Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir - Eyjafréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttir - Eyjafréttir

						Bflaverkstæði - Flötum 20
Viðgerðir
og smurstöð
-Sími 4813235
Réttingar
og sprautun
-Sími481 1535
38. árg. I 52. tbl. I Vestmannaeyjum 29. desember 2011  I Verð kr. 350  I  Sími 481-1300  I www.eyjafrettir.is
VESTMANNAEYJAR í vetrarbúningi. Mynd Sigríður Högnadottir.
Z Gætið varúðar í hálkunni
„I tíðarfari eins og verið hefur síð-
ustu daga og vikur er mjög erfitt að
hreinsa bæði götur og gangstéttar
eins og þarf. En það er reynt og
þegar snjóar mikið eru öll tæki í
bænum, bæði sem bærinn á og í eigu
einkafyrirtækja, send út. Eru þá allt
upp í tólf til fjórtán tæki að ryðja
göturnar," sagði Guðmundur Þ.B.
Ólafsson, rekstrarstjóri  Þjónustu-
miðstöðvar bæjarins.
Nær allan desembermánuð hefur
verið snjór í Vestmannaeyjum með
tilheyrandi ófærð á götum. Hafa
skipst á frost og hláka þannig að oft
er mjög hált og hættulegt að fara um.
Guðmundur vill sérstaklega vara við
þessu. „Þá er mikil slysahætta bæði
fyrir akandi og sérstaklega gangandi.
Best væri að sem fæstir væru á ferð
við þessar aðstæður og enginn hreyfi
farartæki nema að vera á mjög
góðum negldum vetrardekkjum, eða
hreinlega á keðjum. Gangandi er
bent á að notast við „skókeðjur", það
er mannbrodda eða gorma. Þar sem
gangstéttir og gönguleiðir hafa fæst-
Leyfi fyrir einni brennu en fjör í flugeldum
Aðeins hefur verið sótt um leyfi
fyrir eina áramótabrennu í ár. ÍBV-
íþróttafélag verður með sína árlegu
áramótabrennu og í kjölfarið mun
Björgunarfélag Vestmannaeyja
halda flugeldasýningu.
Ragnar Baldvinsson, slökkviliðs-
stjóri sagði í samtali við Fréttir að
annað hvort verði aðeins ein
brenna, eða menn séu að flaska á
því að sækja um leyfi. „Þetta er
óskaplega dapurt miðað við
hvernig þetta var áður fyrr. Ég vil
ítreka að það þarf að sækja um leyfi
fyrir allar áramótabrennur, stórar
og smáar," sagði Ragnar.
Hann vildi jafnframt benda fólki á
að fara varlega með flugelda, vera
með vettlinga og öryggisgleraugu.
„Börn eiga ekki að meðhöndla
flugelda. Skiparakettur geta verið
stórhættulegar og hafa valdið
bruna."
Sala flugelda hjá Björgunarfélagi
Vestmannaeyja hófst í gær, mið-
vikudag en Adolf Þórsson, for-
maður félagsins sagði miklar
breytingar á flugeldunum milli ára.
„Það er mikið af breyttum skot-
kökum, sérstaklega í millistærð
sem eru vinsælustu kökurnar. Fjöl-
skyldupakkarnir verða auðvitað á
sínum stað," sagði Adolf en opið
verður til klukkan 16.00 á
Gamlársdag í flugeldasölunni í
Skátaheimilinu. Aðspurður sagði
hann verð á flugeldum í Eyjum
vera það sama og annarsstaðar,
jafnvel lægra.
ar verið ruddar, eftir seinustu ágjöf,
skapast enn meiri hætta fyrir gang-
andi sem þurfa að notast við göturn-
ar og þá er enn meiri hætta af um-
ferðinni ef vanbúnir bflar eru þar á
ferðinni."
Götur eru misjafnlega vel hreins-
aðar og segir Guðmundur ástæðuna
vera að erfitt sé að komast að fyrir
bflum sem lagt er meðfram sumum
götum. Nefnir hann í því sambandi
Heiðarveg og Bárustíg. „Það er líka
mjög erfitt að hreinsa Bárustíg niður
í malbik vegna bílastæðanna og þá
myndast klakabunki sem er erfiður
yfirferðar. Við höfum reynt að keyra
snjóinn í burtu eins og hægt er en
stundum erum við uppteknir við að
hjálpa vanbúnum bflum að komast
leiðar sinnar. Núna erum við að salta
göturnar en á meðan veðrið breytist
ekki verður þetta erfitt," sagði
Guðmundur og bendir fólki á
upplýsingar um hreinsun gatna á
heimasíðu Vestmannaeyjabæjar,
vestmannaeyjar.is.
Lúðrasveit Vestmanna-
eyja þakkar fyrir sig:
Tónleikar í
minningu
Oddgeirs
Kristjáns.
í dag, fimmtudaginn, 29. desem-
ber, kl. 18.00 man Lúðrasveit
Vestmannaeyja bjóða bæjarbúum
og gestum á stutta tónleika í
Akogeshúsinu við Hilmisgötu.
Tónleikarnir eru helgaðir minn-
ingu Oddgeirs Kristjánssonar, en
í ár eru eins og flestum er orðið
kunnugt 100 ár frá fæðingu hans.
Okkur í Lúðrasveit Vestmanna-
eyja fínnst vel við hæfi að enda
þetta ár með tónleikum helguðum
honum. Staðsetning tónleikanna
er engin tilviljun. Oddgeir var
félagi í Akoges um árabil ásamt
því sem Lúðrasveitin okkar, sem
hann ásamt nokkrum félögum
sínum stofnaði, var stofnuð í húsi
Akoges félagsins árið 1939.
Lúðrasveit Vestmannaeyja hefur
starfað óslitið frá stofnun eða í
72 ár.
Það var okkur í sveitinni mikið
ánægjuefni að hlotnast sá heiður
á 100 ára afmælisári Oddgeirs að
vera útnefnd og valin Bæjarlista-
maður Vestmannaeyja. Auk þess
höfum við í Lúðarsveitinni ávallt
fundið fyrir mikilli velvild bæjar-
búa í okkar garð í gegnum tíðina,
sem birtist í góðri aðsókn að tón-
leikum okkar, fjölda styrktar-
félaga og örlæti fyrirtækja sem
styrkja okkur á margan hátt. Með
þetta í huga, viljum við bjóða
öllum sem vilja, að hlýða á tón-
list Oddgeirs flutta af Lúðrasveit
Oddgeirs í upprunalegu umhverfi
sínu. Tónleikarnir verða með
léttu heimilislegu sniði og er
fólki óhætt að mæta bæði of seint
og snemma sem og að yfirgefa
tónleikana á meðan þeim stendur
allt eftir því sem hentar hverjum
og einum. Aðgangur er ókeypis
og kaffi verður i boði gestgjaf-
anna.
Með bestu kveðju.
Lúðrasveit Vestmannaeyja.
VIÐ ERUM DAGLECA A FERÐINNI
MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND
¦
EjEIMSKIP
Ð LÁTUM BÍLINN GANGA...
...SVOÞÚÞURFIRÞESSEKKI
SMURSTÖÐOG ALHLIÐABILAVIÐGEÐIR / ^{P ÞJÓNUSTUAÐILI l< >Y( >IA í EYJUM
ne^hamar
ö^ö
FLATIR21 / S.481-1216 . GSM.864-4616
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16