Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 07.08.1997, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 7. ágúst 1997 Sælkeri vikunnar - Magnús og Sigrún Forréttur fyrir fjóra Þau Gylfi Sigur- jónsson og Erna Sævaldsdóttir, seni voru sælkerar síð- ustu viku, skoruðu á „Englendingana" Magnús Guð- mundsson og Sig-rúnu Ágústsdót- tur að taka við í þessari viku sem þau gera hér meö, nýkomin af þjóðhátíð. „Við þökkum þeim hjónum í Hrauntúninu, Gylfa (frænda Sigrúnar) og Ernu þernu (hans Gylfa) fyrir að minna okkur á að taka með okkur uppskriftabækumar í sumarfríið! Við hjónin ætlum að byrja á því að upplýsa lesendur Frétta um að „þynnkupylsurétturinn" sem kallinn á Eiginmaðurinn sat í rólegheitum í hægin- dastólnum einn morguninn, las blaðið sitt í rólegheitum og drakk kaffið sitt þegar eiginkonan læddist aftan að honum og lamdi hann í höfuðið með steikingarpönn- unni. BOING söng í hausnum á manninum. Eiginmaðurinn: „Hvers vegna gerðir þú þetta?" Eiginkonan: „Hvaða miði er þetta sem ég fann í vasanum þínu þar sem stendur skrif- að Marý?“ Eiginmaðurinn: „Elskan mín. Manstu ekki að fyrir tveimur vikum þegar ég fór á veðreiðarnar. Marý var einn af hestunum sem ég veðjaði á.“ Eiginkonan virtist sáttvið svarið og varð hálf skömmustuleg að hafa ekki áttað sig á þessu. Þremur dögum seinna sat maðurinn aftur í hægindastólnum með blaðið og kaffið þegar konan kom aftan a honum og lamdi hann í höfuðið með steikingarpönnunni. BOING söng aftur í hausnum. Eiginmaðurinn: „Hvers vegna varstu að þessu?“ Eiginkonan: „Hesturinn þinn er í simanum." Albert Einstein var boðinn í veislu og kynnti sig fyrir fyrsta manninum sem hann sá og spurði svo: „Hver er greindarvísitala þín?“ Og maðurinn svaraði: „241“. að elda eftir þjóðhátíð, var ekki eldaður af kallinum Gylfa Sigur- jónssyni sl. mánudag. Þetta er haft eftir mjög áreiðanlegum heimildum. Hvað um það, svo bregðast krosstré sem önnur tré. Gylfi og Erna fóru fram á logandi fondúrétl en þar sem uppskriftin er mjög leyndardómsfull og ekki á hvers manns færi að framkvæma þá eldamennsku. fyrir utan sóun á diskamottum, dúkum og eldvarna- teppum, ákváðum við að fara út í léttari rétt. Fokrkttur fyrir fjöra: I gul melóna kræklingar rækjur „Það er frábært," sagði Einstein. „Við getum þá rætt heimspekileg málefni og um ráðgátur alheims- ins. Við höfum greinilega margt að ræða.“ Næst hitti Albert konu og spurði hana hvað hún hefði í greindarvísitölu. „144,“ svaraði konan. „Það er meiriháttar," sagði Einstein. „Þá getum við rætt um pólitík og viðskipti. Við höfum margt sameiginlegt að ræða.“ Einstein hitti annan mann og spurði hann um greindarvísitöluna og fékk svarið 51. Og þá sagði Einstein: „Já, og þú ert alltaf í boltanum." Nýgifta parið skráði sig inn í gistiherbergi á bóndabýli langt uppi í sveit hjá eldri hjónum. í fimm daga kom nýgifta parið ekki út úr herberginu og voru gömlu hjónin farin að óttast um þau. Gamli maðurinn ákvað að banka á dyrnar hjá þeim og spurði hvort allt væriílagi. „Já, það er allt í lagi hjá okkur. Við lifum á ávöxtum ástarinnar." Þá sagði sá gamli: „Mér datt það í hug... en væruð þið ekki til í að henda ekki smokkunum út um gluggann því þeir eru að kæfa endurnar mínar.