Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 29.12.2011, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 29. desember 2011 kjölfar papanna og koma við á þeim stöðum þar sem papar dvöldu á Islandi. Síðar um sumarið var svo efnt til messuhalds á sunnudegi utandyra þar sem papanna var sérstaklega minnst. Engar lundaveiðar Umhverfis- og skipulagsráð ákvað á fundi í júní að banna lundaveiði alfarið í Vestmannaeyjum á þessu sumri. Mun slfkt ekki hafa gerst áður. Ástæðan var að sjálfsögðu slæmt ástand lundastofnsins í Eyjum og var þetta gert í sátt og með samþykki flestra veiðimanna í Eyjum. Eyjamaður nr. 4.200 Um síðustu helgina í júní gerðust þau gleðilegu tíðindi að íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum fór upp í 4.200 manns. Það gerðist þegar þeim Páli Þorvaldi Hjarðar og Önnu Rós Hallgrímsdóttur fæddist sonur, 17 marka myndarpeyi sem var þriðja barn þeirra. I tilefni þessa bankaði Elliði bæjarstjóri upp á hjá fjöl- skyldunni og færði þeim blóm, ásamt því að hvetja þau til enn frekari barneigna. Gróft kynferðisbrot Vestmannaeyingur var í lok júní úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um grófa kynferðislega misnotkun á ungri stjúpdóttur sinni. Við leit fannst í fórum hans fjöldi kynferðislegra mynda og mynd- banda, m.a. af honum og barninu. Nær ár var frá því að málið var tekið til meðferðar og var gagnrýnt að ekki skyldi hafa verið krafist gæslu- varðhalds fyrr, og félagsmálayfir- völd í Vestmannaeyjum hefðu sérstaklega óskað þess. Maðurinn var svo fundinn sekur, síðar á árinu, og dæmdur til sjö ára fangelsisvist- ar. Fjölsýn hætt Um mánaðamótin júní-júlí hætti sjónvarpsstöðin Fjölsýn í Vestmannaeyjum útsendingum eftir að hafa verið um 16 ár í loftinu. Ástæðan var sú að ákrifendur stöð- varinnar voru orðnir of fáir til að áframhaldandi rekstur gengi upp, auk þess sem tækjabúnaður upp- fyllti ekki lengur kröfur. Sigmund í 50 ár Sigmund Jóhannsson, teiknari og uppfinningamaður, hélt upp á 50 ára feril sinn sem teiknari með veglegri sýningu í Akóges þar sem var til sýnis þverskurður af verkum hans í hálfa öld. Fjöldi fólks heiðraði lista- manninn á þessum tímamótum og var sýningin óhemju fjölsótt. Fjölmennt Herminatormót Þótt alla jafna sé ekki fjallað um íþróttir og þeim tengda atburði í þessum annál þá skal þó minnst á Herminator golfmótið, sem Hermann Hreiðarsson, knattspyrnumaður, stóð fyrir í lok júní, nú í þriðja sinn. Þetta var fjáröflunarmót og til þess boðið landsþekktu fólki sem greiðir vel fyrir að fá að taka þátt í mótinu. Ekki er talið víst að allir þeir sem nú voru þátttakendur verði með á næsta ári. Júlí Mikið um að vera á gos- lokum Goslokahátíð þótti takast fádæma vel þrátt fyrir misjafnt veður. Regnhlífar þurfti á laugardag en svo stytti upp um kvöldið. Mikið var um sýningar, Berglind og Sigríður Inga sýndu gler og föt í BK Eyjabúð, ellefu handverkslistamenn efndu til sýningar í Svölukoti, Sigurbjörg Kristín sýndi listmuni úr skinni í Athena gallerí og þau Jakob og Sigríður voru með sýningar í Einarsstofu í Safnahúsinu, Jakob með málverk og Sísí með ljósmynd- ir. Þá fékk tónlistin sitt, Bjartmar með tónleika í Vinaminni og stórtónleikamir „Óður til Oddgeirs" í Höllinni, að svo ógleymdum fjöl- mennustu tónleikunum, í Skvísusundi á laugardagskvöld. Engin hamborgarafabrikka Ekki voru allir við það sáttir þegar þjóðhátíðamefnd tilkynnti að þeir ætluðu að semja við fyrirtæki úr Reykjavík, Hamborgarafabrikkuna, um sölu á hamborgurum á þjóðhátíð. Þótti ýmsum heima- mönnum nokkuð að sér