Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir - Eyjafréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttir - Eyjafréttir

						Fréttír / Fimmtudagur 29. desember 2011
upphafi, var haldinn undir lok
janúarmánaðar, og stóð í aðeins
fjórar mínútur. Elliði Vignisson,
bæjarstjóri, sagði að tvennt hefði
valdið þessum stutta tíma. „Annars
vegar var því máli sem átti að ræða
frestað til næsta fundar og hins
vegar erum við með röggsaman
forseta sem réttilega sér ekki tilgang
í að hanga yfir einhverju til þess eins
að lengja fundi," sagði Elliði. Þessi
röggsami forseti heitir Gunnlaugur
Grettisson.
Febrúar
Þjófurinn fundinn
Um áramótin var brotist inn í
Gullbúðina við Vestmannabraut og
þaðan stolið skartgripum og úrum
fyrir hundruð þúsunda króna. I
byrjun febrúar greindi lögreglan frá
því að málið væri upplýst, hinn seki
fundinn og þýfið að mestu endur-
heimt.
Einarsstofa opnuð
Kári Bjarnason og hans fólk í
Safnahúsinu stóð fyrir mikilli
dagskrá þann 7. febrúar, þegar
svokölluð Einarsstofa var opnuð í
anddyri Safnahússins. Þetta var í
tilefni þess að þennan dag voru 105
ár liðin frá fæðingu Einars Sigurðs-
sonar, sem oftast var kallaður Einar
ríki. Afkomendur Einars lögðu sitt
af mörkum til að þessi hugmynd
gæti orðið að veruleika. Einarsstofa
var síðan vettvangur margra sýninga
og annarra uppákoma það sem eftir
var ársins.
Golli kvaddur
Einhverjir sögðust hafa séð tár á
hvarmi, þegar Páll Marvin og Georg
Skæringsson hjá Sæheimum slepptu
selkópnum Golla, suður í Höfðavfk.
Kópurinn, sem var nefndur Golli,
eftir þeim Georg (Gogga) og Páli
Marvin (Palla), hafði dvalið hjá
þeim í góðu yfirlæti um þriggja
mánaða skeið en nú var komið að
kveðjustund.
Verkfall afboðað
Um tíma leit út fyrir að loðnu-
vertíðin gæti orðið endaslepp þar
sem bræðslumenn höfðu boðað til
verkfalls. Sú deila var þó leyst á
síðustu stundu og þar með fór fryst-
ing á fullt. Þó kom þetta illa við
vinnsluaðila þar sem þeir höfðu
hagað veiðum og vinnslu með tilliti
til þess að verkfall myndi skella á og
því hafði verið gengið meira á kvót-
ann en efni stóðu til. Sjálf loðnu-
vertíðin var reyndar einkar góð að
því undanskildu að tíðin var frekar
leiðinleg, loðnan mjög góð bæði til
frystingar og hrognatöku og svo
bættist við að gott verð var bæði á
lýsi og mjöli.
Skandia mætt til leiks
Þar sem reynslan hafði sýnt að
dýpkunarskipið Perlan réði ekki að
fullu við að sjá um sanddælingu í
Landeyjahöfn var fengið annað skip
til verksins, Skandia, og kom það til
Eyja í febrúar. Reyndar kom í ljós
að rétt eins og með Perluna, þá réðu
veður og ölduhæð öllu um það hvort
skipið gæti athafnað sig. Tíðar
bilanir áttu einnig sinn þátt í því að
Skandiu tókst ekki það ætlunarverk
sem henni var ætlað, að halda Land-
eyjahöfn opinni yfir veturinn.
Nám í bjórdrykkju
Enn bættist í menntaflóruna í
Vestmannaeyjum þegar Bjórskólinn
hélt námskeið hér í febrúar. Sveinn
Waage, lektor við skólann, sá um
kennsluna en Sveinn átti síðan eftir
að halda orðstír Eyjanna á lofti með
þátttöku sinni í Útsvari, síðar á
árínu. Þeir sem eitthvað mundu frá
þessu námskeiði létu vel af því.
Varmó á nýjan stað
Þau Aldís Atladóttir og Kristinn
Andersen, sem rekið höfðu kaffi-
húsið Varmó við Kirkjuveginn,
færðu sig um set og opnuðu nýtt
Varmó á horni Strandvegar og
Herjólfsgötu, í húsi Tölvunar.
