Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 23

Málfríður - 15.10.2009, Blaðsíða 23
Norðlingaskóli er með yngri skólum landsins en hann er nú á sínu fimmta starfsári. Sjálf skólabygg­ ingin er ekki enn risin og fer kennsla því fram í bráðabirgðahúsum sem margir kennarar kannast við. Sumir kalla þá skúra en hjá okkur á Holtinu heita þeir skálar. Þeim hefur fjölgað með hverju árinu og eru nú vel á þriðja tug auk tengibygginga. Það má því segja að eftir því sem skólinn stækkar og starfið innan hans þróast eigi kennarar engra annarra kosta völ en að finna sífellt nýjar leiðir, bæði í kennslu og til þess einfaldlega að rata um skólann. Samkennsla Frá upphafi hefur samkennsla árganga tíðkast í Norðlingaskóla. Á stundum hafa allir árgangar frá fyrsta upp í tíunda bekk unnið saman en mest­ an part eru það tveir til þrír árgangar sem mynda námshópana: fyrsti og annar bekkur, þriðji og fjórði, fimmti til sjöundi og svo áttundi til tíundi. Eins og flestir kannast við sem reynt hafa samkennslu er afleiðingin gjarnan sú að styrkleikar og færni smitast milli nemenda í meira mæli en venjulegt er í hefð­ bundinni bekkjarkennslu. Þá auðveldar þetta einnig einstaklingsmiðun kennslunnar þar sem hver nem­ andi glímir við verkefni við hæfi í stað þess að fylgja jafnöldrum sínum. Þannig er það til dæmis ekki óalgengt í enskunámi áttundu bekkinga að nem­ endur séu að vinna með allt að fimm mismunandi kennslubækur, allt frá Portfolio upp í New Matrix Intermediate. Þá stuðlar það einnig að einstakling­ smiðun að nemendur hafa mikið að segja um eigin námshraða. Einu sinni í viku hitta allir nemendur sinn umsjónarkennara og gera með honum áform um vinnu vikunnar framundan. Áformin eru skráð í þar til gerða bók sem er nokkurs konar grunngagn sem heldur utan um námsferil nemandans og er afar mikilvægt hjálpartæki fyrir foreldra sem vilja fylgj­ ast með framvindunni. Smiðjur Árgangablöndun er þó mest í þeim kennslulotum sem nefnast á norðlingsku, smiðjur, en það eru þverfaglegar, þemaskotnar kennslulotur með mikilli aldursblöndun. Fimmtungi vikulegs kennslutíma er varið í smiðjur, nánar tiltekið tveimur, sjötíu mín­ útna kennslulotum á miðvikudögum og öðru eins á fimmtudögum. Kennsluárinu í Norðlingaskóla er skipt í fimm smiðjutímabil sem hvert er á bilinu 4–7 vikur auk þess sem skemmri smiðjutímabil eru sett á dagskrá fyrir jólin og að vori. Smiðjur veita nemendum tækifæri til að nálgast námsefnið á fjöl­ breyttan hátt og fer mikil undirbúningsvinna í það á haustin að skilgreina hvaða námsmarkmiðum skal náð í smiðjum á hverju tímabili. Þannig getur ein smiðja náð yfir námsmarkmið í mörgum náms­ greinum samtímis og eru til dæmis uppi áform um það í unglingadeild að í vetur verði samþætt nám í stjörnufræði og ensku á einu smiðjutímabilinu. Þá er lögð á það mikil áhersla að samþætta námið í smiðj­ um við list­ og verkgreinar sem aftur gefur færi á fjölbreyttri nálgun. Smiðjur eru eitt þeirra þróun­ arverkefna sem Norðlingaskóli vinnur að en að öðru slíku verður vikið síðar. Áhugasvið Áhugasvið kallast kennslulotur sem eru einu sinni í viku hjá öllum aldurshópum. Tilgangurinn með áhugasviðinu er að gefa nemendum færi á að vinna með sínar sterku hliðar og leyfa þeim að njóta sín. Nemendur gera áhugasviðssamning við kennara þar Björn Gunnlaugsson, ensku­ kennari í Norðlingaskóla. MÁLFRÍÐUR 23 Björn Gunnlaugsson. Nýjar leiðir í Norðlingaholti

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.