“ sýrður rjómi majones rjómi Áromat-krydd paprikuduft gráðostur svartur kavíar Melónan er skorin niður í sneiðar og kjaminn tjarlægður. Setjið tvær til þrjár sneiðar á hvem disk. Stráið síðan hnefafylli af rækjum yfir hvem disk og bæjið nokkrum kræklingum ofan á. Á þessum tímapunkti er tímabært að huga að sósunni. Hrært er saman 400 g af sýrðum sjóma og 4 msk. af majonesi. Þetta er bragðbætt með Aromati og paprikudufti. Sósunni er hellt yfir kræklingana og rækjumar eftir smekk. Að þessu loknu eru rifin niður 200 g af gráðosti og honum dreift yfir réttinn. Það skemmir ekki að strá smávegis af paprikudufti yfir toppinn á gráðostinum. Þetta er síðan geymt umdir plastfilmu í kæli í u.þ.b. fimm tíma. Áður en rétturinn er borinn fram er hann skreyttur með svörtum kavíar. Gott er að drekka ískalt Chablis hvítvín af árgerð 95 með réttinum. Við höfum ákveðið að skora á minn (Magnús) fyrrverandi sambýlismann, Þorstein Viktorsson og eiginkonu lians Díönnu Þyri Pálmadóttur að taka við í næstu viku. Þorsteinn var, ef við munum rétt, liðtækur í hakkréttum hér áður fyrr og ekki ónýtt ef hann kæmi með svo sem einn slíkan í næsta blaði. ORÐSPOR - ORÐSPOR Vonandí fer að ganga betur Kvennalið ÍBV í meist- araflokki knattspyrnu hefur átt erfitt uppdráttar á undan- förnum árum en í ár hefur rofað til. Liðið hefur verið að spila ágætlega á köflum en óheppnin hefur elt stúlkurnar og þær hafa verið að tapa leikjum sem þær hefðu átt að vinna með talsverðum mun, sé miðað við gang leiksins. Fréttir hafa verið með stjörnugjöf bæði í karla- og kven- naflokki og i kvennaflokki er Elena Einisdóttir langhæst. Hún er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Elena Einisdóttir. Fæðingardagur og ár? 18. ágúst 1978 Fæðingarstaður? Höfn í Hornafirði. Fjölskylduhagir? Bý enn í for- eldrahúsum. Menntun og starf? Nemi á náttúrufræðibraut og vinn í fsbúð. Laun? Fín. Helsti galli? Aðrirdæmaum það. Helsti kostur? Mjög ákveðin. Uppáhaldsmatur? Hrfsgrjón. Versti matur? Hafragrautur. Uppáhaldstónlist? Allt mögulegt. Hvar myndir þú vera ef þú yrðir fluga á vegg í einn dag? I bún- ingsklefanum hjá meistaraflokki karla ÍBV. Uppáhalds stjórnmálamaður? Guðmundur Þ.B. Ólafsson. Uppáhalds íþróttamaður? Eyjólfur Sverrisson. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? ÍBV. Hvert er eftirlætissjón- varpsefnið þitt? Melrose Place og Glæstar vonir. Hvaða sjónvarpsrás horfir þú mest á? Sky Movies eins og er. Uppáhaldsleikari? Meg Ryan. Uppáhaldskvikmynd? Engin sérstök. Uppáhaldsbók? Les aldrei bækur. Hver eru helstu áhugamál þín? Fótbolti. Hvað metur þú mest í fari annarra? Heiðarleika og stund- vísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvfsi. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Hvað ert þú búin að æfa knattspyrnu lengi? Frá því að ég var átta ára. Ertu sátt við gengi ykkar í sumar? Nei, við höfum ekki skorað nóg. í hvaða sæti lendið þið? Ég spáði fjórða sætinu þegar tíma- bilið byrjaði og held mig við það. