Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 18

Málfríður - 01.10.2013, Blaðsíða 18
15. heimsþing þýskukennara var haldið í Bozen á Ítalíu 29. júlí til 3. ágúst síðastliðið sumar. Þetta var í fyrsta skipti sem þingið hefur verið haldið á Ítalíu. Bozen (Bolzano á ítölsku) er höfuðborg Suður-Tíról í nyrsta hluta Ítalíu. Það hérað tilheyrði áður Austurríska keisaraveldinu og var innlimað í Ítalíu eftir fyrri heim- styrjöldina. Stór hluti íbúa Suður-Tíról á ættir sínar að rekja til Austurríkis og talar þýsku. Í Bozen eru þó flestir sem tala ítölsku að móðurmáli. Eftir seinni heimstyrj- öldina skipaði Mussolini fyrir um sérstakt átak til að gera borgina ítalskari en hún var, og á þeim tíma flutt- ist margt fólk úr öðrum héruðum Ítalíu til Bozen. Nú búa þar um 100 þúsund manns og er óhætt að segja að borgin litist af þessum tveimur menningarheimum úr suðri og norðri. Yfirskrift heimsþingsins var „Deutsch von innen, Deutsch von außen“ (þýskan frá öllum hliðum). Hátt í 2700 manns alls staðar að úr heiminum tóku þátt í þinginu. Í Alþjóðasamtökum þýskukennara eru þýskukennarafélög frá tæplega 90 löndum með alls um 250.000 félaga. Átta þýskukennarar frá Íslandi og tveir makar fóru á heimsþingið. Dagskrá þingsins samanstóð meðal annars af ýmsum erindum frá öllum heimshornum og umræðum um þýsku og þýskukennslu. Hægt var að taka þátt í vinnustofum þar sem þátttakendur fengu innsýn í margbreytilega þýskukennslu í skólum í Suður-Tíról. Fjölmargar bókaútgáfur voru með kynningarbása og kynntu nýtt og fjölbreytt efni á sviði þýskukennslu. Öll aðildafélög í Alþjóðasamtökum þýskukennara kynntu sig og sitt land. Félag þýzkukennara á Íslandi var þar engin undantekning. Aska úr Eyjafjallajökli, hraun- molar, íslenskt sælgæti, harðfiskur, myndir frá Íslandi og fleira vöktu forvitni gestanna og þótti okkur bara takast vel til. Einn dagurinn fór í ýmsar skipulagðar ferðir um Suður-Tíról og nágrenni. Þátttakendur gátu valið á milli fjölmargra ferða, t.d. til Feneyja, vínræktarhér- aða Suður-Tíról, Gardavatnsins, Veróna, Glurns sem er minnsta borg Alpanna, München, Innsbruck og Dólómítafjallanna sem eru einstök fjöll á heimsminja- skrá UNESCO. Íslendingarnir völdu sér mismunandi ferðir og voru allir mjög ánægðir með það sem fyrir augu bar, hver ferðin var annarri betri. Fulltrúaráðsfundur, þar sem öll aðildarfélög Alþjóðasamtaka þýskukennara geta átt sinn full- trúa, var haldinn fyrir og eftir heimsþingið. Þar fóru fram ýmis aðalfundarstörf. Stjórnina skipa nú Marianne Hepp for- maður (Ítalía), Alina Dorota Jarzabek varaformaður (Pól- land), Benjamin Hedzic gjald- keri (Bosnía – Herzegóvína), Geraldo de Carvalho Neto ritari (Brasilía) og Puneet Kaur aðal- ritari (Indland). Auk þess eru þrír sérfræðingar frá Austurríki, Sviss og Þýskalandi í stjórninni og eru þeir tilnefndir, en full- trúaráðsfundurinn kýs þá ekki. Á fundinum var meðal annars 18 MÁLFRÍÐUR Waltherplatz í miðbæ Bozen . Heimsþing þýskukennara í Bozen Áslaug Harðardóttir, þýsku­ kennari við Menntaskólann að Laugarvatni. Áslaug Harðardóttir

x

Málfríður

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.