Komnar í Vosbúð
Og fleiri færðu sig um set. Þær
Helga Dís Gísladóttir og Guðrún
TALSVERÐUR hópur fólks lagði á sig að fara suður í Klauf til að kveðja selinn Golla en sá hafði dvalið í góðu yfírlæti hjá þeim Páli Marvin
Jónssyni og Georg Skæringssyni í Sæheimum í um þriggja mánaða skeið.
Steinunn Guðmundsdóttir, sem
rekið höfðu Nytjamarkaðinn við
Kirkjuveg, færðu sig vestar í bæinn
í Vosbúð við Strandveg þar sem var
mun betra pláss að þeirra sögn.
Kona í fyrsta sinn
Sá merkisatburður átti sér stað á
aðalsafnaðarfundi Landakirkju, að
þar var í fyrsta sinn í sögu safnað-
arins kona kjörin sem formaður
sóknarnefndar. Sú var Sigrún Inga
Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður
Póstsins í Vestmannaeyjum.
Endurbætt Höll
Gagngerðar endurbætur voru gerðar
á Höllinni, og þóttu einkar vel
heppnaðar. Fyrsta uppákoman í
endurbættum sal var svo með
hljómsveitinni Mannakornum sem
hélt tónleika þar.
Aldurhniginn fýll
Skipverjar á Kristbjörgu VE fengu
merktan fýl í net sín og afhentu
Oskari Sigurðssyni í Stórhöfða
merkið. í ljós kom að Óskar hafði
merkt fuglinn fyrir 41 ári, árið 1970.
Óskar sagði að fuglinn hefði verið
fullorðinn þegar hann var merktur
og gæti því verið enn eldri, jafnvel
farinn að nálgast fimmtugt og
sagðist hafa heyrt að fýlar gætu náð
þeim aldri.
Mars
Skátar ósáttir
Það olli nokkrum úlfaþyt þegar
bæjarráð ákvað að bjóða út rekstur-
inn á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal en
skátarnir hafa séð um það frá árinu
1978.  Voru skátar mjög ósáttir við
þessa ráðstöfun enda hefur þessi
umsjón verið helsta fjáröflunarleið
þeirra.
Eivör og Fjallabræður í
heimsókn
Hinir ýmsu listamenn ofan af fasta-
landinu voru iðnir við að koma út til
Eyja til tónleikahalds. Færeyska
söngdívan Eivör Pálsdóttir var með
tónleika í Landakirkju og svo tróðu
Fjallabræður upp í Höllinni. Að-
sókn er oftast mjög góð á uppá-
komur sem slíkar og mun sú vera
m.a. ein ástæðan fyrir tíðum heim-
sóknum listamanna til Eyja.
Grímur kokkur áhrifamikill
Grímur Gíslason hafði ástæðu til að
gleðjast þegar fyrirtæki hans,
Grímur kokkur, fékk viðurkenningu
á sýningunni Netið Expo 2011 fyrir
að vera áhrifamesta fyrirtækið á
samskiptamiðlum á íslandi. Gísli,
bróðir Gríms, veitti verðlaununum
viðtöku en hann hefur séð um
markaðssetningu fyrirtækisins á
Netinu.
Eintóm hamingja
Fyrirtækið Capacent kannaði
afstöðu íbúa í 16 bæjum á fslandi til
þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin
bjóða. I ljós kom að íbúar í Vest-
mannaeyjum voru ánægðastir allra
með þá þjónustu og átti það við um
nær alla þá þætti sem um var spurt.
Kaldar kveðjur
Eyjamönnum þóttu heldur kaldar
kveðjur sjávarútvegsráðherra þegar
tilkynnt var um úthlutun makrfl-
kvóta ársins 2011. Nýjar og gjör-
breyttar reglur tóku nú gildi. Ný
útgerðarfyrirtæki fengu nú úthlutun,
flest í kjördæmi ráðherrans, en
útgerðir í Eyjum misstu 8000 tonna
kvóta sem metinn var upp á 1,2
milljarða. Á landsvísu var þó
ráðherrann hvað mest gagnrýndur
fyrir að úthluta þessum heimildum
án þess að greitt væri fyrir þær.
