Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttir - Eyjafréttir

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttir - Eyjafréttir

						4
Fréttir / Fimmtudagur 29. deseember 2011
13
ÓLAFUR, SPARISJÓÐSSTJÓRI OG RUT ásamt fulltrúum styrkþega. F.v. Ólafur, Marinó, Sigurgeir, Birgir Nielsen, Kári, Erpur Snær, Eggert, Júlíus Ingason, Helga, Arnór, Ómar
Garðarsson, Gísli Valtýsson og Rut.
Styrktar- og menningarsjóður Sparisjóðs Vestmannaeyja - Fyrst úthlutað 1988:
Mandal, bók með verkum Árna á Grund,
Stórsveitin og Fréttir fengu styrki í ár
Á Þorláksmessu var úthlutað úr
Styrktar- og menningarsjóði Spari-
sjóðs Vestmannaeyja. Fjögur
verkefni hlutu styrk að þessu sinni,
Þjóðlagasveitin Mandal, ritnefnd
vegna útgáfu bókar með ritverka-
og Ijóðasafni Áma Ámasonar yngri
frá Grund, Þytur, félag um eflingu
tónlistar á landsbyggðinni og
Héraðsfréttablaðið Fréttir.
Það kom fram í ávarpi Ólafs Elís-
sonar, sparisjóðsstjóra að þetta er í
tuttugasta og fjórða skiptið sem
úthlutað er úr sjóðnum, en fyrsta
úthlutunin var á Þorláksmessu árið
1988. Er hefð að afhenda styrkina á
Þorláksmessu. Ólafur afhenti styrk-
ina ásamt Rut Haraldsdóttur sem á
sæti í stjórn Sparisjóðsins.
Semja og útsetja lög við
sálma Jóns Þorsteinssonar
Þjóðlagasveitin Mandal fékk styrk
til útgáfu á jóla- og nýárssálmum
eftir séra Jón Þorsteinsson í
Kirkjubæ í Vestmannaeyjum.
Um hana segir: -Þjóðlagasveitin
Mandal hefur starfað saman í
fjögur ár. Tilurð samstarfsins var
það verkefni frá „Sögusetrinu
1627" að semja og útsetja lög við
sálma séra Jóns Þorsteinssonar
píslavotts í Kirkjubæ í Vest-
mannaeyjum. Séra Jón var stórkost-
legt ljóða- og sálmaskáld og er um
að ræða mikinn og dýrmætan
menningararf Vestmannaeyinga.
Vegna fjölda sálma var ákveðið að
halda sig að mestu við jóla- og
nýárssálma. Hugur sveitarinnar
hefur alltaf staðið til að afrakstur-
inn yrði gefinn út á disk og þar
hefur Mandal lagt sitt af mörkum
til að gera þennan arf okkar að-
gengilegri fyrir alla.
Utgáfutónleikar voru haldnir þann
10. desember sl. Þjóðlagasveitina
Mandal skipa Amór Hermannsson,
Helga Jónsdóttir, Bára Grímsdóttir
og Chris Foster.
Bók með ritverka- og
ljóðasfni Árna á Grund
Ritnefnd vegna útgáfu bókar með
ritverka- og ljóðasafni Áma Áma-
sonar yngri frá Grund um fugla-
veiðar og úteyjalíf Vestmannaeyja
framtil 1960 fékk styrk.
Um þetta merka framtak segir:
-Þann 13. október 2012 er hálf öld
frá andláti Áma símritara og er þá
fyrirhugað að gefa út bók með
ritverka- og ljóðasafni hans. Ámi
safnaði ómetanlegum heimildum
um fólk, mannlíf, sögu og menn-
ingu Eyjanna auk þess sem hann
var skáldmæltur vel. Þessa á meðal
er háfaveiðimannatal Vestmanna-
eyja frá upphafi til um 1950 með
stuttum æviágripum á annað
hundrað manna sem eru nú flestir
látnir. Einnig er að finna samantekt
um hrapaða í björgum Vestmanna-
eyja frá 1800. Auk þessa er um að
ræða fjölbreytt safn styttri ritgerða
sem flestar fjalla um úteyjalíf og
fuglaveiðar, skreytt með fjölmörg-
um ljóðum Áma. Gert er ráð fyrir
að bókin verði á þriðja hundrað
síður í meðalstóru bandi.
