaðsíða 7
MÁLFRÍÐUR  Evrópska  nýmálasetrið  (European  Centre  for  Modern  Languages/Centre  Européen  de  Langues  Vivantes) er stofnun á vegum Evrópuráðsins. Setrið  er  í  Graz  í  Austurríki  og  hlutverk  þess  er  að  styðja  við  tungumálanám  og  -kennslu  í  Evrópu,  m.  a.  með  því  að  útfæra  og  kynna  þau  gögn  sem  Evrópuráðið  hefur  þróað  á  þessu  sviði,  s.  s.  sam- evrópska tungumálarammann (CEFR) og evrópsku  tungumálamöppuna (ELP). Í því augnamiði styrkir  setrið verkefni sem leidd eru af hópum sérfræðinga.  Vinnustofur  fyrir  tungumálakennara  eru  haldnar  í  tengslum við þessi verkefni og gefst hverju aðildar- ríki kostur á að senda einn þátttakanda hverju sinni.  Ísland  hefur  tekið  þátt  í  þessu  samstarfi  frá  árinu  1998  og  hafa  fjölmargir  íslenskir  tungumálakenn- arar notið góðs af því.  Aðildarlönd  Evrópska  nýmálasetursins  eru  nú  33  og  er  stjórn  setursins  skipuð  einum  fulltrúa  frá  hverju  landi.  Stjórnin  kýs  sér  formann  og  sérstaka  framkvæmdastjórn  (bureau)  sem  skipuð  er  sex  fulltrúum  úr  stjórn  auk  stjórnarformanns.  Í  hverju  aðildarlandi  eru  svo  sérstakir  tengiliðir  sem  veita  upplýsingar  um  nýmálasetrið  og  sjá  um  dreifingu  á  útgáfuverkum  þess  og  niðurstöðum  verkefna.  Frá  1998  sat  María  Gunnlaugsdóttir,  sérfræðingur  hjá  menntamálaráðuneytinu,  í  stjórn  setursins  en  undirritaður tók sæti hennar á síðasta ári. Tengiliður  á  Íslandi  er  Ragnhildur  Zoëga  á Alþjóðaskrifstofu  háskólastigsins.  Þau  hafa  séð  um  að  útnefna  aðila  hér á  landi  til þátttöku  í vinnustofum setursins og  frá  árinu  1998  hafa  um  70  íslenskir  tungumála- kennarar  og  sérfræðingar  farið  til  Graz  á  vegum  Evrópska nýmálasetursins.  Evrópska  nýmálasetrið  hefur  verið  starfrækt  frá  árinu  1995  og  voru  stofnlöndin  átta  talsins.  Þau  eru  nú  33,  eins  og  fyrr  segir. Árið  2000  var  fyrstu  fjögurra  ára  áætluninni  hrundið  af  stað  þar  sem  fjöldi metnaðarfullra verkefna var styrktur og ann- arri fjögurra ára áætluninni lauk í lok árs 2007 með  glæsilegri  ráðstefnu  þar  sem  niðurstöður  verkefna  voru kynntar. Þar var einnig kynnt ný áætlun sem  tók gildi í byrjun þessa árs og lýkur árið 2011. Þessi þriðja áætlun ber yfirskriftina „Stuðningur  við  fagfólk  á  sviði  tungumálanáms  og  -kennslu“  eða  „Empowering  language  professionals“.  Þessi  titill undirstrikar þá áherslu sem ENS leggur á nána  samvinnu við tungumálakennara. Til þátttöku voru  valin  tuttugu  verkefni  sem  falla  undir  eftirfarandi  þemu:  •  Námsmat (Evaluation) •   Samfellt  tungumálanám  (Continuity  in  lang- uage learning)  •   Samþætting  tungumálanáms  og  annarra  kennslugreina  (Content  and  language  educa- tion) •  Fjöltyngisnám (Plurilingual education) Þess  má  geta  að  Sigurborg  Jónsdóttir,  formaður  STÍL, tekur þátt í að skipuleggja eitt af þessum verk- efnum sem ber nafnið „Language Associations and  Collaborative  Support“  (LACS).  Markmið  þessa  verkefnis  er  einmitt  að  styrkja  tengsl  tungumála- kennara við ENS í gegnum fagfélögin. Eins  og  fyrr  segir  gefst  íslenskum  tungumála- kennurum kostur á því að taka þátt í þessum verk- efnum og fara  í vinnustofur sem skipulagðar eru  í  tengslum við þau.  Nánari upplýsingar um nýju áætlunina og verk- efni sem falla undir hana má finna á vef ENS: www. ecml.at og eins geta áhugasamir  leitað  til undirrit- aðs: ems@hi.is eða Ragnhildar Zoëga: rz@hi.is.  Eyjólfur Már Sigurðsson Evrópska nýmálasetrið í Graz (ECML) Eyjólfur Már Sigurðsson Tungumálamiðstöð HÍ. Eyjólfur Már Sigurðsson

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.