Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir - Eyjafréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttir - Eyjafréttir

						h     Ffgttir / Fimmtudagur 29. desember 2011
11
Eljjði Vignisson bæjarstjóri - Aramótakveðja:
Arið 2011 sérstaklega gott
BERGUR og hans fólk er
furðu lostið.
Furðusaga úr Vilberg:
Hver tók
brauð-
tertuna?
Það gerðist skemmtilegt atvik hjá
okkur í Vilberg á Þorláksmessu
sem ég vill endilega koma á
framfæri.
Við í Vilberg höfum átt sér-
stakan fastakúnna í fjölmörg ár
sem okkur þykir vænt um. Hann
verslar alltaf stórt á aðfangadag
og þannig var líka núna og hluti
hans pöntunar var stór brauðterta
sem var gerð á Þorláksmessu og
sett í kæli.
Á aðfangadag fer ég, Bergur
bakari, og geri hinar terturnar
fyrir hann og þegar hann ætlaði
að grípa brauðtertuna þá fannst
hún ekki þrátt fyrir mikla leit og
fyrirspurnir. Eftir mikla rann-
sóknarvinnu kom uppúr kafinu að
inní Vilberg hafi komið maður
sem sagðist eiga pantaða brauð-
tertu sem sé búið að greiða og
hann sé að sækja hana.
Afgreiðslustúlkan bregður sér á
bak við og sér brauðtertu í kæl-
inum og afhendir viðkomandi ter-
tuna og óskar honum gleðilegra
jóla.
Okkar tryggi viðskiftavinur fór
því brauðtertulaus inní jólin og
þykir það okkur leitt en hinn
„viðskiptavinurinn" fór örugg-
lega saddur inn í jólin með
brauðtertu í mallanum.
Vilberg ætlar að sjálfsögðu að
bæta sínum kúnna brauðtertuna
með einni veglegri á gamlársdag
og gaman væri að sá er fékk hina
skutlaði henni til hans og þá væru
allir sáttir.
Gleðileg jól, Bergur
Sigmundsson, bakari.
Bæjarráð
jákvætt
Fyrir fundi bæjarráðs í síðustu
viku var óskað umsagna um
umsagnir vegna reksturs nokk-
urra aðila. í flestum tilfellum var
það vegna endurnýjunar á
rekstrarleyfi. Komu öll erindin
frá sýslumanni.
Fyrst var það umsögn vegna
umsagnar um endurnýjun
rekstrarleyfis fyrir Kiwanishúsið.
Bæjarráð veitti jákvæða umsögn
um rekstrarleyfið svo fremi sem
aðrir sem um málið fjalla geri það
einnig. Umsögnin er háð ríkri
kröfu um frágang og snyrti-
mennsku og áskilur bæjarráð sér
rétt til að láta þrífa umhverfi
samkomustaðarins á kostnað
rekstraraðila ef þörf krefur.
Sömu afgreiðslu fékk umsókn
Valgeirs Jónassonar um endur-
nýjun rekstrarleyfis fyrir smáhýsi
Ofanleiti. Lfka umsókn Björgun-
arfélags Vestmannaeyja um
flugeldasýningu við Hásteinsvöll
á gamlársdag og flugeldasölu.
ÍBV íþróttafélags sótti um leyfi
til flugeldasýningar, brennu á
gamlársdag og þrettándabrennu.
Allt fékk þetta jákvæða umsögn.
Það hefur óneitanlega gengið vel í
Vestmannaeyjum á undanförnum
árum og að mörgu leyti var áríð
2011 sérstaklega gott. Með erfiði
og dugnaði bæjarbúa hefur bless-
unarlega mörgu miðað í rétta átt.
Atvinnuástand hér er gott, þjón-
ustan mikil og fólk stendur saman
um hagsmuni Vestmannaeyja.
Menning, íþróttir og mannlíf hefur
vart verið blómlegri og sem fyrr er
maður manns gaman. Hér ríkir sátt
og trú á framtíðina.
Þegar svo vel árar er von að fólk
spyrji hvort ekki megi draga þá
ályktun að nú sé kominn tími til að
slaka á, horfa hreykinn til árangurs-
ins og leggja áherslu á að njóta
ávaxtanna. Því fer þó fjarri að slíkt
sé óhætt. Það er svo margt sem
betur má fara. Sumt sem gert hefur
verið mistókst og þarf að leiðrétta,
annað er enn ógert og svo eru víða
ógnir sem þarf að verjast. Margt má
auðveldlega laga, en annað kallar á
mikla athygli og öflugt átak ef við
ætlum að halda forskoti okkar.
Leiðin að árangrinum eru eftir
sem áður grunngildi okkar Eyja-
manna: samstaða, fórnfýsi, sam-
hygð og óþrjótandi vilji til að vinna
Eyjunum gagn. Það var lykillinn á
bak við sóknina þegar sækja þurfti
og það er lykilinn á bak við vörnina
þegar hennar er þörf.
íbúar hvers sveitarfélags eru fram-
varðasveit byggðarlagsins. Það eru
þeir, metnaður þeirra, kraftur og
kærleikur sem er lykillinn að
farsælum rekstri sveitarfélags og
lífsgæða í samfélaginu. Saman
hefur okkur Eyjamönnum tekist að
byggja upp afburðaþjónustu sem
meðal annars hefur skilað því að
„fólkinu fjölgar í Eyjunum enn" og
eru þeir nú nálægt því að vera
4200.