Von ritnefndar er að bókina megi
prýða tiltækum ljósmyndum af
veiðimönnum í samvinnu við
ættingja.
Sjálfskipuð ritnefnd, eins og þeir
segja sjálfir, hefur ýtt verkinu af
stað og skipa hana dr. Erpur S.
Hansen, Kári Bjamason, Marinó
Sigursteinsson og Sigurgeir Jóns-
son.
Endurgera plötu Óla
Gauks með Oddgeirs-
lögunum
Þytur, félag um eflingu tónlistar á
landsbyggðinni fékk styrk.
Um hann segir: -Big Band Vest-
mannaeyja samanstendur af kenn-
urum og nemendum Tónlistarskóla
Vestmannaeyja auk nokkurra sem
eru ekki innan Tónlistarskólans.
Hljómsveitin hefur starfað frá
upphafi ársins 2009. Aðstöðu til
æfinga lætur Tónlistarskólinn af
hendi en nótnakaup og önnur út-
gjöld hafa verið á hendi félaganna
og velunnara.
Félagið ætlar að endurgera eina af
vinsælustu plötum íslandssögunnar,
plötu Sextetts Óla Gauks sem á eru
eingöngu lög Oddgeirs Kristjáns-
sonar.
Lögin verða útsett í Big Band stíl.
Þannig yrði til safn af þessum frá-
bæru Eyjalögum í nýjum búningi
auk þess sem útsetningarnar henta
fyrir lengra komna nemendur tón-
listarskólanna. Hljómsveitin hefur
komið fram tvisvar við góðar
undirtektir og flutt þau lög sem
þegar er búið að útsetja eða níu lög.
Því er sá hluti verkefnisins rúmlega
hálfnaður.
Stefnan var að ljúka þessu verk-
efni fyrir aldarafmæli Oddgeirs en
það tókst því miður ekki. Nú sér
fyrir endann á verkefninu. Þegar
hafa verið útsett níu lög, alls hafa
fimm útsetjarar komið að því verki,
þar á meðal Óli Gaukur sjálfur, sem
náði að útsetja eitt laganna áður en
hann lést.
30 þúsund síður á Netið
Héraðsfréttablaðið Fréttir fékk
fjórða styrkinn. Um styrkveitinguna
segir:
-Blaðið Fréttir hefur komið út í
Vestmannaeyjum óslitið frá árinu
1974. Útgáfa héraðsfréttablaða er
ómetanleg heimild og samtíma-
spegill fyrir þann stað eða svæði
sem blaðið þjónar. Nú hefur verið
ákveðið að skanna alla útgáfuna frá
upphafi til þessa dags, samtals ná-
lægt 30 þúsund blaðsíður eða um
2000 tölublóð.
Blaðið verður þannig sett á tölvu-
tækt form og verður m.a. aðgengi-
legt öllum á veraldarvefnum á
„heimaslod.is" og „eyjafrettir.is".
Stefnt er að opnun verksins á 40
ára útgáfuafmæli blaðsins sem er á
árinu 2014. Verkið verður unnið á
Bókasafni Vestmannaeyja undir
verkefnastjórn forstöðumanns
safnsins.
Styrktar- og menningarsjóðurinn
var   stofnaður var til minningar um
Þorstein Þ. Vfglundsson fyrrverandi
sparisjóðsstjóra.
Samstarfssamn-
ingur GV og
Sparisjóðsins
Við sama tækifærí undirritaði Sparisjóður
Vestmannaeyja samstarfssamning við
Golfklúbb Vestmannaeyja til þriggja ára.
Kom fram að Sparisjóðurinn og
Golfklúbburinn hafa átt í farsælu samstarfi um
mörg undanfarin ár og eru þessir samningar
staðfesting á áframhaldandi samstarli.
„Golfklúbburinn er einn af burðarásum
íþrótta- og æskulýðsstarfs í Vestmannaeyjum.
Sparisjóðurinn metur það að verðleikum og er
samningurinn sem undirritaður er núna
áþreifanlegur vitnisburður um aðkomu
Spurisjóðsins að íþrótta- og æskulýðsstarfi
félagsins," segir frétt frá Spavey og GV.
SAMNINGUR undirritaður Haraldur
Óskarsson, Helgi Bragason formaður GV, Rut
og Ólafur.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16