Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir - Eyjafréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttir - Eyjafréttir

						Fréttir / Fimmtudagur 29. desember 2011
f
Úr bloggheirnum:
Karl Gautí Hjaltason bloggar:
Jóla -
Sólsleikja
Orðið Sólsleikja er
nafn úr stjörnu-
fræðinni, sem
hefur verið haft
yfir halastjörnur
sem fara mjög
nálægt sólunni á
langri braut sinni
langt utan úr sólkerfinu framhjá
sólunni.
Þessar halastjörnur fara svo nálægt
sólu að ótrúlegt er að þær skuli
yfirleitt lifa af heimsóknina, því þið
getið rétt ímyndað ykkur hitann
sem þær lenda í.
Hinn 2. desember s.l. fann stjörnu-
áhugamaðurinn og ástralinn Terry
Lovejoy halastjörnu sem reyndist
vera af þessari tegund og var hún
auðvitað skírð eftir honum. Þessi
halastjarna fer um sólu á 314 árum
og heimsækir því sólina aftur árið
2325 eftir óralangt ferðalag sitt alla
leið úr Oortskýinu sem er langt
utan við braut Plútó.
Fyrirfram bentu útreikningar stjör-
nufræðinga til þess að allt eins væri
líklegt að Lovejoy myndi enda æfi
sína í brennheitum faðmi sólarinn-
ar. Á miðnætti milli 15. og 16.
desember fór hún næst sólu í u.þ.b.
120 þús. km fjarlægð, sem er
tæplega helmingurinn af vega-
lengdinni til Tunglsins. Hún bók-
staflega sleikti því yfirborð sólar-
innar á gífurlegum hraða og fór
töluvert innfyrir sólkórónuna.
Mörgum að óvörum lifði hún af og
sést nú með berum augum á
suðurhveli jarðar, en hún hefur
nokkurra milljón kílómetra langan
hala. Eftir því sem hún fjarlægist
sólu minnkar hali hennar, sem
gerður er úr ryki og gastegundum.
Vísindamenn telja að Lovejoy sé
yfir 500 metrar í þvermál sem er þá
5 til 10 sinnum stærri en   algeng-
ustu sólsleikjur, ella hefði hún ekki
lifað af þessa hættulegu för sína í
faðm sólar. Það verður spennandi
að sjá hvort hún lifi af næstu heim-
sókn sína!
Sólsleikjurnar hafa mjög flangar
sporbrautir og ná mestum hraða
næst sólu.  1996 fannst ein semfór
á yfir 1000 km hraða á sekúndu, en
til samanburðar fer hin fræga
halastjarna Halley (sást síðast
1986) á 50 km hraða á sekúndu.
Sólsleikjur geta fræðilega farið á
allt að 1600 km hraða á sekúndu ef
þær ferðast eins nálægt sólu og
unnt er að komast. Á þeim hraða
væri hægt að fara frá Reykjavík til
London á rúmri sekúndu!
Sólsleikjurnar lifa hratt og deyja
ungar því sólin gleypir þær allar að
lokum. Hér að neðan er mynd af
hala Lovejoy, tekin af ljósmynd-
aranum Colin Legg frá Ástralíu.
http://eyjapeyji. blog. is
Gísli Hjartarson bloggar:
King Kenny,
king Kenny
Nú skal allt dregið
fram. Nú hefur
rauði herinn það á
tilfinningunni að
allir séu á móti sér
og það eigi að stíga
illilegaáþá!!!!
Er lífið svona ein-
falt? ...það er stundumsagt á ensku:
You write your own luck.
...er það ekki bara akkúrat það sem
á við í þessu tilfelli, hvort heldur
maður er að tala um Liverpool eða
Bellamy!!
http://fosterinn. blog. is
Eyjamaður vikunnar:
Er gríðarlega sáttur
með hvernig til tókst
Afar vel heppnaðir jólatónleikar,
Heima um jólin, voru haldnir í
Höllinni síðastliðinn fimmtudag.
Nánar er sagt frá tónleikunum
annarsstaðar í blaðinu en fyrir þeim
stóðu hjónin Óskar Sigurðsson og
Gunnlaug Sigurðardóttir. Óskar er
Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Óskar Sigurðsson.
Fæðingardagur: 23/07/1971.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Eiginkonan er
Gunnlaug Rósalind Sigurðardóttir
og börnin eru Benjamín Elí,
Sigurbjörg Líf og Sigurður Dan.
Draumabfllinn: Dodge Ram 1500
Pick-up.
Uppáhaldsmatur: Fiskur.
Versti matur: Súr þorramatur.
Uppáhalds vefsíða: Blue Letter
Bible.org
Hvaða tónlist kemur þér í gott
skap: Söngurinn um Jesú.
Aðaláhugamál: Að lesa og nema
Heilaga Ritningu.
Hvaða mann/konu myndir þú
vilja hitta úr mannkynssögunni:
Son Guðs, Jesú Krist.
Fallegasti staður sem þú hefur
komið á: Guðsríkið.