Þrátt fyrir að vel gangi hjá okkur
hefur ástandið í þjóðfélaginu áhrif
hér eins og annarstaðar. Við Eyja-
menn höfum fundið á eigin skinni
og þekkjum þá stöðu sem landið
allt er nú í. Við þekkjum hvað þarf
til að vinna sig út úr erfiðleikum.
Við þekkjum hvað þarf til að
byggja framtíð.
Við þurfum trú á mátt og megin,
á manndóm, framtíð, statfsins guð,
þurfum að hleypa hratt á veginn,
hœtta við óláns víl og suð,
þurfum að minnast margra nauða,
svo móður svelli drótt afþví,
þurfum að gleyma gómlum dauða,
og glœsta framtíð seilast í.
(Hannes Hafstein)
Um leið og ég þakka Eyjamönnum
fyrir gott ár og það traust sem mér
hefur verið sýnt á seinustu árum,
óska ég ykkur gleðilegs árs.
Elliði Vignisson, bœjarstjóri í
Vestmannaeyjum
Gísli Jónasson skrifar:
Landeyjahöfn í brímgarðinum
Að byggja höfn sem nær aðeins út í
miðjan brimgarðinn á sandströnd
fyrir opnu Atlandshafinu hefur sýnt
sig að er ekki nofhæf nema þegar
best og blíðust eru veður og sjólag.
Sandburður er þrefalt meiri heldur
en hönnuðir frá Siglingastofnun
gerðu ráð fyrir. Þó gamalt og illa
búið dýpkunarskip grafi þarna í
heila viku þá getur fyllst upp í þann
gröft á einni nóttu, ef gerir suð-vest-
an átt.
Það er nú komið í ljós að þessar
dýpkunarframkvæmdir kosta 250 til
300 milljónir á árí og það breytist
ekkert þó ný og grunnristari ferja
verði smíðuð. Það sem breytist við
nýja ferju er að hún fer kannske í
Landeyjahöfn í heldur meiri sjó-
gangi en núverandi Herjólfur. Ef
aldan fer hins vegar yfir 3 metra og
dýpið er ekki nægjanlegt fyrir nýja
ferju erum við sambandslaus við
meginlandið á sjó, því ekki er gert
ráð fyrir að nýja ferjan sigli í Þor-
lákshöfn.
Heyrst hefur að næsta skrefið séu
frekari kostnaðarsamar tilraunir svo
sem með einhverskonar fastan
dýpkunarbúnað. Við megum samt
aldrei gleyma því að þetta er höfn
sem nær ekki nema út í miðjan
brimgarðinn, það breytist ekkert við
nýja ferju og áframhaldandi dýpk-
unartilraunir. Þeir sem stjórna þessu
ættu sem fyrst að hætta að þrjóskast
við og fara að huga að framtíðinni í
þessum málum.
Það þarf að lengja sjóvarnargarða
Landeyjahafnar um eina 800 metra
svo þeir nái út fyrir brimgarðinn því
aðeins þá getum við vænst þess að
hægt verði að sigla ferjunni inn í
höfnina í flestum veðrum án frátafa
vegna veðurs. Það er ekki hægt að
ætla skipstjórum Herjólfs að sigla
inn í brimgarðinn í brælu til þess að
hitta á þröngt Hafnarmynnið inni í
a.     *     a.
miðjum brimgarðinum og skiptir
litl.u máli hvort um er að ræða
núverandi Herjólf eða fyrirhugaða
nýja ferju.
Eg læt hér fylgja með riss ofaní
tillögu Siglingastofnunar af mínum
hugmyndum af lengingu hafnar-
garðana eins og þeir gætu litið út
með því að þeir nái 800 metra
lengra út eða út á 12 til 13 metra
dýpi með 250 til 300 metra breiðu
hafharmynni. Þessar framkvæmdir
ættu ekki að kosta nema 4 milljarða
en á móti kemur að dúpkunar-
framkvæmdir ættu ekki að kosta
nema lítið brot af því sem þær eru í
dag.
Gísli Jónasson 130933 - 3869
Aðalfundur
Golfklúbbs Vestmannaeyja
verður haldinn í Golfskálanum við
Torfmýrarveg fimmtudaginn 29.
desember nk. kl. 17.00.
'G-'-Y
Dagskrá fundarins er skv. lögum klúbbsins m.a. reikn-
ingsskil, skýrsla stjórnar, lagabreytingar, ákvörðun ár-
gjalda og kosning til trúnaðarstarfa.
Að loknum fundi verður kynnt fyrirhuguð ferð GV félaga
til Skotlands næsta vor.
Stjórn GV
Þökkum frábærar og irmilegar.viðtökur með sýningu okkar á
Gosslokahátíðinni 2011 í Akóges 3o.júní tu 3.jú«   fivAO
THEONLYONE
Með bestu kveðjum og óskum um
gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár.     ^^   T
Siamund (Johati (Batdúinteti  £ f\  JL ^
Tfiehja ÖlufulótU,
eyjafrettir.is
Bestu óskir um
fögnuð ogfrið á jólahátíðinni.
Þökkum hlýhug og stuðning á árinu sem er
að líða með óskum um slysalaust komandi ár.
Slysavarnardeildin Eykyndill
- munið eftir skotgleraugunum, höfum áramótin slysalaus!
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16