Málfríður - 15.10.2011, Blaðsíða 11

Málfríður - 15.10.2011, Blaðsíða 11
1. Inngangur Grein þessi er innlegg í umræðu um fjarkennslu og tölvustutt tungumálanám.1 Henni er ætlað að koma á framfæri reynslu af fjarkennslu í tungumálum og vangaveltum um ávinning, leiðir til að virkja nemend- ur og hvernig hægt er að skapa nánd milli nemenda innbyrðis og milli kennara og einstakra nemenda. Hér verður fjallað um tölvustutt tungumálanám í fjarkennslu í tengslum við þrjú námskeið í dönsku við Háskóla Íslands og eftirfarandi spurningar hafðar til hliðsjónar: Hver er reynslan af þessum námskeiðum? Hver hefur notið góðs af þeim og í hvaða skilningi? Hafa námskeiðin skilað því sem þeim var ætlað? Hvaða form hentar best og hversu mikið má umfangið vera? Undirrituð var meðal þeirra kennara sem inn- leiddu og hófu tölvustudda tungumálakennslu í Menntaskólanum í Kópavogi um aldamótin og hafði því talsverða reynslu þegar hún hóf störf sem aðjunkt í dönsku við Háskóla Íslands sama haust og fyrstu skref í fjarkennslu í greininni voru stigin þar. 2. Tölvustutt tungumálanám Fjarkennsla hefur tíðkast lengi og til eru heimildir um skipulagðan bréfaskóla frá 18. öld.2 Í slíkum bréfa- skólum voru námsefni, útskýringar og verkefni send til nemenda í pósti og þeir sendu lausnir til baka með sama hætti. Á tíunda áratug síðustu aldar hófst tölvu- vædd fjarkennsla sem var í raun rafrænn bréfaskóli þar sem tölvupóstur var notaður í stað hefðbundins bréf- 1 Tölvustutt tungumálanám (e. CALL, computer-assisted language learn- ing) á við það þegar tölvur eru notaðar við kennslu, hvort sem er í staðbundnu námi eða fjarnámi. 2 Haukur Ágústsson, 2000. „Fjarkennsla“, Vefur Verkmenntaskólans á Akureyri. http://www. vma.is/fjarkennsla/page/o_inngangur [sótt 10. maí 2009]. Dæmið sem Haukur nefnir er frá Bandaríkjunum. pósts. Framan af var varla gert ráð fyrir að nemendur notuðu netið til annars en póstsendinga en um alda- mótin síðustu varð vinsælt að útbúa svokallaða vef- leiðangra í kringum verkefni. Þegar gagnvirkni kom til sögunnar snerist hún að mestu um afmörkuð próf þar sem nemendur gátu séð árangur sinn samstundis og þegar námsumsjónarkerfi3 komu til sögunnar var hægt að tengja prófin rafrænni einkunnabók þar sem árangri nemenda var haldið til haga og hann veginn inn í lokaeinkunn. Iðulega voru prófin annaðhvort byggð á spurningum úr lesnum texta eða hrein mál- fræðipróf, ýmist eyðufyllingar eða fjölvalsspurningar. Í Menntaskólanum í Kópavogi hófst þessi þróun árið 2000 með notkun WebCT í fjarkennslu í dönsku í Ferðamálaskólanum í samvinnu og samráði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hlustun og tal rúm- uðust ekki innan rammans en notast var við síma og snældur til að sinna þeim þáttum. Markviss þróun hófst haustið 2000 með svokallaðri Almennri braut II þar sem stefnan var sett á pappírslaust nám og öll námsgögn sett í kennslukerfi. Næstu ár voru stigin mörg skref í sömu átt í öðrum dönskuáföngum og fleiri námsgreinum og nú eru flestir áfangar skólans tölvu- studdir. Með þróun tölvu- og netstuddrar kennslu í Menntaskólanum í Kópavogi fannst kennurum oft vanta kennslufræði sem næði utan um þessa þróun og sýn á þá möguleika sem tæknin bauð upp á. Margt þurfti að hugsa upp á nýtt, t.d. nálgun við nemendur, notendavænt og skilvirkt viðmót og leiðir til þjálfunar allra færniþátta. Ótal spurningar vöknuðu: Áttu verk- efni að vera „kennandi“ eða „metandi“ og hvað væri hæfileg endurgjöf í hverju tilviki fyrir sig? Hvernig átti að skapa umhverfi fyrir samvinnu nemenda, samskipti þeirra, sjálfstæði, frumkvæði og ábyrgð á eigin námi? Og hvernig mátti nýta möguleika tækninnar án þess að kennslan yrði of vélræn? Eitt af því sem reynt var og gafst vel var að útbúa tveggja vikna kennslupakka þar sem nemendur unnu sjálfstætt í litlum hópum og skipulögðu sjálfir sam- vinnu, nálgun við mismunandi þætti heildarverksins og verkaskiptingu sem fór oft eftir styrkleika og áhuga- sviði hvers og eins innan hópsins. Nemendur skiptust gjarnan í þrjá flokka, þá sem unnu sjálfstætt og fóru 3 WebCT, MySchool og Angel eru dæmi um námsumsjónarkerfi (e. LMS, learning management system) sem mikið eru notuð í skólum á Íslandi. MÁLFRÍÐUR 11 Að finna upp hjólið – byltingin felst ekki í hugmyndinni heldur í útfærslunni Um þrjú fjarnámskeið í dönsku við Háskóla Íslands Þórhildur Oddsdóttir er aðjunkt við Háskóla Íslands Þórhildur Oddsdóttir.

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.