vegið með því að gefa ekki veitingamönnum í Eyjum kost á að bjóða í þá þjónustu. Reyndin varð sú að ekki náðist að ljúka samningi fyrir þjóðhátíð og því varð ekkert úr komu Hamborg- arafabrikkunnar til Eyja þetta sinn- ið. Stjömur í heimsókn Þeir fóm ekki hátt tvennir tónleikar sem haldnir vom á Prófastinum um miðjan júlí. Þeir vom hvergi aug- lýstir og aðsókn heldur dræm á þá fyrri. Svo flaug fiskisagan og vel mætt á þá seinni. Þama vom á ferð nokkur af skæmstu nöfnunum úr tónlistarlífinu í dag, sveitir sem hafa náð að skapa sér talsverða sérstöðu, svo sem Of Monsters and Men, Valdimar og Agent Fresco, auk minna þekktra aðila svo sem Lockerbie og Kiriyama. Eflaust yrði aðsókn meiri í dag á tónleika þessara aðila, þar sem sumir þeirra hafa risið hátt á íslenskum stjömu- himni í haust. Mormónar á ferð Mormónar í Utah í Bandaríkjunum hafa haldið uppi góðu sambandi við Vestmannaeyjar hin síðari ár, enda rekja margir þeirra ættir sínar til Eyja. Mormónar vora með dagskrá og sýningu í Sagnheimum í júlí í samstarfi við Sögusetur 1627. Þar vom flutt erindi auk þess sem mor- mónakór frá Reykjavfk og Selfossi söng fyrir gesti. Magnús enn hæstur I lok júlí fengu landsmenn hinn árlega glaðning frá ríkisskattstjóra. Samkvæmt þeirri álagningu kom í ljós að Eyjamaðurinn Guðbjörg M. Matthíasdóttir greiddi alls 98,2 milljónir í opinber gjöld og var hún fjórði hæsti greiðandi á landinu. En af útsvarsgreiðendum var Magnús Kristinsson enn á toppnum með rúmlega 4,7 milljónir í útsvar en aðrir sem náðu yfir fjórar milljónir voru þeir Olafur Ágúst Einarsson, skipstjóri, og Stefán B. Friðriksson, framkvæmdastjóri ísfélagsins. Lyftan aftur í gagnið Endurbyggð upptökumannvirki Vestmannaeyjabæjar vom formlega tekin í notkun í lok júlí eftir að hafa verið ónothæf í rétt tæp fimm ár, eða frá því í júlí 2006 þegar lyftan bilaði. Glófaxi VE 300 var fyrsta skipið sem tekið var upp í endur- byggðri lyftu. Tveir geisladiskar Tveir Eyjamenn gáfu út geisladiska fyrir þjóðhátíðina með tónlist sem var ætlað að höfða sérstaklega til Vestmannaeyinga. Gfsli Helgason var með disk með eigin tónlist sem hann nefndi Ut við sund og eyjar og Ámi Johnsen gaf út tvo diska með rúmlega 40 sjómannalögum. Meðal söngvara vom þeir Raggi Bjama og Kristján Jóhannsson auk þess sem Ámi tók að sjálfsögðu lagið líka. Þessi annáll ársins 2011 er að mestu unninn upp úr þeim tölublöðum af Fréttum sem út komu á árinu. Sem fyrr hefur verið reynt að tína út hið markverðasta ásamt því sem kalla má óvenjulegt eða spaugilegt og ekki stuðst við neina sérstaka reglu í því. Fréttum af íþróttum hefur nær alveg verið sleppt, rýmisins vegna, enda eru þeim þætti gerð skil á öðrum vettvangi. Eflaust hefur einhverju verið sleppt, sem einhverjum þætti hafa átt hér heima og þá verður það bara að hafa sinn gang, kemur kannski nœst. Þetta er fyrri hluti annálsins, síðari hlutinn mun birtast í nœsta blaði Frétta. Með ósk um góð og friðsæl áramót og gœfuríkt komandi ár. Gjört á jólaföstu 2011 Sigurgeir Jónsson NÚMER 4.200. Sonur hjónanna Páls Þorvaldar Hjarðar og Önnu Rós Hallgrímsdóttur kom íbúafjölda Vestmannaeyja upp í 4.200 en af því tilefni heimsótti Eliiði Vignisson, bæjarstjóri fjölskylduna og afhenti þeim blómvönd. Nútímalegt byggðasafn Á goslokahátíðinni var nýtt og endurbætt byggðasafn opnað um leið og nýr safnstjóri tók við í Sagnheimum, Helga Hallbergs- dóttir, sem tók við af Jóhönnu Yr Jónsdóttur. Unnið hafði verið við endurbætur á safninu um margra vikna skeið, það fært til nútímalegra horfs og fjölmiðlunartæknin