Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 14

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 14
Ólafur: Það eru ýmis vandamál við framkvæmdina. Þar er gert ráð fyrir jákvæðni og frumkvæði nemenda og að þeir stjórni sjálfir námi sínu. Hvernig á að koma því að? Betri undirstaða í framhaldsskóla Pétur: Framar öllu kemur upp vandamál fyrir fram- haldsskólann. Hvaða kröfur getur hann gert til nem- enda sem koma inn? Þegar við í MS byrjuðum að semja drög að námskrá samkvæmt námskrá framhaldsskóla 2011 var okkur sagt að sleppa DAN103 og ENS103 enda eru lýsingar á lokamarkmiðum í greinunum fyrir grunnskóla síðan 2005 nokkurn veginn þær sem eru þar. Hins vegar er allt skýrara með námskrá grunn- skóla 2013. Ármann: En var ekki lagt fé til þróunarvinnu í framhaldi af breytingunum 2005? Hildur: Við höfum fengið nýtt námsefni smám saman. Það byrj- aði fyrir fjórum árum. Og það er meira krefjandi. Við höfum fengið mjög gott námsefni undanfarið í nánast öllum árgöngum og það er mjög hvetjandi og kennaravænt námsefni sem hentar öllum nem- endum, óháð bakgrunni. Pétur: Og við finnum það í framhaldsskóla. Æ fleiri í 1. bekk hjá okkur gætu í raun sleppt byrjunaráfanganum, tel ég. Ólafur: Það hafa líka verið breytingar í ensku. Við byrj- uðum seint hjá okkur, í haust en efnið hefur verið til áður. Og þar eru efnismeiri textar og minna um mál- fræði sem er ekki með í nýju markmiðunum. Ármann: Ég get ekki sagt að ég hafi fundið róttækan mun. Það er hæg og róleg stígandi í getu nemenda og við gerum orðið meiri kröfur á fyrsta ári. Við eigum að fá frekar sterka nemendur en breiddin er gífurleg og það skapar mikinn vanda þegar allir eru saman í bekk. Enska er sérkennileg grein að því leyti að nemendur sækja sér svo mikla hæfni utan frá. Ólafur: Já, ég er með nokkra alveg ótrúlega öfluga nemendur í ensku, en ég get því miður ekki eignað skólanum heiðurinn af því nema að litlu leyti. – Hjá okkur er þrepaskipt kennsla, hægferð, miðferð og hraðferð. Ármann: Hjá okkur er ekki þrepaskipt en einhverjir Ármann Halldórsson . Undanfarið hafa komið út nýjar aðalnámskrár fyrir framhaldsskóla og grunnskóla sem hrófla við mörk­ unum milli skólastiganna. Um leið birtast í þeim skýrari og viðtækari viðmið um hæfni. Þetta snertir einkum ensku og dönsku því að enska og danska eru kennd bæði í grunnskóla og framhaldsskóla. Málfríður bað fjóra kennara um að ræða þessi mál. Þetta eru Hildur Viggósdóttir, dönskukennari í Garðaskóla, Guðrún Sigríður Sævarsdóttir, dönsku­ kennari í Tækniskólanum í Reykjavík, Ólafur Jóns­ son, enskukennari í Réttarholtsskóla, og Ármann Halldórsson, enskukennari í Verzlunarskóla Íslands. Tímaramminn í grunnskóla Hildur: Nú er bara tungumálakvóti, nú er engin aðgreining í tímarammanum milli ensku og dönsku lengur og við höfum ekki verið sáttir við það, dönsku- kennarar. Við óttumst að lögð verði meira áhersla á ensku. Hingað til hafa verið jafnmargir tímar fyrir ensku og dönsku, en nú verður það geðþóttaákvörðun. Enska hefur byrjað fyrr. Ólafur: Í mínum skóla er jöfnun en það merkir að við kennum ensku færri tíma á viku, t.d. í 9. bekk. Reyndar kennum við bara 8., 9. og 10. bekk, tökum við af öðrum skólum. Hildur: Hjá okkur er verið að skoða það að minnka hlut dönsku. Ármann: Nú er ætlast til þess að grunnskólinn sjái um það sem hét áður enska 103 og danska 103. Er þessi aukni tímafjöldi liður í því? Hildur: Já, það kom mér verulega á óvart þegar ég sá kröfurnar í námskránni 2013 að gert var ráð fyrir að þeir útskrifist í dönsku (og ensku) með miklu meiri þekkingu en við höfðum ímyndað okkur. 14 MÁLFRÍÐUR Pétur Rasmussen, dönskukennari við Menntaskólann við Sund Pétur Rasmussen Matsaðferðir: Nýjar námskrár í grunnskóla og framhaldsskóla Umræður dönsku- og enskukennara um nýjar námskrár og mörkin milli skólastiga

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.