Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir - Eyjafréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttir - Eyjafréttir

						10
Fréttir
Fimmtudagur 30. október 1997
eða neinu leyti. Þeir hafa hins vegar
leitað til mín. En það er líka allt í
góðu lagi. Köfun er atvinna mín og
margt sem varðar köfun nýtist
bæjarfélaginu."
Sorglegt að horfa á
eftir framleiðslunni Til
Víkur i Mýrdal
Það er ekkert launungarmál og á allra
vitorði að Sigurður hefur verið að
vinna að smfði sorpíláta úr plasti sem
allt bendir til að verði framleidd í Vík.
Hvernig er þetta mál vaxið?
„Þetta gerðist þannig að Árni John-
sen kom hingað og bað mig um að
smíða fyrir sig einn svona ruslaskáp.
Þá kom það til tals í spjalli að ég hefði
ekki áhuga á því að framleiða þetta
sjálfur, vegna þess að ég hef ekki
tækifæri til þess. Hins vegar væru þrjú
eða fjögur sveitarfélög að velta fyrir
sér möguleikanum á því að taka að sér
framleiðsluna. Reyndar var staðan
orðin sú þá að ég hélt að þetta færi upp
á Akranes. Þá sagði hann strax að við
skyldum gera þetta hér. Mér fannst
það mjög gott mál. Hér á ég mitt hús
og verkstæði og hægt að vera með
þetta hér í friði. Daginn eftir komu
hingað menn frá Þróunarfélaginu
ásamt Guðjóni bæjarstjóra Þetta var
fimmtudaginn 17. júlí klukkan eitt.
Þeir sátu hjá mér í eina tvo klukkutíma
og ræddum við mikið. Þegar þeir fóru
sögðust þeir ætla að setja þetta á blað
og koma strax eftir helgina. Það liðu
tveir og hálfur mánuður þangað til ég
heyrði í þeim næst. Þeir vissu það og
var það fullkomlega ljóst að aðrir
aðilar voru að velta þessu máli fyrir
sér. Þannig að þeir hefðu átt að drífa
sig og gera eitthvað. Tveimur
mánuðum eftir að þeir komu hingað
hringja þeir úr Vík og það liðu ekki
nema tveir eða þrír dagar, þegar þeir
voru búnir að setja allt á fullt. Það var
gengið frá samningi við þá strax og
viljayfirlýsingu. Þannig að ég er ekki
að semja við aðra á meðan ég er að
semja við þá. Ég var að sjálfsögðu
hundsvekktur á því að málið skyldi
fara svona. Eg er samt ekkert illur út í
þá hér í Eyjum, alls ekki. Hins vegar
varð ég mjög sár út í sjálfan mig,
vegna þess að ég trúði því að nú eftir
fimmtíu ár ætluðu þeir að fara að gera
eitthvað. Þetta var svo mikill barna-
skapur í mér að trúa þessu. í fjóra eða
fimm daga trúði ég því að nú ætti að
rífa eitthvað upp hérna. Nú er það
ljóst að hugmyndinni verður hrundið í
framkvæmd í Vík. Það eru ekki bara
sorpflátin sem vilji er til að framleiða
þar, heldur einnig áhaldakassar,
rafgeymakassar, veggskápar utan um
hitaveitugrindur og lyfjaskápar fyrir
mjólkurhús, ásamt mörgu öðru sem er
í farvatninu."
Hugmyndirnar
koma af þörf
Hvernig færð þú hugmyndir?
„Ég hef ekki hugmynd um það.
Þetta er bara einhver þörf. Þetta er
eitthvað sem maður ræður ekki við.
Ég þarf ekki að vera í neinum
sérstökum stellingum. Þegar ég er að
kafa. þá er ég bara í því og engu öðru.
Þó að það sé erfitt líkamlega, þá hvílist
maður í því frá öðru. Maður er ekki
að hugsa neitt annað. Flestar
hugmyndir sem ég fæ eru kannski að
koma allan daginn, en samt held ég að
ég fái hugmyndir aðallega á morgnana
ef ég er einn í rólegheitum. Ég er
oftast búinn að útfæra hlutinn
endanlega í kollinum í einhvern tíma.
