Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 12.05.2005, Blaðsíða 1
Aætlun Herjólfs Brottfarartímar a Sumar 1.5.-31.8. Frá Vestmannaeyjum Frá Þorlákshöfn Sunnud. - fóstud. 8.15/16.00 12.00/19.30 Laugardaga 8.15 12.00 Bókanir fyrir kojur, klefa og bila þarf að staðfesta með fullnaðargreiðslu fyrir kl.12.00 daginn fyrir brottför. Nánari upplýsingar er að finna á www.herjolfur.is og á síðu 415 í Textavarpi RÚV, auk þess sem upplýsingar eru veittar í síma 481 2800. HERJÓLFUR Untfunngir 32. árg. / 19. tbl. / Vestmannaeyjum 12. maí 2005 / Verð kr. 200 / Sími 481-1300 / Fax 481-1293 / www.eyjafrettir.is SKANSINN, áningarstaður í útreiðartúr. Mynd Sigurgeirjónasson. Fleiri störf fyrir sjómenn Isfélagið hefur gengið frá kaupum á nótaskipinu Berg VE 44 ásamt kvóta í loðnu, síld og kolmunna. Þar með fækkar enn einyrkjum í útgerð uppsjávarskipa í Eyjum, aðeins eitt skip gert út á nótaveiðar sem talist getur einyrkjaútgerð og það er Gullberg VE. Asdís Sævaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri Bergs ehf.. segir langt í frá að fyrirtækið sé hætt í útgerð heldur sé verið að breyta útgerðarmynstrinu með sölunni. „Næsta skref hjá okkur er að athuga með nýsmíði á þriggja mflna tog- bát.“ Hluti söluverðs Bergs VE er í kvótaskiptum þar sem Bergur ehf. fékk bolfiskkvóta í staðinn fyrir uppsjávarkvóta sinn. Fyrir átti út- gerðin nokkurn þorskkvóta. „Þann- ig að við teljum okkur vel í stakk búin til að hefja slíka útgerð." Hún sagði ástæðuna fyrir þessum umskiptum fyrst og fremst vera að ekki sé lengur gerandi fyrir einyrkja að standa í uppsjávarveiðum. „Kostnaðurinn er alveg gríðarlegur. Sérstaklega hvað varðar kol- munnaveiðar. Olíukostnaður og veiðarfærakostnaður er þar mikill og þegar við skoðuðum dæmið sáum við fram á óbreytt ástand í þessum efnum á næstunni. Síðan er alveg rosalega breytt umhverfi í þessum veiðum frá því sem áður var. Þeir stóru sem eiga bræðslurnar stjórna algjörlega verðinu en í bolfiskveiðum þá teljum við okkur eiga meiri möguleika. Þar seljum við einfaldlega hæstbjóðanda, hvort sem það eru stöðvarnar eða mark- aðir.“ Öllum í áhöfn Bergs var boðið að fylgja skipinu yfir til ísfélagsins og tóku því allir. „Það sem við erum að gera núna er atvinnuskapandi fyrir bæjarfélagið og munu tólf til fjórtán ný störf skapast með komu nýja Bergs." Asdís sagði þó að nú væru þau á byrjunarreit varðandi nýsmíði og ljóst að þau þurfa að hafa hraðar hendur. „Nú þegar þetta er gengið í gegn hellunt við okkur á fullu út í að skoða þessi mál. Stóru sjávar- útvegsfyrirtækin í bænum hafa verið að skoða þessi mál og við höfum kíkt á það hjá þeim en það hefur ekkert enn verið ákveðið." Aðspurð um söluverðið sagði hún að þau væru hæfílega sátt. „Auðvitað hefði maður viljað fá meira en ég held að allir geti labbað nokkuð sáttir frá samningaborðinu. Við lögðum upp með að halda skip- inu og aflaheimildunum í Eyjum og við buðum Vinnslustöðinni og Isfélaginu að samningaborðinu. Við áttum góðar viðræður við báða þessa aðila en einhvers staðar varð að lenda málinu." Hún sagðist að lokum hlakka til að takast á við nýtt verkefni og nýtt útgerðarmynstur. „Þetta verður spennandi og töluvert öðruvísi. Vonandi skemmtilegra, alla vega verður um að ræða jafnari rekstur yfir allt árið.“ Nánar á bls. 2. Aukin verkefni Nóg hefur verið að gera í Skipa- lyftunni undanfarinn mánuð. Stefán Jónsson, yfirverkstjóri, sagði verkefnastöðuna haldast í hendur við vertíðina, þegar hún er góð er meira að gera hjá þeim. Unnið hefur verið í Þórunni Sveinsdóttur VE þar sem verið er að skipta um allt á millidekki, Guðmundi VE og Júpíter VE gerður klár á veiðar. „Það hefur líka verið nóg að gera hjá Vél- smiðju Suðurlands, mikið af útboðum í gangi í sambandi við virkjanir o.s.frv. og við vonumst eftir að fá verkefni í tengslum við þær. Það hefur því verið þokka- legt ástand undanfarið," sagði Stefán en Skipalyftan er með 30 menn hér og 15 til 20 í vinnu uppi á landi. „Við reynum að færa menn á milli eftir verkefnum en það er frekar að menn fari héðan upp á land og vinni þar í ákveðinn tíma. Við erum nýbúnir að vera með verk í Danmörku, það fóru tveir menn frá okkur og einn frá Eyjablikk og voru í 10 vikur að vinna fyrir Sjólaskip. Við erum að gera okkur vonir um að komast þangað aftur í haust í frekari verkefni. Þannig að við erum að sækja fram á landsvísu og út fyrir landsteinana," sagði Stefán. Lúðvík er volgur Landsfundur Samfylkingarinnar verður helgina 20. til 22. maí og hefur póstkosning um for- mannssætið staðið yfir síðustu vikumar. Þar eigast við Össur Skarp- héðinsson, sitjandi formaður og svilkona hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi borgar- stjóri. Flestir eru á þvf að Ingibjörg Sólrún hafi sigur en tilkynnt verður um úrslitin laugar- daginn 21. maí. Það verður ekki síður spennandi að fylgjast með hver verður næsti varaformaður flokksins en þar gætu Eyjamenn átt sinn fulltrúa og samkvæmt áreiðanlegum heim-ildum Frétta íhugar Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður, það alvarlega að bjóða sig fram. Segja sömu heim- ildir að meiri líkur en minni séu á því að hann bjóði sig fram og að endanleg ákvörðun muni liggja fyrir á næstu dögum. Palli Steingríms heima og heiman Páll sýnir kvikmyndir, myndverk og teikningar gamalla nemenda í Eyjum um helgina. | BLS. 10 og 11 Get loksins kallað mig söngkonu Segir Ragnheiður Gröndal sem kemur fram á Dögum lita og tóna um Hvítasunnuna. | BLS. 6 TM-öryggi fyrir fjölskylduna www.tmhf.is Sameinaðu allar tryggingar á einfaldan og hagkvæman hátt. ÖRYGGI Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Áætlun Landsflugs gUirfré IS.febrúar ff. Rvf< fr. yEy Flötum 20 mán-fös 07:30 08:15 mið-sun 12:00 12:45 fös 18:45 19:30 lau 16:45 17:30 sun-fim 17:30 18:15 Kynntu þér nettilboðin á www.flugfelag.is Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Réttingar og sprautun Sími 481 1535 P>' LANDSFLUG a 481 3300 / 570 3030

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.