Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 9
Fréttir / Fimmtudagur 29. desember 2011 9 NÍTJÁN nemendur útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum við hátíðlcga athöfn í lok vorannar; fjórtán nýstúdentar, einn af starfsbraut og fjórir véistjórar með B-stig. Athygli vakti að hvergi var and- staðan meiri en í Suðurkjördæmi, þar sem 73% kjósenda voru á móti. Oddurinn hættir Kristleifur Guðmundsson, sem rekið hafði ritfangaverslunina Oddinn við Faxastíg, tilkynnti að hann hygðist hætta rekstrinum, þetta hefði einfaldlega ekki gengið upp. „Ég hætti með bros á vör, áður en skuldimar verða óviðráðanlegar," sagði Kristleifur sem ekki var lengi verkefnalaus þar sem hann var fljótlega ráðinn sem verslunarstjóri í Krónunni. Aðeins þriðjungur mætti Fermingar fóru fram í apríl en nú settu samgöngur nokkurt strik í reikninginn. Ekki hafði verið unnt að sigla í Landeyjahöfn og gestkom- andi settu það fyrir sig, margir hveijir, að sigla frá Þorlákshöfn. Við bættist að nú var ekkert flug á Bakka, aðeins til Reykjavíkur. í eina veisluna hafði verið boðið 170 manns en aðeins 58 mættu, flestir búsettir í Eyjum, hinir boðuðu for- föll vegna samgangna. Nýtt nafn - ný verslun Versluninni 11-11 í Goðahrauni var breytt í Kjarval. Nýr eigandi er Norvik, sem á auk Kjarvalsverslan- anna Byko, Intersport, Nóatún og fleiri verslanir. Þjónustustjóri ráðinn Ekki var nóg með að Eyjamenn væru óánægðir með að ekkert hafði verið siglt í Landeyjahöfn, heldur vom líka ýmsir hnökrar á afgreiðslu í sambandi við miðapantanir og miðasölu. Eimskip réði því sérstakan þjónustustjóra í afgreiðslu Herjólfs í Vestmannaeyjum og var Sara Pálsdóttir ráðin. Hún var þó aðeins tímabundið í þessu starfi og síðar á árinu var Gunnlaugur Grettisson, skrifstofustjóri hjá sýsl- umannsembættinu, ráðinn í starfið. I starf Gunnlaugs hjá sýslumanni var ráðin Lára Ósk Garðarsdóttir. Björguðu félögum sínum Talið var að hárrétt viðbrögð áhafn- ar hefðu bjargað mannslífum þegar þrír af skipverjum á Hugin VE urðu fyrir eitmn í dælurými skipsins. Félagar þeirra um borð brugðu skjótt við, sýndu fumlaus og ömgg viðbrögð í björgunarstörfum sem má þakka að ekki fór verr. Tveir þeirra sem fyrir eitmninni urðu komust fljótt til meðvitundar aftur en sá þriðji var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Munu þeir ekki hafa beðið heilsutjón vegna þessa. Lúðrasveitin bæiarlista- maður Sú hefð hefur skapast á sumar- daginn fyrsta að þá er tilkynnt hver hafi orðið fyrir valinu sem Bæjar- listamaður Vestmannaeyja. Að þessu sinni varð Lúðrasveit Vestmannaeyja fyrir valinu og þótti flestum það vel við hæfi, nú þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu stofn- anda hennar, Oddgeirs Kristjáns- sonar. Maí Loks fært í Landeyjar Loksins þann 4. maí var siglt í Landeyjahöfn en hún hafði verið lokuð frá 12. janúar, eða í 16 vikur. Þó varð Herjólfur að sæta sjávar- föllum þar sem dýpi var enn ekki nægilegt á fjömnni. í deilum við Stígamót Páll Scheving lenti í nokkrum deilum við forsvarskonur Stígamóta vegna orða sem hann lét falla á opnum