Kannski nokkra daga. Stundum
teikna ég þá niður, en ekki alltaf. Ég
rissa þá kannski niður til þess að skýra
dæmið fyrir öðrum. Ég sé þetta alveg
ljóslifandi fyrir mér. Ég get flett svona
fram og aftur í kollinum og það er
bara eins og allir aðrir geta. En þessar
skissur, sem ég geri, þær rissa ég bara
aftan á umslög eða eitthvað slfkt.
Reyndar er ég þakklátur banka-
stofnunum og öðrum að senda mér
gluggaumslög til þess að teikna á.
Þessi pappír nýtist mér alveg heil-
mikið. Á þann hátt hefur bankakerfið
og opinberir aðilar stutt mig dyggi-
lega.
Stundum smíða ég einnig líkön. Það
gerði ég til dæmis þegar ég hannaði
sumarbústaðinn minn. Hann var upp-
haflega hugsaður á hjólum og út-
draganlegur. En það var vegna þess
að bygginganefndin í Fljótshlíð tók
svo vel í hugmyndina að ég fengi að
prófa hana þar, að þetta varð að
bústað. En ef ég hefði haft hjól undir
honum, þá hefði ég ekki þurft að tala
við neinn. Annars finnst mér ósköp
leiðinlegt að tala við einhverjar
nefndir, sem eru fastar í einhverjum
reglum og útskýra fyrir þeim, ein-
hverja einfalda hluti. Það er ekki það
skemmtilegasta sem ég geri. Menn
geta verið svo lokaðir að sjá ekki
einhvern einfaldan hlut og hvernig
hann kemur út."
Sigurður smíðaði sjálfur húsið sem
vinnustofa hans er í. Það er stálgrind-
arhús, en svo smíðaði hann og steypti
einingarnar sem eru á milli grindanna.
Húsið er í raun ekkert nema klæðning.
Styrkurinn er hins vegar í grindinni.
„Eg hafði gaman af því þegar menn
voru að koma og spyrja mig að því
hvað ég væri að gera, hvort einhver
einingaverksmiðja væri komin í gang.
Ég man svo vel eftir þvf að Palli Zóph
var mjög spenntur fyrir þessu. Hann
kom oft eftir vinnu til þess að sjá
hvernig gengi, jafnvel þó ég væri ekki
við. Það kom enginn tæknifræðingur
nálægt verkinu. Þegar við vorum
búnir að reisa þetta kom hérna kona
sem labbaði framhjá um morguninn
og aftur seinnipart dagsins. Þá kallaði
hún aðeins í mig og spurði mig hvort
hún væri að verða eitthvað skrýtin
vegna þess að hún minntist þess ekki
að hafa séð hús þarna um morguninn."
Ekki spámaður í sínu
föðurlandi
Sigurður segir að utan að komandi
aðilar hafi yfirleitt séð betur notagildi
og möguleikana f því sem hann hafi
verið að gera.
„Aðrir hafa verið áhugasamari um
þetta, en auðvitað á ég fullt af mjög
góðum vinum, sem koma hingað á
hverjum degi til að fylgjast með því
sem ég er að gera. Þegar ég var að
byrja á bústaðnum, bjó ég til mót fyrir
hverja einingu. Menn komu hingað
inn og spurðu hvað ég væri að gera.
Ég sagðist vera að reisa hús. Nú og
menn hristu bara hausinn og hafa
vafalaust fundið til með konunni
minni, en það var allt í lagi. Þórður á
Skansinum, vinur minn sagði við mig
einhverju sinni: Það hefur aldrei
íþyngt þér almenningsálitið. Hann
hafði rétt fyrir sér. Mér finnst ágætt ef
ég get skapað mönnum umræðuefni.
Ef einhver hefur eitthvert álit á þér, þá
gæti það tekið mann alla ævi að
afsanna það, en maður getur líka tapað
traustinu á tíu mínútum. Það getur
tekið mann alla ævina að byggja það
upp aftur. Ef einhver er búinn að
ákveða að þú sért glæpamaður eða
eitthvað slíkt, þá verður þú það f hans
huga. Jafnvel þó rök um hið
gagnstæða liggi fyrir. Menn móta sér
skoðanir og ég er ekkert að hringla í
því. Er maður kannski ekki alltaf að
reyna að þóknast öðrum í sínum
störfum? En það er ekki hægt að gera
alla ánægða. Auðvitað hlustar maður
á vini sína og kunningja og nýtir sér
eitt og annað frá þeim.
