Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 22

Málfríður - 15.10.2010, Blaðsíða 22
Nám í frönskum fræðum við Háskóla Íslands veitir  nemendum þekkingu á franskri tungu, bókmenntum,  menningu,  sögu  og  þjóðlífi  hins  frönskumælandi  heims.  Í  nútímaþjóðfélagi  –  þar  sem  alþjóðlegt  sam­ starf  og  margvísleg  tengsl  við  umheiminn  fara  sífellt  vaxandi  –  skiptir  góð  færni  í  tungumálum  og  menn­ ingarlæsi miklu máli. Franskan getur einnig verið lyk­ ill  að  framtíðarstarfi  á  sviði  viðskipta,  ferðaþjónustu,  fjölmiðlunar,  stjórnmála,  kennslu  og  vísinda,  sem  og  við  þýðingar,  túlkun  og  ýmis  menningartengd  mál­ efni. Loks getur nám í frönskum fræðum verið undir­ staða fyrir nám eða framhaldsnám í öðrum greinum í  frönskumælandi löndum.  Að  loknu BA­námi  í  frönskum fræðum er hægt að  sækja  framhaldsnám  í  öðrum  greinum,  s.s.  þýðinga­ fræði, menningarfræði, heimspeki, sagnfræði, alþjóða­ samskiptum,  almennri  bókmenntafræði  og  hagnýtri  menningarmiðlun.  Í  frönskum  fræðum  er  boðið  upp  á  þrenns  konar  meistaranám:  M.A­nám  í  frönskum  fræðum;  M.A.­nám  í  frönskukennslu;  og  M.A.­nám  í  þýðingarfræðum,  nytjaþýðingum  og  ráðstefnutúlkun  með áherslu á frönsku.  Eins  og  Gauti  Kristmannsson,  dósent  við  HÍ,  hefur  bent  á,  skiptir  tungumálakennsla  á  háskólastigi  æ  meira máli í tengslum við stofnanasamstarf Íslands við  Evrópusambandið gegnum EES og Schengen­samstarfið  og hugsanlega aðild að sambandinu. Þar má t.d. nefna  möguleika  á  sviði  túlkunar.  Segja  má  að  þýðingar  og  túlkun  á  þremur  meginsviðum  í  Evrópusamstarfinu  þjóni  þremur  öryggisþáttum  lýðræðisríkisins:  hinum  lagalega, réttarfarslega og hinum pólitíska. Túlkur þarf  að  búa  yfir  afbragðskunnáttu  á  eigin  tungu  ásamt  að  minnsta kosti tveimur öðrum tungumálum. Tuttugu og  þrjú opinber tungumál eru innan Evrópusambandsins  og hægt er að óska eftir túlkum fyrir öll málin. Það er  því ekki nóg að kunna aðeins ensku: Stjórnmálamenn  og embættismenn nota oft móðurmál sitt þegar staðið  er í samningaviðræðum eða pólitískum umræðum.  Án menningararfs síns og tungu hefðu Íslendingar átt  miklum mun erfiðara með að öðlast stöðu sjálfstæðs ríkis.  En þjóðtungur skipta ekki aðeins smáþjóðir miklu máli.  Málrækt Frakka má  rekja aftur  til  Sjöstjörnuskáldanna  frægu á sextándu öld og Frönsku akademíunnar á þeirri  sautjándu.  Málstefna  í  Evrópuríkjum  hefur  á  undan­ förnum árum tekið vaxandi mið af  tungumálakennslu  og  fjöltyngi  borgaranna.  Rannsóknir  hafa  sýnt  fram  á  að  það  er  ekki  einungis  menningarlega  mikilvægt  að  kunna erlend tungumál heldur kemur tungumálakunn­ átta sér vel  í stjórnmála­ og menningarsamskiptum og  viðskiptum.  Nám  í  frönsku  og  frönskum  fræðum  við  Háskóla Íslands þjónar því markmiði.  Franska hefur verið kennd við Háskóla  Íslands  frá því  skólinn var stofnaður árið 1911 og lengst allra tungumála  við  skólann. Greinin heldur því upp á 100 ára afmæli  sitt á aldarafmæli Háskóla  Íslands. Haldið verður mál­ þing um gildi og mikilvægi frönskunnar í samtímanum í  marsmánuði 2011 í tilefni af þessum tímamótum. Áhugi  á  Frakklandi  og  franskri  menningu  hefur  aukist  hér  á  landi og  til marks um það má nefna að nýnemum í  frönskum fræðum við Háskóla Íslands fjölgaði um 161%  árið 2010 samanborið við árið áður. Heiti námsbrautar­ innar var breytt fyrr á árinu og er nafnbreytingunni ætlað  að leggja áherslu á fjölbreytt eðli námsins. Tungumálið er  veigamikil stoð í náminu, en það felst ekki síður í fleiru  sem  lýtur  að  franskri  og/eða  menningu  frönskumæl­ andi, bókmenntum, heimspeki, sögu og samtímapólitík.  Tungumálið og menningin fara þannig saman í náminu.  Það er hefð fyrir því erlendis að kalla frönskudeildir við  háskóla French Studies eða Études Françaises til að leggja  áherslu á fjölþætta og fræðilega uppbyggingu námsins. Frakkland er leiðandi ríki á alþjóðavettvangi en það er  helsti drifkraftur Evrópusambandsins, ásamt Þýskalandi,  og  á  sæti  í  öryggisráði  Sameinuðu  þjóðanna.  Franska  gegnir  einnig  mikilvægu  hlutverki  í  Evrópusamstarfi  Íslands  á  stjórnmála­,  viðskipta­  og  menningarsviði.  Franska  hefur  verið  eitt  mikilvægasta  málið  í  alþjóða­ samskiptum frá því á 17. öld og er opinbert mál í helstu  alþjóðastofnunum. Hún er ásamt ensku og þýsku vinnu­ mál (langue de travail) hjá Evrópusambandinu og eitt sex  opinberra  tungumála  hjá  Sameinuðu  þjóðunum.  Fyrir  utan Frakkland er franska opinbert tungumál í Belgíu,  Sviss,  Lúxemborg,  Québec­fylki  í  Kanada,  Martiník,  Gvadelúpeyjum, Frönsku Gvæjana, Máritaníu, Senegal,  Kamerún,  Réunion,  Frönsku  Pólýnesíu  og  Nýju­ Kaledóníu. Þá er  franskan  forgangstungumál  í mennt­ un (langue d’enseignement privilégiée)  í  fjölmörgum fyrr­ verandi nýlendum Frakklands í Afríku, Asíu, Eyjaálfu,  Kyrrahafi og Karíbahafinu, sem og í öðrum löndum sem  aldrei hafa verið undir stjórn Frakka. 22 MÁLFRÍÐUR Irma Erlingsdóttir er lektor í frönskum fræðum við Háskóla Íslands. Irma Erlingsdóttir. Frönsk fræði við Háskóla Íslands, Evrópa og alþjóðasamstarf

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.