Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 5

Harmonikublaðið - 01.06.2004, Blaðsíða 5
HARMONIKUBLAÐIÐ Fróðleikur Pistill frá Guðmundi Helga á Akranesi Gleðilegt sumar ágætu harmonikuunn- endur. Maður þekkir mann og annan og það gerðist einmitt í gær að maður bað mann og annan og það endaði hjá mér, þar sem í einfeldni minni sagði ég já eins og svo oft áður ef ég er beðin. En að þessu sinni að skrifa smá pistil í Harmon- ikublaðið. Ég ákvað að reyna og tek af- leiðingunum. Fréttir af Harmonikuunnendum á Vesturlandi eru góðar, spilarar hafa kom- ið saman einu sinni í viku til æfinga í all- an vetur og gera enn og haldin hafa verið þessir hefðbundnu dansleikir sem hafa verið frekar illa sóttir, en á meðan spilar- ar geta skiptst á að spila og dansa við eiginkonurnar þá verður að halda áfram og hafa gaman af félagsskapnum. Það var svo í byrjun apríl að Þórir )ó- hannsson hringdi frá Blönduósi og tjáði okkur að þeir í Félagi Harmonikuunn- enda í Húnavatnssýslum yrðu með hag- yrðingakvöld síðasta vetrardag, nú sem endranær og væru í því tilefni með gesta- spilara. Hann fór þess á leit við okkur hvort við gætum tekið það hlutverk að okkur í þetta sinn. Það er svo skemmst frá því að segja að við ákváðum að slá til, þó harmonikusveitin gæti ekki farið öll vegna ýmissa frávika. Það var byrjað að æfa og svo var haldið norður á hinum síðasta degi vetrar í góðu veðri, og kom- ið til Blönduóss um kvöldmatarleytið, þá vorum við leidd að sumarbústað á tjald- stæðinu sem var í alla staði dásamleg vistarvera, sem við hefðum öll viljað vera lengur í en við gátum. Ekki fannst Blönduósingum nægjanlegt að hýsa gesti sína, því þeir komu með smurbrauð og fínerí á bökkum í bústaðinn svo nærri lak út af ílátunum. Og ekki urðu veiting- arnar minni er í félagsheimilið kom, þar var okkur boðið í eldhús þar sem borðin svignuðu undan veisluföngum. Með þessu er ég að segja að móttökurnar sem við fengum voru þvílíkt glæsilegar og frá- bærar að ekki var hægt að gera betur. Megi þeir hafa okkar bestu þakkir fyrir. Hagyrðingakvöldið var skemmtilegt og dansleikurinn á eftirvargóður, margt fólk og glaðlegt. Eftir dansleikinn var gengið til náða, og vorum við Snorri Jónsson búnir að taka frá fyrir okkur herbergi sem við ætluðum að deila með konum okkar, en Jón Heiðar Magnússon og Lárus Skúlason ætluðu að sofa í stofunni. Nema þegar á að fara að sofa segir Lárus mjög hæverskur, nei við |ón getum ekki sofið saman. Svo það verður úr að ég undirritaður og frú skiptum við þá og þeir fara í herbergið sem við ætluðum okkur, en þar voru tvær kojur. Þetta var Lárus ánægður með og nú svaf annar hvor of- aná hinum. Segir nú ekki meira af þvf par- inu fyrr en um morguninn, þá kemur )ón Heiðar fram og dæs- ir og segist aldrei sofa hjá Lárusi aftur, hann hafi bara ekki sofnaðfyrren kl. átta um morguninn. Hvers vegna? (Góð spurning) Þá var komið að því að vita hvað við tækjum fyrir viðvikið. Nú þar sem við erum flestir eða höfum verið sveitamenn, fannst okkur sann- gjarnasti greiðslumiðillinn „Greiði á móti greiða" Því 7. aprfl s.l. varð Félag harmon- ikuunnenda Vesturlands 25 ára og ákveð- ið í því tiiefni að halda afmælisdansleik í Ásgarði í Glæsibæ 8. maí. Og þar sem spilarar í Vesturlandssveitinni eru f færri kantinum væri kærkomið að fá hjálpar- sveit, ef þeir gætu komið því við. Norðanmenn létu ekki sitt eftir liggja, 8. maí mætti í Ásgarði fönguieg sveit harmonikuleikara frá Félagi harmoniku- unnenda í Húnavatnssýslum með gull- molann Svein Jóhannsson trommuleik- ara. Og það get ég sagt (þó ég segi sjálf- ur frá, eins og maðurinn sagði) að báðar hljómsveitirnar sem spiluðu bæði sitt í hvoru lagi og saman, stóðu sig með prýði og sóma. Og megi norðanmenn hafa bestu þakkir fyrir sitt framlag. Þessi dans- leikur taldi nálægt 200 manns og voru dansgestir ótrúlega duglegir að dansa. Ég vil svo þakka öllum harmonikuunn- endum fyrir veturinn og vonast til að sjá sem flesta á útileguhátíðinni í Fannahlíð 17. júlí í sumar. Bestu kveðjur til allra Guðm. Helgi Jensson Akranesi. Þessi mynd var tekin í bústaðnum á Blönduósi af okkur Vestlend- ingum. Þessi mynd er tekin út í danssal í Ásgarði í Glæsibæ. Þarna eru í Ásgarði í Glæsibæ saman hluti af spilurum frá Harmoniku- unnendum á Vesturlandi og Húnavatnssýslum.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.