Við höfum mýmörg dæmi um svona,
til dæmis með vegalagningu og ýmsar
framkvæmdir sem eru í gangi, það er
ekkert hlustað á heimamenn. Þetta
drepur auðvitað einstaklinginn og
einstaklingsframtakið. Fólk þorir ekki
að hugsa og segja hug sinn, því það
óttast að það sé að segja einhverja
vitleysu. Stundum hef ég verið
fenginn til þess að segja frá hinu og
þessu sem ég hef verið að fást við, hjá
félagasamtökum. Og það hefur oft
verið einkennandi að fólk hefur ekki
þorað að spyrja. Það óttast að það geri
sig að fífli með því, en við getum
aldrei vitað alla hluti.   Þess vegna
Ég bý ekki til alla hluti um leið og ég hef fengið hugmyndina að þeim. En meginatriðin eru einföld og
þegar búið er að leysa meginþáttinn, þá er annað svo mikið smotterí og þarfnast ekki yfirlegu.
þurfum við að spyrja."
Ofmetnir sérfræðingar
Sigurður segir þó að þetta sé engin
ádeila á fræðingana. Þeir gera margt
skynsamlegt. Er of mikið lagt upp úr
sérfræðiálitum, en minna metin sú
reynsla og þekking sem hinir eldri búa
yfir?
„Stundum er mér ekki að skapi það
sem fræðingarnir eru að gera,
sérstaklega í sjó. En það er alveg
eðlilegt. Menn eru mistengdir þeim
greinum sem þeir eru að vinna við.
En ég tel mig svo sem ekki hafa gert
neina stóra hluti. Þetta er bara það
sem mér finnst og almenningsálitið
hefur engin áhrif á mig. Mín
sannfæring dugar alveg sjálfum mér.
Svo er eitt sem ég hef aldrei skilið.
það er þegar fólk er að fárast út af
einhverjum hlutum, sem því kemur
ekkert við og fær engu um breytt.
Fólk er að þreyta sjálft sig á þessu.
Fólk er allt of mikið í því að æsa sig
og svekkja út af hlutum sem því
kemur ekki við. Ég er ekki þar með
að segja að það eigi að láta allt
afskiptalaust. Þar er mikill munur á í
mínum huga. Eg get nefnt sem dæmi
atvinnumál og fólksflóttann héðan frá
Eyjum. Það er auðvitað mál sem
kemur öllum við. Það er ekkert
einkamál einhverra fárra manna
hvernig staðan í þeim málum er.
Vestmannaeyingum þykir vænt um
sitt bæjarfélag og vilja veg þess sem
mestan og bestan. Mér finnst mjög
erfitt að sjá hvernig allt er að fara
niður á við og þessi neikvæða umræða
sem er búin er að vera síðasfJiðin ár og
kannski ekki að ástæðulausu. Ég hef
búið hér alla mína ævi og held að á
gostímanum hafi maður orðið miklu
meiri þátttakandi og manni finnst að
allt skipti mann miklu meira máli, því
á þeim tíma var maður að berjast við
að bjarga því sem hægt var að bjarga
ásamt stórum hópi manna. Manni fór
að þykja vænna um hlutina og ég held
að þessi tími hafi þjappað Vest-
mannaeyingum saman. Manni á að
þykja vænt um samborgara sfna og
þykir svo í flestum tilfellum."
Tónlistin
Sigurður er mikill áhugatónlistamaður
og hefur samið lög og texta. Hann
stofnaði lfka hljómsveitirnar SÓ og
Loga ásamt fleirum sem frægar voru á
sínum tíma. Hann segir að það hafi
verið mjög gaman að spila, hins vegar
hafi hann fengið leiða á spila-
mennskunni eftir að hann var kominn
með fjölskyldu, vegna þess hve
vinnutíminn var leiðinlegur.
„Eg man það að í mörg ár gat maður
aldrei verið heima á stórhátíðum
vegna þess að maður var alltaf að
spila. Þetta varð leiðinlegt til
lengdar."
Hann segist vera eitthvað að gutla við
að spila fyrir sjálfan sig og semja lög
en þau hafi ekki komið mörg fyrir
hlustir annarra. Hann segir þó, að
Rafmagnsveita ríkisins hafi beðið
hann um að semja lag fyrir
heimildarmynd sem var gerð um lögn
og viðgerð á rafstrengnum milli lands
og Eyja. Sigurður segir að það hafi
verið mjög skemmtilegt að vinna það
Heilu húsin verða til á verkstæðinu hjá Sigurði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20