Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 4

Málfríður - 15.10.2012, Blaðsíða 4
Í þessari grein verður fjallað um helstu breytingar á fyrirliggjandi drögum að nýrri námskrá miðað við þá námskrá sem nú er í gildi . Þessar breytingar snúa bæði að ytra skipulagi og innri gerð námskrárinnar . Rætt verður um áhersluatriði eins og þau birtast í hæfnivið- miðum, kennsluhætti sem stuðla að því að nemendur nái hæfniviðmiðum, svo og nýja nálgun í námsmati . Sameiginleg námskrá Nú er í fyrsta sinn sameiginleg námskrá fyrir erlendu tungumálin í grunnskólanum og er það í takti við núgildandi námskrá framhaldsskólans fyrir erlend tungumál sem er einnig sameiginleg fyrir öll tungu- mál á því skólastigi . Kennslustundafjöldi hefur verið aukinn nokkuð og fer í einn pott samanber viðmið- unarstundaskrár hér fyrir neðan . Það kemur því í hlut hvers skóla að ákveða hvernig tíminn skiptist milli dönsku eða annarra Norðurlandamála annars vegar og ensku hins vegar . Með þessu eykst frelsi til að skipuleggja tungumálakennsluna á sveigjanlegri máta . Heyrst hafa raddir sem hafa áhyggjur af því að danskan verði undir, en nú verður sá möguleiki fyrir hendi að dönskukennsla geti hafist fyrr en nú er, en enska verður eftir sem áður fyrsta erlenda málið . Síðan má geta þess að til stúdentsprófs er krafist tiltekinnar hæfni í dönsku, þannig að grunnskólinn þarf að standa vel að undirbúningi nemenda sem stefna á þannig nám . Sameiginlegir þættir fyrir öll námssvið Eitt af því sem er nýtt er að öll námssvið eiga að falla að grunnþáttum menntunar sem eru skilgreindir í almenna hluta aðalnámskrárinnar . Þessir þættir eru einnig lagðir til grundvallar í námskrám leik- og fram- haldsskóla . Grunnþættirnir eru: • Læsi • Sjálfbærni • Heilbrigði og velferð • Lýðræði og mannréttindi • Jafnrétti • Sköpun Þessa grunnþætti er mikilvægt að flétta inn í við- fangsefni og skipulag tungumálanáms og þeir eru vel til þess fallnir að dýpka skilning nemenda á þessum mikilvægu þáttum og auka víðsýni þeirra . Að auki eru þættirnir læsi, sköpun og lýðræði samofnir náms- ferlinu sjálfu eins og sjá má i hæfniviðmiðunum . Heildartími í 1 .-4 . bekk Mínútur á viku Heildartími í 5 .-7 . bekk Mínútur á viku Heildartími í 8 .-10 . bekk Mínútur á viku Viðmiðunarstundaskrá í núgildandi námskrá Enska 40 240 400 Danska 120 440 Viðmiðunarstundskrá í drögum að nýrri námskrá Erlend tungumál; enska,danska/ önnur Norðurlandamál 80 460 840 Hér sést að aukningin í tímafjölda er mest í 5 .-7 . bekk, næst mest í 1 .-4 . bekk, en óbreytt í 8 .-10 . bekk . Þar með opnast sá möguleiki að hefja dönskukennslu fyrr en verið hefur . Í eftirfarandi töflum má sjá samanburð á viðmiðunarstundaskrám: Auður Torfadóttir og Brynhildur A. Ragnarsdóttir voru í starfshópi við gerð námskrár í erlendum tungumálum fyrir grunnskólann. 4 MÁLFRÍÐUR Auður Torfadóttir Ný námskrá í erlendum tungumálum fyrir grunnskólann Tungumál sem lifandi verkfæri til framtíðar Brynhildur Anna Ragnarsdóttir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.