borgarafundi, og fjölluðu um þjóðhátíð og aðkomu eða aðkomu- leysi Stígamóta að hátíðinni. Stfgamótakonur tóku þessi ummæli mjög óstinnt upp og varð af þessu veruleg deila. Enginn lundi? Á sama borgarafundi var m.a. tilkynnt hverjir myndu skemmta á þjóðhátíð, sem og að Páli Óskari Hjálmtýssyni hefði verið falið að semja þjóðhatíðarlagið. Að sjálf- sögðu skiptust menn í tvær fylk- ingar gagnvart því enda Páll Óskar ekki í uppáhaldi hjá öllum. Hið sama varð uppi á teningnum þegar lagið var kynnt skömmu fyrir þjóðhátíð. I textanum var nefnilega hvergi minnst á lundann, Herjólfs- dal, fagrar meyjar eða góða veðrið í Eyjum. Engu að síður voru flestir að lokum nokkuð sáttir við lagið, sem var svolítið öðruvísi en þjóðhátíðarlög hafa verið fram til þessa. Endurbætur á Krónunni Gagngerðar endurbætur stóðu yfir á verslun Krónunnar í Vestmanna- eyjum stóran hluta af aprílmánuði. Þann 4. maí var svo verslunin opnuð á ný, stærri og rúmbetri en áður. Kveðjutónleikar Guðmundar Kór Landakirkju fagnaði 100 ára afmæli kórsins með tónleikum sem fram fóru bæði í Landakirkju og Safnaðarheimilinu. Einsöngvarar voru þau Gissur Páll Gissurarson og Sólveig Unnur Ragnarsdóttir. Þetta voru kveðjutónleikar Guðmundar H. Guðjónssonar en hann lét af störfum vegna aldurs, bæði sem organisti og kórstjóri Landakirkju og einnig sem skólastjóri Tónlistarskólans. 20 útskrifuðust Við skólaslit Framhaldsskólans í lok maí útskrifuðust 14 nýstúdentar, einn af starfsbraut, einn sem húsa- smiður og fjórir vélstjórar með B- stig. Heimaey VE 1 Nýju skipi Isfélags Vestmannaeyja var hleypt af stokkunum í Chile og hlaut skipið nafnið Heimaey VE 1. Búist er við að skipið verði afhent fullbúið í mars á næsta ári. Fjórar frá Vöruvali Meðal þess náms sem boðið var upp á í Visku eftir áramót var svonefnt verslunarfagnám. Alls útskrifuðust sjö nemendur, þar af fjórir starfs- menn verslunarinnar Vöruvals og var Ingimar, kaupmaður í Vöruvali, hinn ánægðasti með stelpurnar sínar, sagði þær góða starfsmenn og væntanlega enn betri eftir þetta nám. Fjölmenntu til Grimsby Hópur Eyjamanna hélt í lok maí til Grimsby í Englandi til að minnast giftusamlegrar björgunar áhafnar- innar á Glað VE, sem sökk í apríl 1954. Áhöfnin komst í gúmbjörg- unarbát og síðan var þeim bjargað um borð í enska togarann Hull City frá Grimsby. I þessum hópi voru fulltrúar sjómannafélaganna í Eyjum, Björgunarfélagsins, sjó- mannadagsráðs, Útvegsbænda- félagsins og Landakirkju, sem og ættingjar áhafnarinnar á Glað. Séra Kristján Bjömsson söng messu í Grimsby og heiðursskildir og viðurkenningar vom afhentar. Nýr eigandi Eigendaskipti urðu á versluninni 66° Norður við Bámstíg. Rakel Einarsdóttir keypti verslunina af þeim Kolbrúnu Rúnarsdóttur og Birgi Nielsen. Björguðu fólki á Spáni Þeir bræður Sindri, Daði og Einar Gauti Ólafssynir komu að björgun tveggja mannslífa við Torrevieja á Spani þegar þeir vom þar í sumar- fríi. Þeir, ásamt fleimm, björguðu karli og konu úr sjónum en bæði vom orðin mjög þrekuð. Júní Almenn óánægja Sjómannadagurinn var hátíðlegur haldinn á hefðbundinn hátt fyrstu helgina í