Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 29. desember 2011 SIGURVEGARARNIR í spurningakeppni GRV ásamt umsjónarkennara. Arnar Sveinn, Hafþór, Þórður, Valur, Aron Máni og Lóa. ÞEIR eru nú ansi flottir drengirnir í 10. bekk. Hallgrímur, Kiddi, Sigurður Grétar, Biggi, Sigurður Þór, Guðmundur Aron, Valli og Aron. S Grunnskóli Vestmannaeyja - Arshátíð áttunda, níundu og tíundu bekkja: Hæfileikaríkir krakkar komu fram Nemendur á unglingastigi GRV héldu árshátíð sína í Höllinni að kvöldi 24. nóvember sl. Á árshátíð sjá nemendur úr 10. bekk ávallt um að skipuleggja dagskrána og skreyta salinn sem var mjög flottur í ár, þemað var James Bond. Krakkarnir mættu í sínu fínasta pússi, með bros á vör og skemmtu sér vel. Einsi kaldi sá um matinn sem rann ljúflega niður. Skemmtiatriðin tóku drjúgan hluta kvöldsins og greinilegt er að mjög margir hæfi- leikaríkir krakkar eru þarna á ferð. Kynnar kvöldsins voru þau íris Eir Jónsdóttir og Jóhann Helgi Gíslason og var ekki annað að sjá en þama væru þáttastjórnendur framtíðarinnar á ferðinni. Þau opnuðu kvöldið á myndbandi þar sem þau sjálf vom í skólanum á leið á árshátíð. Að komu óprúttnir aðilar sem slógu Jóhann Helga í rot og rændu írisi. Jóhann Helgi kom henni svo til bjargar og lögreglan skutlaði þeim upp í Höll þar sem þau voru í þann mund að missa af árshátíðinni. Tveir hópar höfðu gert stuttmynd- ir sem voru sýndar við mikinn fögnuð viðstaddra. Hópur nemenda sýndi svo leikrit sem þeir eru búnir að vera að undirbúa í vetur undir stjóm Zindra Freys Ragnarssonar. Spurningakeppnin var á sínum stað og sigurvegararnir að þessu sinni eru I0.ÓS sem hampa bikamum annað árið í röð. Nokkrar hljómsveitir spiluðu lög, og ekki má gleyma viðurkenning- um sem veittar eru á ári hverju fyrir hina ýmsu hluti. í ár var kosinn herra Bond og þá viðurkenningu hlaut Hörður Bjamason en ungfrú Bond var kosin Bima J. B. Einars- dóttir. Aðrir titlar vom t.d. svefn- purrka GRV, krútt skólans, gelgja skólans og bjartasta vonin. Þrátt fyrir langa dagskrá sátu krakkamir stilltir og prúðir og fylgdust af áhuga með hverju atriðinu á fætur öðm. Kvöldið endaði svo á dansleik þar sem Kristmundur Axel og Proxy Figura spiluðu og sungu og algjörlega trylltu lýðinn. Fyrir árshátíðina fóru nemendur í fyrirtæki í bænum til að leita eftir verðlaunum til að veita á árshátíð- inni. Mjög vel var tekið á móti krökkunum og langar þau hér með að þakka þeim sem styrktu þau með verðlaunum og gjöfum í happ- drætti. Fyrirtækin em: Axel Ó, 66° norður, Eyjavík, Volcano, Ey- mundsson, Volare, Vömval, Litla skvísubúðin, Steinunn Snyrtir, Heildsalinn, Viktor rakari, Karl Kristmanns umboðs og heildversl- un, Geisli, Tvisturinn, Kráin og Heildverslun H. Sigurmundssonar. Elísa Kristmanns ÞESSIR flottu strákar eru í 9. bekk. Doddi, Tindur og Júiíus. Bondgellurnar í ár eru úr 9. bekk og heita Svanhildur, Valbjörg og Guðný Charlotta. ÞETTA er einungis lítill hluti föngulegra stúlkna í 10. bekk. Guðrún Bára, Aníta Björk, Eydís, Tanja, Fanndís og Sísí. FÖNGULEGUR hópur stúlkna úr 8. bekk. Gígja, Jóhanna, Kristín, Birgitta, Berglind, Sigríður og Margrét Björk. Sannar Jólaperlur Það var húsfyllir á Jólaperlum, árlegum tónleikum til styrktar Æskulýðsfélagi Landakirkju í Safnaðarheimilinu fyrir jól. Þar komu fram ungir og reyndir söngvarar og allir stóðu sig vel. Birkir Högnason hefur frumkvæði að þessum tónleikum. Hefur hann fengið reynslubolta úr Leikfélag- inu með sér í þetta verkefni auk ungra söngvara sem þama eru að stíga sín fyrstu spor á tónlistar- brautinni. Leikhúsbandið, Jólatríóið sem í em Sólveig Unnur, Birkir og Vilborg. Auk þeirra má nefna Unu Þorvaldsdóttur, Rakel Hlynsdóttur og Berglindi Sigmarsdóttur. Líka komu fram Sísí Ástþórsdóttir og Elín Sólborg Eyjólfsdóttir, Svan- hildur Eiríksdóttir og Sigríður Þóra Ingadóttir sem sungu dúett og kammerkór Aðgangseyrir rann óskiptur til Æskulýðsfélagsins og gáfu allir tónlistarmenn og söngvarar vinnu sína að vanda.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.