nýtt. Vom flestir gesta sammála um að vel hefði tekist til. Sorpflokkun hafin Mikið hafði gengið á í sorphirðu- málum Eyjamanna á árinu. Eftir að mælingar á díoxíni og öðmm lítt heilsubætandi efnum sýndu að of mikið var af þeim í útblæstri frá Sorporkustöðinni, var bæjaryfir- völdum gert að skyldu að bæta úr því. Sýnt þótti að ekki gengi að halda áfram í óbreyttri mynd og ráðstafanir til að minnka þetta efnainnihald gengu lítt. Umhverfis- stofnun hótaði að beita dagsektum, sem þó var raunar fallið frá síðar. Ymsir kostir voru í stöðunni og mis- góðir. Kaup á nýrri stöð voru útilokuð vegna kostnaðar, sömu- leiðis að flytja sorp upp á land. Úr varð að nýta Sorpu áfram en í breyttri mynd, með flokkun sorps, svokölluðu þriggja tunnu kerfi. Hófu bæjarbúar að flokka sorp sitt í júlí og þótt einhverjir bölvuðu þessu kerfi í sand og ösku til að byrja með, vom Eyjamenn að vanda fljótir að laga sig að nýjum siðum og undir árslok kvörtuðu fáir. Enginn á vakt á nóttinni í júlí urðu þær breytingar á vakta- fyrirkomulagi lögreglunnar að fimm daga vikunnar var enginn lögreglu- maður á vakt á tímabilinu milli kl. þrjú og sjö að nóttu til og aðeins einn á dagvakt í miðri viku auk yfir- lögregluþjóns og fulltrúa. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður og lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sagði þetta tilkomið vegna skertra fjárframlaga til lögreglu, auk þess sem sértekjur hefðu minnkað þegar sjúkraflutningarnir voru færðir annað. „Þetta er til skammar,“ sagði Karl Gauti og var að vonum óhress. Ók burt í fátinu Þrátt fyrir niðurskurð hélt þó lögreglan ótrauð áfram við að sinna sínum skyldustörfum sem sum hver voru af furðulegum toga. Til að mynda var lögreglu tilkynnt í júlí að ekið hefði verið á bflskúrshurð á íbúðarhúsi og ökumaðurinn ekið í burtu án þess að tilkynna um óhapp- ið. Nokkrar skemmdir urðu á bfl sem var inni í skúrnum. Við nánari eftirgrennslan fannst ökumaðurinn og viðurkenndi að hafa ekið á hurð- ina. Gaf hann þá skýringu að mikið fát hefði komið á sig við þetta og hann því ekið í burtu án þess að tilkynna það. Féllu frá skipulaginu I júlí voru lögð fram drög að nýju skipulagi á malarvellinum af bæjar- stjóm. Gerðu þær tillögur ráð fyrir að á svæðinu yrðu verslanir og þjónustufyrirtæki, þ.á.m. hafði Húsasmiðjan hug á að flytja sig þangað. Mikil andstaða var við þessi áform og var m.a. bent á að ekki hefði gefist vel í öðmm sveitar- félögum að flytja slíka starfsemi frá miðbæjarsvæði. Svo fór að fallið var frá þessu skipulagi og fékk Húsasmiðjan í framhaldi af því úthlutað lóð við Græðisbraut þar sem áður var smurstöð Skeljungs. Framkvæmdir við væntanlega bygg- ingu þar hófust síðan í desember. Átök hjá hluthöfum í VSV Harkaleg átök í eigendahópi Vinnslustöðvarinnar birtust ljóslega á aðalfundi félagsins í júlí, bæði í stjórnarkjöri sem og afgreiðslu mála. Þar áttust við annars vegar heimamenn sem ráða um tveimur þriðju hluta í félaginu og hins vegar þeir bræður frá Rifi, Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir sem fara með þriðjungshlut. Þeir lögðu fram á fundinum þrjár tillögur um rannsókn á starfsemi VSV og var þeim öllum vísað frá í atkvæða- greiðslu. Hvomgur þeirra bræðra náði kjöri til aðalstjórnar né varastjómar en lögmaður þeirra náði sæti í aðalstjórn. Goslokahátíðin 2010 tókst fádæma vel þrátt fyrir misjafn veður. Hápunkturinn eins og undanfarin ár var í Skvísusundinu þegar Eyjamenn og gestir þeirra koma saman og skemmta sér.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.