Uppáhalds íþróttamaður og
íþróttafélag: Cristiano Ronaldo
og Manchester United.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfíngu:
Fjallgöngur.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Enski
boltinn.
Ertu ánægður með hvernig til
tókst á tónleikunum: Griðarlega
sáttur.
Hvað stóð upp úr að þínu mati:
Eyjamaður vikunnar er Óskar Sigurðsson.
Allt þetta frábæra fólk sem kom að
verkefninu og góð viðbrögð gesta.
Er stefnan sett á að endurtaka
leikinn að ári: Já.
Nú voru tónleikarnir teknir upp.
Ætlar þú að gefa þá út: Til þess
var leikurinn gerður en það á eftir
að fara yfir bæði upptökur á bæði
mynd og hljóði.
Hvað voru margir sem komu að
tónleikunum: Á þriðja tug.
Eitthvað að lokum: Guðs blessað
nýtt ár.
Matgœdingur vikunnar:
Réttur sem Gulli gæti
hugsanlega eldað
Ég þakka Gulla nágranna og
ofurskipstjóra kœrlegafyrir að
tilnefna mig sem matgœðing vik-
unnar. Þarfinnst mér maður tjá
sig sem hefur takmarkaða reynslu
af eldhúsverkum, vonandi eru skip-
stjórnarhœfileikarnir meiri. Einnig
vil ég þakka þeim fjölmörgu sem
hafa komið að máli við mig og haft
samband við mig í síma eða sms til
að bjóða fram aðstoð.  Greini ég
þar ákveðna vantrú í minn garð í
eldamennsku. Ég œtla að bjóða
lesendum upp á rétt sem Gulli gæti
hugsanlega eldað.
flrabískar kótilettcir
Hráefni: Kótilettur, kartöflur,
laukur, Ora grænar baunir, tómat-
sósa.
Kótilettur (fer eftir fjölda matar-
gesta, ca. 300 gr. á mann) þurrsteikt
á pönnu kryddað með pipar og
salti. Lauknum skellt á pönnu og
mýktur. Kartöflur skrallaðar hráar,
ef þær eru stórar, skerið þær í
tvennt. Hafa nóg af kartöflum.
Takið stóran pott, setið örlítið af
vatni í botninn en setið svo hluta af
kartöflunum í pottinn. Takið
heildós af Ora grænum baunum,
hellið hluta af þeim í pottinn með
vökvanum og dreifið hluta af
laukunum þar ofan á. Setjið væna
gusu af tómatsósu þar ofan á.
Matgœðingur vikunnar er Halldór Bjarnason.
Raðið síðan kótilettum. Endurtakið
þar til allt hráefnið er komið í pott-
inn og sjóðið við vægan hita í einn
og hálfan tíma.
Að suðu lokinni, tínið kjötið úr
pottinum og setjið á fat. Hellið
kartöflunum, baununum og restinni
úr pottinum í skál og berið fram.
Eftirréttur: Það væri gott að hafa
gamla góða sveskjugrautinn eða
ávaxtagrautinn með rjóma.
Ég vil endilega mœlast til að
Friðrik Már Sigurðsson dósent
verði matgœðingur nœstu viku, ef
ég erfœr í eldamennsku er hann er
algjör snillingur eða svo segja
sógur.
P.s. Márþú mátt alvng taka
Hermann Kristjánsson ofurkokk og
jarðeplarœktanda með þér til
trausts og halds. Saman getið þið
kannski kveikt á eldavélinni.
Kirkjur bazjarins:
Landakirkja
Fimmtudagur 29. desember
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta fim-
tudag og föstudag.
Kl. 20:00 Æfing hjá Kór
Landakirkju.
Gamlársdagur 31. desember
Kl. 18:00 Aftansöngur með
hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju.
Organisti Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Sr. Guðmundur Örn Jónsson.
Nýársdagur 1. janúar 2012
Kl. 14:00 Hátíðarguðsþjónusta með
hátíðarsöngvum. Kór Landakirkju.
Organisti Elínborg Sigurgeirsdóttir.
Sr. Kristján Björnsson.
Mánudagur 2. janúar
Kl. 11-12. Viðtalstímar presta alla
virka daga. Bakvaktarsími presta
488 1508.
Miðvikudagur 3. janúar
Kl. lLOOHelgistundá
Hraunbúðum.
Hvítasunnu-
kirkjan
Gamlársdagur 31. desember
Kl. 14:00 Vitnisburðar og
þakkarsamkoma.
Nýársdagur 1. janúar
Kl. 14:00 Hátíðarsamkoma.
Verið hjartanlega velkomin.
Aðventkirkjan
Laugardaginn 31. desember
Kl. 11:00 Samkoman hefst með
Biblíufræðslu fyrir böm og full-
orðna. Efnið er aðgengilegt öllum á
vef kirkjunnar á www.adventistar.is
Kl. 12:00 Jólahugvekja. Bein
útsending frá aðventkirkjunni í
Reykjavík. Manfred Lemke
prédikar þar. Allir hjartanlega
velkomnir.
Sími hjá safnaðarpresti er 8662800,
netfang thora@adventistar.is.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16