Húsið ónýtt vegna veggja-
títlu
Þau Styrmir Gíslason og Hólmfríður
A. Sigurpálsdóttir lentu í þeirri
óskemmtilegu lífsreynslu að hús
þeirra, Sólvangur við Kirkjuveg,
sem þau höfðu staðið í að gera upp
og endurbæta, var dæmt óíbúðar-
hæft og ónýtt vegna veggjatítlu, og
úrskurðað að það skyldi rifið. Þar
sem tryggingar bæta ekki tjón af
þessum toga, sátu þau uppi með
skaðann.
Átta nemendur útskrifaðir
I þriðja sinn útskrifaði símenntunar-
miðstöðin Viska nemendur frá
Grunnmenntaskólanum en það er
300 stunda nám sem gefur rétt á
einingum í framhaldsskóla. Að
þessu sinni útskrifuðust átta nem-
endur.
Vertíðarstemming
Stemmingin í fiskvinnslunni í mars
var ekki ósvipuð því sem var í þá
gömlu góðu daga þegar vertíð var
vertíð. Landburður var af fiski,
bæði af netabátum og togbátum og
mikil vinna í öllum fiskvinnslu-
húsum. Má segja að rétt hafi náðst
að hreinsa til eftir góða loðnuvertíð
þegar næsta törn hófst.
Breyting á stjórn Sparisjóðs
Á aðalfundi Sparisjóðsins kom fram
að  endurskipulagningu  hans  var
lokið. Með aðkomu ríkisins í lok
síðasta árs urðu þær breytingar á
stjórn að þrír fulltrúar eru frá
Bankasýslu ríkisins en tveir úr hópi
stofnfjáreigenda. Fulltrúar stofn-
fjáreigenda eru þau Rut Haralds-
dóttir og Hörður Óskarsson
Apríl
HEIMILI SEM VAR. Hólmfríður og Styrmir framan við húsið sem þangað til á síðasta ári var heimili
þeirra. Það heitir Sólvangur og var húsið byggt árið 1920.
Mamma Mia á svið
Eitt mesta stórvirki sem Leikfélag
Vestmannaeyja hefur ráðist í var
söngleikurinn Mamma Mia, sem
byggður er á tónlist Abba-flokksins.
Verkið hlaut einróma lof áhorfenda
og sýningafjöldi sló met.
Stálu níðþungum járna-
mottum
Oftast fara þjófnaðir og gripdeildir
þannig fram að þjófarnir grípa hluti
sem unnt er að komast með á braut
án mikilla tilfæringa. En sú var ekki
raunin þegar þjófar létu greipar sópa
utan við Skipalyftuna og höfðu á
brott með sér sex níðþungar járna-
mottur. Ljóst þótti að þeir hefðu
þurft öflugt flutningatæki til að
koma mottunum burt.
Framtíð í Baldurshaga
Enn héldu búferlaflutningar versl-
ana áfram og nú var það verslunin
Framtíð sem flutti af Heiðarveg-
inum í verslunarmiðstöðina í
Baldurshaga.
Loksins allir sammála
Á kaffistofu Hjólbarðaverkstæðisins
eru oft líflegar umræður (og mis-
gáfulegar að einhverra sögn). Oftar
en ekki eru menn þar ósammála.
Því kom það á óvart þegar allir
reyndust sammála í máli sem borið
var upp til atkvæða á kaffístofunni.
Það var um hvort lögin um Icesave
ættu að standa eða ekki. Allir við-
staddir sögðu nei við því og mun
þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist á
kaffistofunni, að allir séu sammála.
Málþing um Þorstein og
Blik
Fyrstu helgina í apríl efndu Sögu-
setur 1627 og Bókasafn Vestmanna-
eyja til málþings um Þorstein Þ.
Víglundsson og Blik, í tilefni þess
að 75 ár voru liðin frá því að Blik
kom fyrst út. Mikill fjöldi sótti þetta
málþing, bæði heimamenn og
aðkomnir.
Lögin felld
Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa ekki
verið daglegt brauð á Islandi og því
kom ekki á óvart mjög þokkaleg
kjörsókn þegar greidd voru um það
atkvæði í apríl, hvort samþykkja
ætti Icesave-lögin eða ekki. Kjör-
sókn á landinu öllu var um 75% en
kjörsókn í Vestmannaeyjum 70%.
Urslitin urðu á þann veg að um 60%
voru á móti lögunum en 40% með.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16