Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 50
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins ÚRSLIT DOMINOS-DEILD KARLA NJARÐVÍK - KR 88-77 Njarðvík: Nigel Moore 22, Ágúst Orrason 18, Elvar Már Friðriksson 17, Maciej Baginski 12, Ólafur Helgi Jónsson 12, Marcus Van 5/9 fráköst. KR: Brandon Richardson 22, Martin Hermannsson 16, Darshawn McClellan 9, Finnur Atli Magnusson 7, Helgi Már Magnússon 7. ÍR - STJARNAN 88-100 ÍR: Eric James Palm 33, Sveinbjörn Claessen 14, Hjalti Friðriksson 13, Þorvaldur Hauksson 9 Stjarnan: Brian Mills 18, Jovan Zdravevski 17/15 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 14, Justin Shouse 14/11 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 13. GRINDAVÍK - SKALLAGR. 107-65 Grindavík: Samuel Zeglinski 20, Sigurður Þor- steinsson 19, Jóhann Ólafsson 15, Aaron Brouss- ard 12, Ólafur Ólafsson 8. Skallagrímur: Carlos Medlock 23, Hörður Hreiðarsson 15, Trausti Eiríksson 7 SNÆFELL - FJÖLNIR 108-77 Snæfell: Ryan Amaroso 25/17 fráköst, Jay Threatt 21/14 stoðsendingar, Pálmi Sigurgeirsson 17, Jón Ólafur Jónsson 13, Sveinn Arnar Davíðsson 11. Fjölnir: Christopher Smith 30, Björgvin Ríkharðs- son 10, Róbert Sigurðsson 8, Gunnar Ólafsson 6. N1-DEILD KARLA HAUKAR - AKUREYRI 24-20 Haukar - Mörk (skot): Gylfi Gylfason 6 (9), Sigur- bergur Sveinsson 6/3 (11/3), Árni Steinþórsson 4. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 21 (41/1, 51%), Akureyri - Mörk (skot): Bergvin Þór Gíslason 7/1 (13/1), Geir Guðmundsson 4 (12). Varin skot: Jovan Kukobat 7 (29/2, 24%), FH - ÍR 29-24 FH - Mörk (skot): Ragnar Jóhannsson 7 (9), Þor- kell Magnússon 5 (7), Logi Geirsson 5/2 (11/2), Varin skot: Daníel Andrésson 20/2 (44/5, 45%), ÍR - Mörk (skot): Björgvin Hólmgeirsson 11 (21), Sturla Ásgeirsson 4/2 (8/4),. Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 16/1 FRAM - AFTURELDING 31-12 Fram - Mörk (skot): Róbert Aron Hostert 8 (10), Jóhann Gunnar Einarsson 6/3 (8/3) Varin skot: Magnús Erlendsson 15/1 (23/2, 65%), Afturelding - Mörk (skot): Birkir Benediktsson 4 (11), Árni Bragi Eyjólfsson 2 (3). Varin skot: Davíð Svansson 7 (24/2, 29%) VALUR - HK 26-26 Valur - Mörk (skot): Nikola Dokic 6 (9), Sveinn Aron Sveinsson 6/6 (9/6), Valdimar Þórsson 5 (8), Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 10 (26/2, 38%), HK - Mörk (skot): Bjarki Már Elísson 7/3 (11/3), Tandri Már Konráðsson 6 (12) Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 18 (42/4, 43%), ÚRSLIT EVRÓPUDEILD UEFA LYON - TOTTENHAM 1-1 1-0 Maxime Gonalons (17.), 1-1 Mousa Dembele (90.) Tottenham vann samanlagt, 2-3. Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu 20 mínútur leiksins fyrir Tottenham. METALIST - NEWCASTLE 0-1 0-1 Shola Ameobi, víti (64.) Newcastle vann samanlagt, 1-0. LIVERPOOL - ZENIT 3-1 0-1 Hulk (18.), 1-1 Luis Suarez (28.), 2-1 Joe Allen (43.), 3-1 Luis Suarez (59.) Zenit vann samanlagt, 3-3. Liðið fer áfram á marki á útivelli. CHELSEA - SPARTA PRAG 1-1 0-1 David Lafata (17.), 1-1 Eden Hazard (90.+1) Chelsea vann samanlagt, 2-1. STEAUA BÚKAREST - AJAX Leikurinn fór í framlengingu og var ekki lokið er Fréttablaðið fór í prentun. Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Ajax. KÖRFUBOLTI Þegar menn líta yfir tölfræðina hjá KFÍ-manninum Damier Pitts velta örugglega marg- ir fyrir sér hvernig Ísfirðingum tókst að krækja í þennan frábæra körfuboltamann. Damier Pitts er 23 ára gamall og á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku eftir að hafa spilað með Marshall- háskólanum í bandaríska háskóla- boltanum fjögur ár þar á undan. Pitts er nú stigahæstur í deildinni og í 3. sæti í stoðsendingum. Hann er allt í öllu í leik KFÍ-liðsins og það er margt í gangi inni á vellinum sem fer ekki í gegnum hann. KFÍ tapaði fyrstu fimm leikjun- um með hann innanborðs en hefur nú unnið þrjá af síðustu fimm leikj- um sínum og annað tapanna kom á dramatískan hátt í framlengingu. „Hann minnir svolítið á mig þegar ég var að spila,“ sagði Pétur Már Sigurðsson í léttum tón þegar undirritaður spurði hann út í Damier Pitts, bandarískan leikstjór- nanda liðsins sem hefur farið á kost- um með KFÍ síðan að hann kom til Ísafjarðar í nóvember. Draumaleikmaður í þessa stöðu Pétur Már getur samt ekki frek- ar en aðrir á Ísafirði leynt aðdáun sinni á þessum frábæra leikmanni sem hefur skorað yfir 30 stig í níu leikjum í röð. „Hann er rosalega góður. Það er góð ára í kringum hann og hann er mikill leiðtogi innan sem utan vall- ar. Þetta er klárlega algjör drauma- leikmaður í þessa stöðu,“ segir Pétur Már. Pitts hefur góða afsökun fyrir því að skora ekki 30 stig í fyrsta leikn- um. „Hann skoraði reyndar bara 17 stig í fyrsta leiknum sínum en þá lenti hann bara um morguninn,“ sagði Pétur en síðan þá hefur kapp- inn skorað minnst 30 stig í leik og þá gaf hann líka 11 stoðsendingar í sigurleik á móti Skallagrími. En hvernig verða menn svona heppnir í kanahappadrættinu? „Ég er með góð sambönd. Hann spennti bogann mjög hátt og það gekk ekki upp. Við létum erlenda leikmanninn okkar fara í byrjun nóvember og þá var hann á lausu. Ég var þá að skoða nokkra leik- menn en leyst mjög vel á hann því hann var einmitt týpan sem ég var að leita að,“ sagði Pétur Már sem er samt alveg tilbúinn að taka ábyrgð á slæmri byrjun í vetur. Gerði fyrst mistök „Ég sem þjálfari gerði mistök í útlendingavali og þurfti að súpa seyðið af því. Þá komst þetta seint og illa af stað en það virðist vera mikill stígandi í liðinu og menn eru jákvæðir yfir öllu sem er að ger- ast núna. Við erum mjög grimmir að komast í úrslitakeppnina og það er það eina sem kemst núna að hjá okkur,“ segir Pétur og Pitts á mik- inn þátt í því. „Ég veit ekki hvort það komi honum á óvart að hann small inn í leikkerfið hjá mér. Við erum að hlaupa eitthvað sem hentar honum vel og ég leyfi honum að hafa ákveð- ið frjálsræði. Hann finnur líka leik- mennina í kringum sig og stjórnar leiknum vel. Við erum í góðu sam- bandi og þetta er eðal drengur,“ segir Pétur Már sem sparar ekki hrósið á sinn mann. „Hann er algjör töffari og það skín af honum sjálfstraustið. Það hefur áhrif enda er hann mikill sig- urvegari. Á æfingum verður mönn- um oft heitt í hamsi því menn eru grimmir í að vinna leiki á æfingum. Það hefur komið með hans tilvist í liðinu,“ segir Pétur Már. Eiginlega alltaf brosandi „Hann er ótrúlega jákvæður og allt- af tilbúinn að koma að dæma eða hjálpa til. Hann er orkubolti sem er eiginlega alltaf brosandi. Þetta er alveg eðalsending,“ segir Pétur Már að lokum. ooj@frettabladid.is Draumaleikmaður og töff ari Pétur Már Sigurðsson, þjálfari KFÍ í Dominos-deild karla í körfubolta, vann í kanahappadrættinu í nóvember þegar hann samdi við Damier Pitts. Damier er búinn að brjóta 30 stiga múrinn í níu leikjum KFÍ í röð. 32,9 STIG OG 7,4 STOÐSENDINGAR Í LEIK Damier Pitts hefur spilaði frábærlega með KFÍ-liðinu í vetur. Hér er hann í leik á móti Snæfelli. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Damier Pitts viðurkennir það að það hafi verið klúður hjá umboðsmanni sínum sem varð til þess að hann endaði á Ísafirði en hann sé samt stað- ráðinn í að gera það besta úr þessari stöðu. „Það er mjög gott og afslappað að vera hér á Ísafirði. Ég er frá stórri borg í Bandaríkjunum þannig að það er mjög öðruvísi fyrir mig að búa í svona litlum bæ,“ segir Damier Pitts. „Mér líður vel á Ísó, það eru allir almennilegir og ég nýt lífsins hérna. Ég er búinn að vera að spila vel og hugsa bara um að gefa allt mitt í hvern einasta leik og gera það sem ég þarf að gera fyrir liðið. Markmið okkar er að komast upp í sjöunda eða áttunda sætið og við ætlum að gera allt sem við getum til þess að komast í úrslitakeppnina,“ segir Damier. „Myrkrið er svo sem ekkert að angra mig en ég hef líklega bara séð sólina tvisvar sinnum síðan ég kom til Ísafjarðar. Það er skrítið en ég fæ að sjá sólina þegar ég kem til Reykjavíkur. Við keyrum líka í alla leiki og fljúgum aldrei. Þetta eru hátt í sex tíma ferðir og það er mikil breyting fyrir mig.“ Bara búinn að sjá sólina tvisvar sinnum FÓTBOLTI Forráðamenn þýska félagsins Schalke 04 íhuga nú að kæra þátttöku Fílbeinsstrendingsins Di- diers Drogba í 1-1 jafntefli Schalke 04 og Galatasaray í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar- innar á miðvikudag. Didier Drogba gekk til liðs við tyrkneska félagið í lok janúar en hann fékk sig þá óvænt lausan frá kínverska félaginu Shanghai Shenhua. Schalke 04 skrifar um málið inni á Twitter-reikning félagsins í dag. „Það er vafi um hvort Drogba hafi verið kominn með full- gilt keppnisleyfi í Meistaradeildinni og Schalke ætlar að skoða málið betur.“ Didier Drogba átti góðan leik með Galatasaray en Þjóðverjarnir náðu að jafna rétt fyrir hálfleik og eru í fínum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi. Hinn nýi leikmaðurinn hjá tyrkneska félaginu, Hollend- ingurinn Wesley Sneijder, fann sig ekki eins vel og var skipt af velli í leikhléi. - óój Drogba gæti hafa verið ólöglegur 15% afsláttur Gildir út febrúar FÓTBOLTI Fyrrum landsliðsmark- vörður Englands, David James, kemur til Vestmannaeyja í dag og mun æfa með Pepsi-deildarliðinu fram til sunnudags. Hann er fyrst og fremst að skoða aðstæður og eftir helgina verður sest niður og rætt við hann um fram- haldið. ÍBV vantar markvörð, meðal annars, eftir að Abel Dhaira fór frá félaginu. Hinn 42 ára gamli James hefur spilað 572 leiki í ensku úrvalsdeildinni og 212 í neðri deildunum. Hann lék meðal annars með Liverpool, Man. City og svo Portsmouth þar sem hann lék með þjálfara ÍBV, Hermanni Hreiðarssyni. Þeir urðu enskir bikarmeistarar með Portsmouth árið 2008. - hbg David James skoðar aðstæður hjá ÍBV FÉLAGAR Hermann faðmar hér James er þeir urðu bikarmeistarar með Portsmouth. NORDICPHOTOS/GETTY FAGNA Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham fagna hér marki Dembele sem kom tottenham áfram í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY SPORT 2 . febrúar 2013 FÖSTUDA FÓTBOLTI Arnór Smárason segist gjarnan vilja komast aftur í hollenska boltann eftir að samningur hans við Esbjerg í Danmörku rennur út í sumar. Arnór hefur verið hjá Esbjerg í tvö og hálft ár en þangað kom hann frá Heerenveen í Hollandi. Arnór, sem er Skagamaður, fór ungur til Hollands á sínum tíma. „Stefnan er að komast aftur til Hol- lands, í stærri deild og í betra lið. Mér líkar vel við hollenska boltann og ég hef metnað til að spila aftur þar,“ sagði Arnór í viðtali við Boltann á X-inu í gær. Horfi r til Hollands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.