Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 9

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 9
Tungumál heimsins eru ein helsta staðfesting þess að  við erum manneskjur. Það flókna samskiptaform sem  tungumálið  er  skilur  okkur  hvað  skýrast  frá  öðrum  lífverum  merkurinnar.  Mannveran  hefur  verið  ósköp  aum, lítil og veikbyggð á forsögulegum tíma. Það sem  hefur síðan gert hana að drottnara jarðarinnar til góðs  eða  ills,  látum  það  liggja  á  milli  hluta,  eru  vitsmunir  hennar.  En  þessir  vitsmunir  næðu  ekki  langt  ef  með  þessari veikbyggðu veru hefði ekki þroskast hæfileiki  til samvinnu og að tjá sig sín í milli með mjög nákvæm­ um og flóknum hætti, með tungumálinu. Þegar mann­ eskjan  breiddi  úr  sér  yfir  jörðina  og  lærði  að  lifa  við  hinar  ólíkustu  aðstæður,  allt  frá  ís  norðurhjarans  til  eyðimarka  miðjarðarhitans,  þróuðust  með  henni  hin  margbreytilegustu tungumál sem hafa þjónað ólíkum  menningarheimum.  Rétt  eins  og  gróður  jarðar  hefur  öðlast allan sinn fjölbreytileika vegna ólíkra aðstæðna,  rétt  eins  og  dýrategundirnar  hafa  öðlast  allan  sinn  dásamlega  margbreytileika,  eins  er  það  með  tungu­ málin.  Tungumálin,  sem  eru  hljóðfæri  og  birtingar­ form  hástigs  þróunarinnar,  þ.e.  hugsunar  mannsins,  MENNINGARINNAR,  þau  hafa  þróast  við  óendan­ lega fjölbreytileika vegna ólíkra aðstæðna.  En nú eru veður válynd. Við höfum verið að horfa  undanfarnar  vikur  á  heimildarþátt  í  sjónvarpinu  unnum  af  enska  leikaranum  Stephen  Fry  og  félaga  hans  um  dýrategundir  í  útrýmingarhættu.  Eins  og  þátturinn er áhugaverður og skemmtilegur er hann um  leið nokkuð tregablandinn. Það fyllir mann depurð að  horfa á einstakar og áhugaverðar lífverur, sem maður  veit, á sama tíma, að geta verið síðustu eintökin á jörð­ inni og innan fárra ára verði þessi dýrategund útdauð.  Og  hvað  veldur? Ágengni  mannsins,  eða  öllu  heldur  ágengni neyslumenningarinnar. Hin vestræna neyslu­ menning  vill  og  hamast  við  að  gleypa  allt  undir  sig.  Staðlar allt og alla. Hún leitast við að brjóta náttúruna  undir sig og móta alla  jörðina að sinni neysluhyggju.  Dýrategundir  hverfa,  heilu  frumskógarnir  hverfa.  Menningarsamfélög  annarra  gerða  hverfa  og  tungu­ mál þeirra með.  Alþjóðahyggja  neyslusamfélagsins  ógnar  sífellt  meira  sjálfstæði  fjölbreyttrar  menningarflóru  heims­ byggðarinnar og þá um  leið þjóðtungum hinna ólíku  hópa. Tungumálin eru hljóðfæri og það er náttúra hljóð­ færa að geta af sér ólíka tónlist, hljómfall og tónlistar­ menn, sem geta ekki tjáð sig á hvaða hljóðfæri sem er.  Hin fullkomnustu og takmarkalausustu „instrument,”  eins og píanóið/slagharpan eru allra góðra gjalda verð,  en ég er hræddur um að okkur þætti tónlistin fátækari  og  innihaldsminni  ef  hljómborðið  væri  það  eina  sem  allur fjöldinn kysi sér til að spila á.  Tungumál smærri málsamfélaga eiga sífellt í baráttu  fyrir  tilverurétti  sínum.  Þó  eru  þau  í  mjög  misjafnri  stöðu. Sum eru sterk og full af innra þrótti. Eru jafnvel  undirstaðan í sjálfstæði og sjálfsvitund smáþjóða, eins  og okkar. Eiga sér ríka bókmenntahefð  í  fortíðinni og  gróskumikla sköpun í nútíðinni. Önnur eru tungur samfélaga, með veika sjálfsmynd,  og  í  uppgjöf  fyrir  stærri  málsamfélögum.  Samt  geta  þau  verið  hljóðfæri  mikilvægra  menningarverðmæta  sem hyrfu ef þessi málsamfélög hyrfu. Því er það mjög  mikils virði, rétt eins og efling þess fágæta í náttúrunni,  að efla þau og styrkja. Sem betur fer er alþjóðasamfé­ lagið að gera sér þetta æ betur ljóst. Það var því vel við  hæfi  að  Vigdís  Finnbogadótir  var  skipuð  sendiherra  tungumála hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu eftir að  hún lét af embætti forseta Íslands. Tungumálið  okkar,  íslenskan,  er  e.t.v.  okkar  helstu  menningarverðmæti  og  lykillinn  að  sérstöðu  okkar  sem  þjóðar  meðal  þjóða.  Við  höfum  margra  aldra  reynslu af að hyggja að tungunni, gerð hennar, rótum  og notkunarmöguleikum.  Minjar um sögu og sjálfsmynd þjóða liggja oft í sýni­ legum  verðmætum,  höggmyndum,  málverkum,  hús­ búnaði, mannvirkjum, köstulum, brúm, heilu borgun­ um. En því er ekki fyrir að fara hér á gamla Fróni. Við  getum  ekki  gengið  um  með  erlendum  gestum  okkar  og sýnt þeim með stolti byggingar frá miðöldum, mál­ verk  endurreisnarinnar,  borðbúnað  úr  Versalahöllum  o.s.frv.  En  við  eigum  okkar  söguminjar  inni  í  hug­ sýnum þeim, sem tungumálið gefur okkur. Við eigum  okkar  stórbyggingar  í  Íslendingasögunum,  undur­ falleg  málverk  í  ljóðamyndum  allra  alda,  Völuspá,  Lilju, Passíusálmunum, Jónasi, Leirulækjar­Fúsa, Æra­ Tobba, Halldóri, Þórbergi, Megasi og öllum hinum. Þó  að íslenskan sé örtungumál þá hefur hún sterka stöðu  MÁLFRÍÐUR 9 Ræða flutt á Evrópska tungu- máladeginum 26. september á stofnfundi Vina Vigdísar- stofnunar. Kjartan Ragnarsson, leikstjóri. Hvers vegna er Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur mikilvæg?

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.