júní. Svo komu tvenn frumvarpsdrög sjávarútvegsráðherra um stjómun fiskveiða eins og köld vatnsgusa framan í Eyjamenn. Félagasamtök kepptust við að lýsa vanþóknun sinni, Útvegsbændur, Sjómannafélagið Jötunn, Verðandi, Drífandi stéttarfélag og loks bæjar- ráð Vestmannaeyja sem sendi frá sér harðorða ályktun. Svo fór enda að annað frumvarpið, sem mestur styrrinn stóð um, var dregið til baka í óbreyttri mynd eftir að fjölmargir aðrir en Eyjamenn höfðu lýst yfir vanþóknun sinni á því. Gott framtak Tónlistarmenn í Eyjum efndu til minningartónleika sem nefndust Vor við sæinn og þar var lögum Oddgeirs Kristjánssonar gerð góð skil. Þama komu fram flestir af tón- listarmönnum Vestmannaeyja og þóttu þessir tónleikar einstaklega vel heppnaðir. Allur ágóði af þeim rann til styrktar þeim Styrmi og Hólmfríði sem áður var minnst á í annálnum, en þau stóðu uppi með ónýtt hús af völdum veggjatítlu. Tvær góðar sýningar Að vanda vom sýningar settar upp í kringum sjómannadagshelgina. Eyjakonan Sigurdís Harpa Arnars- dóttir sýndi í Akóges og seldi rétt um helming þeirra verka sem hún sýndi þar. Þá vakti sýning Ásmundar Guðmundssonar á tré- skurðarmyndum í Einarsstofu í Safnahúsinu, verðskuldaða athygli en Ásmundur er lamaður á hægri hluta líkamans og vinnur öll sín verk með vinstri hendi. Færri mál en í fyrra Á fyrstu fimm mánuðum ársins höfðu alls átta fíkniefnamál komið til kasta lögreglunnar í Vestmanna- eyjum. Á sama tíma árið áður voru þau reyndar tíu talsins en þrátt fyrir þessa fækkun þótti flestum sem þessi mál væru of mörg. Minnismerki um Lifró Vinnslustöðin og Vestmannaeyjabær ákváðu að koma upp minnismerki um Lifrarsamlag Vestmannaeyja á horni Flata og Strandvegar. Upplýsingaskilti um samlagið var sett upp og auk þess var gamli gufuketillinn úr verksmiðjunni settur á stall. Makríltöm Vinna í fiskvinnsluhúsunum ein- kenndist af tömum þetta árið og í raun má segja að meirihluti ársins hafi verið ein samfelld töm. I júní hófst enn ein slík þegar makríl- vinnsla hófst. Unnið var á vöktum allan sólarhringinn í þremur frysti- húsum og gerði ekki betur en hafast undan. Allir fengu vinnu sem vettl- ingi gátu valdið og sumarið hrein uppgrip fyrir fólk, ekki síst skólafólk sem ekki kvartaði yfir löngum vinnudegi. Að auki var humarvinnsla á fullu sem að miklu leyti var mönnuð enn yngra fólki. Hvítasunnumenn á 17. júní Dagskrá þjóðhátíðardagsins 17. júní þótti óvenju fjölbreytt að þessu sinni. í prýðisveðri kom fólk saman á Stakkagerðistúni eftir skrúðgöngu, hlýddi á lúðrablástur, söng og ávarp Fjallkonu, horfði á íþróttir og tók þátt í leikjum. Hvítasunnumenn voru mjög sýnilegir í þessum hátíðahöldum í söng og leikjum en á árinu fagnaði söfnuðurinn í Eyjum 90 ára afmæli sínu. írskir ferðalangar Irska seglskútan Ar Seachrán (á íslensku Ferðalangur) kom til Eyja í júní. Tilgangurinn var að sigla í Á SLÓÐUM PAPANNA. írska skútan Ar Seachrán kom við í Eyjum í þeim tilgangi að sigla í kjölfar papanna. Á myndinni má sjá hluta áhafnarinnar ásamt sr. Kristjáni Björnssyni sóknarpresti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.