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -ÍBV? Skemmtilegur hópur af stelpum. -Þjóðhátíð? Gaman. -Sigurlás Þorleifsson? Frábær þjálfari, ekki hægt að fá neinn betri. Eitthvað að lokum? Vonandi gengur okkur betur í næstu leikjum. Haft er ffrir satt ... að þjóðhátíðin hafi bara verið með betra móti í ár þótt heimafólk hafi verið í færra lagi. Margir eru á þeirri skoðun að Papar hafi stolið senunni í ár. Þeir náðu upp frábærri stemmn- ingu á litla danspallinum og var ansi margt um manninn á pallinum. Spurningin er hvort litli danspallurinn sé einfaldlega ekki orðinn of lítill og væri þjóðráð að stækka hann fyrir næstu þjóðhátíð. Stemmningin að morgni mánudags var þvílík á litla danspallinum að Papar voru að spila til kl. 7 um morguninn. Þá var geis- ladiskur Papanna spilaður og fólkið hélt bara áfram fjörinu. Veðrið var mjög gott í morgunsárið og brugðu margir á það ráð að kæla sig niður í tjörninni. Einn hljómsveitarmeðlima Papanna var með vídeóupptökuvél á sviðinu og náði þessu öllu á mynd- band og má búast við að það verði sýnt á Fjölsýn á næstunni! ... að tjörnin er ekki eins djúp og margir halda. Vitað er um a.m.k. tvo unga pilta sem hoppuðu af brúnni í tjörnina og fótbrotnuðu. ... að síðustu að komugestirnir á þjóðhátíð hafi farið heim í gær. Blaðamaður hitti fjóra pilta á þriðjudaginn sem höfðu fimm sinnum misst af Herjólfi! Þeir voru enn að skemmta sér í dalnum á mánudaginn þegar Herjólfur fór sína fyrstu ferð og svo sváfu þeir af sér hinar tvær ferð- irnar á mánudaginn. Það sama var uppi á teningnum á þriðjudaginn, þeir sváfu yfir sig í fyrri ferðina og héldu að seinni ferð Herjólfs væri klukkan fjögur. Þegar þeir komu á bryggjuna var Herjólfur á bak og burt enda fór skipið hálftíma fyrr! Eftir því sem næst verður komistfóru þeir með Herjólfi í gærmorgun, ekki nema þeir hafi sofið yfir sig. ... að ínnan íþróttahreyfingarinnar og reyndar magra þjóðhátíðargesta ríki gífurleg reiði, annars vegar í garð flutningsaðila sem hækkaði fargjaldið yfir þjóðhátíðina um 150 kr., og hins vegar í garð sjoppueigenda sem voru að smyrja aukaálagi á hamborgara og pylsuryfir þjóðhátíðina. Innan íþrótta- hreyfingarinnar finnst mönnum þetta orðið full langt gengið og vilja sjá eitt- hvað gert í málinu. ... að umfjöllun fjölmiðla um þjóðhátíðina í ár hafi bara verið þokka- leg að þessu sinni. Það eina mark- verða að mati fjölmiðla, sem þeir gátu slegið upp af einhverju viti, var þegar 400 þjóðhátíðargestir urðu stranda- glóþar á mánudeginn þar sem ekki viðraði til flugs. Reyndar þótti upp- sláttur DV á forsíðu um fíkniefni á útihátiðum ansi gúrkulegur. Af 30 fíkniefnamálum sem upp komu voru 20 á Halló Akureyri en minnihlutinn á þjóðhátíð. Mogginn fór rólegra í hlutina en stórkostleg mynd Sigur- geirs sagði meira en mörg orð. Gísli Óskarsson fréttaritari er alltaf undir smásjá Eyjamanna í sínum fréttaflutn- ingi frá þjóðhátið en hann þótti sýna góða takta í ár, alla vega sýndi hann líka jákvæðu hliðarnar á þjóðhátíð, fór í hústjöld og spjallaði við heimafólk o.s.frv. NýfOzddir Vcstmannaeyingar Stúlka Þann 3. ágúst. sl. eignuðust Elfa Dögg Omarsdóttir og Jóhann Ágúst Tórshamar stúlku. Hún vó 12,5 merkur og var 51 sm. Ljósmóðir: Ágústa Þ. Kristjánsdóttir. Stúlka Þann 2. ágúst sl. eignuðust Margrét Helgadóttir og Sigurður Oli Hauksson stúlku. Hún vó 13 merkur og var 49 sm. Systkinin Eyrún Eva og Ingi Rafn eru einnig á myndinni. Ljósmóðir:Ágústa Þ. Kristjánsdóttir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.