Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 29. desember 2011 PÉTER: -Er aðallega að vinna við bakreikninga og vinn þá í málum sem þarf að skoða sérstaklega, en starfið hér er unnið á landsvísu. Fiskistofa - Péter Szklenár til Starfar sem rannsókna- starfa við útibúið í Vestmannaeyjum: sérfræðingur á og brotadeild Fiskistofa hefur ráðið Péter Szklenár til starfa við útibúið í Vestmannaeyjum. Péter er við- skiptafræðingur og starfar sem sér- fræðingur á rannsókna- og brota- deild Fiskistofu. Kona hans er Aðalheiður Rán Þrastardóttir og þau eiga eina dóttur. Péter kom til starfa í byrjun nóvember en mæðg- umar eru nýkomnar og em að koma sér fyrir. „Bara vel,“ sagði Péter þegar hann spurður hvernig hann kunni við á sig á nýjum staðnum. „Það hefur verið tekið mjög vel á móti mér á Fiskistofu, bæði hér og í Reykjavík. Jóna Sigríður Guð- mundsdóttir og Ingólfur Ingólfsson eiga þakkir skilið fyrir góðar mót- tökur. Starfið leggst vel í mig og tengist því sem ég hef lært og mínu áhugasviði. Eg er með B.Sc gráðu í viðskiptafræði og kláraði meistara- nám í endurskoðun og reiknishaldi síðasta vor. Fólk í Reykjavík er kannski ekki mikið fyrir að flytjast út á lands- byggðina en Bandríkjamenn hika ekki við flytja þúsundir kílómetra ef gott starf er í boði. Það lítur út fyrir að allt gangi vel í Vestmanna- eyjum og mikill uppgangur," sagði Péter og þegar hann var spurður nánar út í starfið sagði hann það vera mjög spennandi. „Ég er sérfræðingur á rannsókna- og brotadeild. Er aðallega að vinna við bakreikninga og vinn þá í mál- um sem þarf að skoða sérstaklega, en starfið hér er unnið á landsvísu." Péter segir Aðalheiði Rán ætla að hefja framhaldsnám eftir áramótin en hún er með BS í sálfræði. „Námið er lotutengt og hún ætti að hafa möguleika á að stunda það héðan. Tara dóttir okkar er tveggja ára, síðan í maí, og hún kemst á Sóla eftir áramót. Við erum búin að fá húsnæði og erum að koma okkur fyrir, bæði Jóna og Ingólfur voru mjög hjálpsöm og allt gert til að við gætum náð fótfestu sem fyrst. Þegar Péter er spurður út í upprunann kemur í Ijós að hann kom fyrst til íslands með foreldr- um sínum og systur frá Ungverja- landi árið 1990 og fluttu þau til Hólmavíkur. Þá var hann aðeins fjögurra ára gamall. „Foreldar mínir eru tónlistarmenn og sáu fyrst um tónlistarkennslu og kór- stjóm í Hólmavík. Þau em miklir tónlistarmenn en þremur ámm seinna fluttum við til Ungveija- lands og svo aftur til Íslands 1998. Ég og systir mín vomm þá alveg búin að týna niður tungumálinu en foreldrar mínir vom í sambandi við íslendinga allan tímann. Nú er mamma kórstjóri og organisti í Árbæjarkirkju og pabbi er tónlistar- kennari í Grafarvogi." Varstu þú ekki í tónlistamámi? „Að sjálfsögðu var ég í tónlistar- námi og kominn með nokkur stig á franskt horn og líka á píanó. í fyrstu fórum við alltaf til Ungverja- lands á sumrin en við fluttum til Revkjavíkur þegar ég byrjaði í framhaldsskóla og þá urðu ferð- irnar færri. En við höldum alltaf góðum tengslum við fjölskylduna úti. Ég var fjögur ár í Verslunar- skólanum og fimm í Háskóla Islands og nú liggur leiðin hingað. Okkur líst mjög vel á okkur en ákváðum að vera með fjölskyldum okkar í Reykjavík um jól og áramót," sagði Péter. Þrír ættliðir í sömu hljómsveit Það gerist