Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 18

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 18
Dagana  19.  júlí  til  1.  ágúst  síðastliðinn  fóru  fram  Ólympíuleikarnir  í  þýsku  í  Hamborg  í  Þýskalandi.  Þátttakendur  á  leikunum  voru  um  90  þýskunemar  hvaðanæva úr heiminum. Frá hverju landi komu yfir­ leitt  tveir  nemendur  og  einn  kennari.  Nemendurnir  höfðu  flestir  fengið  aðgang  að  leikunum  með  því  að  fara í gegnum ákveðið forval í heimalandi sínu. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgja Brynjari  Guðlaugssyni  úr  Menntaskólanum  í  Kópavogi  og  Erlu  Maríu  Árnadóttur  úr  Fjölbrautaskólanum  í  Garðabæ  til  Hamborgar.  Á  flugvellinum  í  Hamborg  tóku nokkrir af umsjónarmönnum nemendahópsins á  móti  okkur  og  fylgdu  Brynjari  og  Erlu  Maríu  á  far­ fuglaheimilið sem átti eftir að vera íverustaður þeirra  næstu tvær vikurnar. Ég hélt á hótelið sem allir kenn­ ararnir gistu á. Áður en Ólympíuleikarnir hófust tóku nemendurnir  próf þar sem hlustunar­ og lesskilningur var kannaður.  Síðan  var  nemendum  skipt  í  hópa  samkvæmt  getu.  Miðað var við A2, B2 og C1 skiptingu samkvæmt evr­ ópska  tungumálarammanum.  Keppnin  var  í  tveimur  hlutum. Annars vegar var það skriflegur hluti þar sem  hver nemandi skrifaði grein á þýsku um ákveðið þema  og bjó svo til veggspjald. Hins vegar var um að ræða  munnlegan hluta þar sem fjórir nemendur  frá  fjórum  löndum unnu saman í hóp. Hver hópur undirbjó um  15 mínútna kynningu á ákveðnu þema. Flestir hóparn­ ir voru með leikþátt sem þeir fluttu fyrir dómnefndina  og nokkra fleiri áhorfendur. Nemendurnir  gerðu  margt  fleira  en  að  keppa  í  þýsku.  Þau  fóru  til  dæmis  í  siglingu  um  höfnina  í  Hamborg,  sem  er  næst  stærsta  höfn  í  Evrópu,  ýmsar  skoðunarferðir  um  borgina,  heimsóttu  fjölmörg  söfn,  fóru í leikhús, dagsferð til Lübeck og Ratzeburg og svo  mætti lengi telja. Okkur kennurunum, 41 að tölu, var skipt í tvo hópa.  Aðalumsjónarmenn míns hóps voru Birgit Oelschläger  og Nathalie Vogelwiesche. Yfirskrift námskeiðsins var  Landeskunde Hamburg aktuell  og  var  dagskráin  þessar  tvær vikur þéttskipuð og áhugaverð. Fyrri vikan ein­ kenndist  fyrst  og  fremst  af  ýmsum  skoðunarferðum.  Fyrsta námskeiðsdaginn var farið í rútuferð um nokkra  borgarhluta í miklum hita. Við sáum til dæmis gamlar  byggingar, þröngar götur og virtum fyrir okkur þekkt  kennileiti,  t.d. St. Michaelis kirkjuna. Um kvöldið var  sameiginlegur  kvöldverður  með  þýskunemunum  á  farfuglaheimilinu.  Á degi tvö lærðum við um ýmsa möguleika stöðva­ vinnu og fræddumst um Ólympíuleikana í þýsku. Eftir  hádegi  var  gengið  um  miðbæinn  og  endað  niður  við  höfn þar sem við skoðuðum gömul og merkileg göng  sem liggja undir ána Elbe.  Á  miðvikudagskvöldinu  gengum  við  um  St.  Pauli  og Reeperbahn. Í þessu litríka hverfi stigu Bítlarnir sín  fyrstu  frægðarspor.  Þarna eru  leikhús,  skemmtistaðir,  næturklúbbar og sumsstaðar mátti sjá gleðikonur bíða  eftir  viðskiptavinum.  Það  er  óhætt  að  segja  að  unga  konan úr íslenskri sveit hafi oft rekið upp stór augu á  þessari kvöldgöngu. Á  sunnudeginum  var  farið  í  útsýnisferð  til  Lübeck  sem er skammt norðaustur af Hamborg. Íbúar í Lübeck  eru um 200.000. Áin Trave umlykur gamla bæinn þar  sem  mikið  er  af  gömlum,  fallegum  húsum  og  blóm­ legum  bakgörðum.  Nóbelsverðlaunahafinn  og  rithöf­ undurinn  Thomas  Mann  bjó  í  Lübeck  og  skoðuðum  við merkilegt safn um Mann­ fjölskylduna. Seinni  námskeiðsvikan  einkenndist  einkum  af  lærdómi um ýmsar kennsluaðferðir og  fleira  sem við  kemur  tungumálakennslu.  Má  þar  nefna  orðaforða­ vinnu, skapandi skrif,  leiklist,  fjölmenningu og  fleira.  Einnig var okkur skipt upp í smærri hópa og átti hver  18 MÁLFRÍÐUR Ólympíuleikarnir í þýsku 2010 og kennaranámskeið – Í ráðhúsinu í Hamborg, f.v. Erla María úr FG, greinarhöfundur og Brynjar úr MK – Hluti af þýskukennurunum ásamt umsjónar- mönnum.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.