ekki oft að þrír ættliðir hafi spilað saman á lúðrasveita- tónleikum. Litla Lú var með tónleika fyrir jólin þar sem Lúðrasveit Vest- mannaeyja var með í nokkrum lögum. Þegar sveitimar slógu saman léku á saxafóna, Ólafur Jónsson, Guðlaugur sonur hans og loks Ólafur Ágúst sonur Guðlaugs. ÖFLUGIR BLÁSARAR, Ólafur, Guðlaugur og Ólafur Ágúst. Hjálparstarf aðventista: Þökkum aðstoðina I desember heimsótti fulltrúi Hjálparstarfs aðventista - ADRA bæjarbúa til að taka við fram- lögum til þróunar- og líknarstarfs líkt og undanfarin ár. Söfnunarféð í þetta sinn rennur til að spoma gegn mansali í Kam- bódíu. Margir landsmenn muna eftir heimildarmyndinni „Böm til sölu“ sem var gerð af starfsfólki RÚV (Maríu Sigrúnu Hilmars- dóttur og Guðmundi Bergkvist Jónssyni) í samstarfi við starfs- fólk ÁDRA á íslandi og í Noregi og sýnd var í sjónvarpinu fyrir einum tveim ámm. Sú mynd lýsir einmitt því verkefni sem fjár- magnað er með söfnuninni í ár. Innilegustu þakkir nú í ár sem áður með ósk um gleðileg jól og farsæld og blessun Guðs á nýju ári. Fyrir hönd Hjálparstarfs að- ventista - ADRA, Eric Cuðmundsson. Vitjaði vinningsins: Ekki vitað hver hann er Fréttir fengu ábendingu um fjöl- skyldu sem átti að hafa unnið þann stóra, rúmar 27 milljónir í Lottóinu sem kom á miða sem seldur var á Kletti. Húsbóndinn sagði þetta ekki rétt en hann kannaðist við söguna. „Það var vinur minn sem kom þessu af stað. Því miður er þetta ekki rétt en ef ég hefði fengið stóran Lottóvinning léti ég engan vita af því,“ bætti hann við og hló. Magnús Sveinsson á Kletti sagði að miðinn hefði verið seldur þann 10. desember og væri eigandi hans búinn að gefa sig fram. „Hann gerði það í Reykjavík. Ég veit ekki hver hann er og langar ekki að vita það,“ sagði Magnús. Hressó: Gamlárshlaup og gangaí fjórða sinn Á gamlársdag verður Gamlárs- hlaup og -ganga haldin í ljórða sinnið. Mæting er við Stórhöfða og Steinsstaði klukkan 10.45 og verður endað við Vinaminni þar sem verður boðið upp á heita súpu og brauð. Þátttökugjald er 1500 krónur og rennur hann óskiptur til Krabba- vamar í Vestmannaeyjum. Hefur upphæðin verið í kringum ein milljón. Læti í veðrinu Mikið óveður gekk yfir landið á aðfangadag. Um hádegi var meðalvindhraði á Stórhöfða 32 metrar og fór í mestu hviðum upp í 44 metra. Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út þegar þakplötur losnuðu á Rauðagerði. Líka var félagið kallað að Hraunbúðum þar sem eitthvað hafði losnað. Étgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Bladamenn: Guðbjörg Sigurgeirsdóttir og Július Ingason. Ábyrgðarmetm: ÓmarGarðars- son & Gísli Valtýsson. Prentrinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestmannaoyjum. Aðsetur ritstjómar: Strandvegi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstnr. frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is FRÉTTER koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt i fuskrift og einnig i lausasölu ú Kletti, Tvistinum, Toppnum, Vöruval, Herjólfi, Flugbafnarversluninni, Krónunni, Isjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu i Friðarböfn.. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉITIR eru aðilar að Samtökum biejar- og hémðsfréttablaðiu Eftirprentun, liljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.