Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 07.03.2013, Blaðsíða 64
7. mars 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 56 visir.is Allt um leiki gærkvöldsins ÚRSLIT ALGARVE-BIKARINN BANDARÍKIN - ÍSLAND 3-0 1-0 Rachel Buehler (48.), 2-0 Shannon Boxx (62.), 3-0 Abby Wambach (74.). Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir– Dóra María Lárusdóttir, Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggós- dóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir– Fanndís Friðriksdóttir (46. Rakel Hönnudóttir), Sara Björk Gunnarsdóttir (83. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir), Katrín Ómarsdóttir (73. Edda Garðarsdóttir), Hólmfríður Magnúsdóttir– Dagný Brynjarsdóttir (78. Guðný Björk Óðinsdóttir)– Harpa Þorsteins- dóttir (73. Elín Metta Jensen). DOMINO‘S-DEILD KVENNA KKÍ ákvað eftir samráð við lögregluna að fresta öllum leikjum gærkvöldsins vegna veðurs. MEISTARADEILD EVRÓPU 16-LIÐA ÚRSLIT JUVENTUS - CELTIC 2-0 1-0 Alessandro Matri (24.), 2-0 Fabio Quagliarella (65.). Juventus komst áfram, 5-0 samanlagt. PSG - VALENCIA 1-1 0-1 Jonas (55.), 1-1 Ezequiel Lavezzi (66.). PSG komst áfram, 3-2 samanlagt. SPORT KÖRFUBOLTI Darri Hilmarsson spilar ekki meira með liði Þórs Þorlákshafnar í Domino‘s-deild- inni á þessu tímabili, en einn allra mikilvægasti íslenski leikmaður- inn í deildinni varð fyrir slæmum meiðslum í leik á móti Tindastól á dögunum. „Þetta var óheppni og bara partur af því að spila körfubolta því maður getur alltaf lent í svona slysi. Auðvitað er hrikaleg tíma- setning á þessu rétt fyrir úrslita- keppnina, sem er ekki nógu gott. Það er svekkjandi og gerir þetta mjög erfitt fyrir okkur,“ segir Darri, en leikstjórnandinn Baldur Þór Ragnarsson þurfti að fara í aðgerð vegna kviðslits. „Þegar ég lendi í þessum árekstri heyri ég mikið brak og fæ mikinn verk. Þá vissi ég strax að þetta væri ekki eitt- hvað sem maður myndi harka af sér. Maður hefur verið heppinn með meiðsli og aldrei lent í neinu svona alvarlegu. Það hefur alltaf verið eitthvert smá hnjask á manni en ekki eitthvað alvarlegt. Maður er hálf fatlaður og getur ekkert notað hægri höndina almennilega. Þá er erfitt að spila körfubolta,“ segir Darri. Hann meiddist í upp- hafi leiksins á móti Tindastóli en félögum hans tókst samt að landa sigri. „Við ætluðum okkur að enda ofarlega í deildinni og reyna að gera einhverja skemmtilega hluti í úrslitakeppninni. Það var planið nú er þetta aðeins erfiðara fyrir okkur fyrst að við Baldur dettum út,“ segir Darri, sem var ekki að lenda í sínu fyrsta samstuði á ferl- inum. „Þetta var ekkert sérlega harð- ur árekstur og maður hefur lent í fullt af árekstrum og ekkert fund- ið fyrir því. Þarna var ég með öxl- ina á undan mér og var að teygja mig í boltann. Ég lendi þá á Hreini og finn strax eitthvert brak. Þetta hefur verið einhver algjör óheppni því áreksturinn var ekkert harð- ur. Höggið var mjög skrítið,“ segir Darri, sem þarf nú að hvetja liðið frá hliðarlínunni. „Það er mjög furðulegt að geta ekki haft áhrif á leikinn og hjálp- að til af einhverju viti heldur vera að kalla inn á völlinn og reyna að styðja strákana,“ sagði Darri. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera allavega inni á topp fjór- um og fá heimavallarrétt í fyrstu umferð. Það væri geggjað ef að við myndum halda öðru sætinu,“ segir Darri að lokum. - óój Algjör óheppni því áreksturinn var ekki harður Darri Hilmarsson missir af úrslitakeppninni með Þór Þorlákshöfn eft ir að hafa meiðst illa í síðasta leik. MIKILVÆGUR Darri Hilmarsson er lykilmaður í bæði varnar- og sóknarleik Þórs. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KÖRFUBOLTI Helgi Már Magnús- son segir að það hafi reynst jafn- vel erfiðara en hann átti von á að vera spilandi þjálfari KR í Dom- inos-deild karla. Frammistaða liðsins hefur valdið vonbrigðum á yfirstandandi tímabili og á mánu- dag var skipt um aðstoðar þjálfara. Gunnar Sverrisson var látinn fara og Finnur Freyr Stefánsson, þjálf- ari kvennaliðs KR, settur inn í hans stað. „Það var leiðinlegt að þetta hafi bitnað á Gunnari en það þurfti að gera breytingar og þetta er sú ákvörðun sem stjórnin tók,“ sagði Helgi Már við Fréttablaðið. Helgi og Finnur munu sjá um að setja upp æfingar liðsins í sam- einingu en Finnur mun svo stýra þeim, sem og leikjunum. Það er gert svo að Helgi geti einbeitt sér betur að hlutverki sínu sem leik- maður. „Ég hef kannski verið fullmikið að skipta mér af og það tók aðeins frá mér sem leikmaður. Við teljum því betra að ég einbeiti mér að því að vera leikmaður á æfingum og í leikjum,“ segir Helgi. Reynslan er ómetanleg Hann segir að það sé ekki auðvelt að blanda þessum tveimur hlut- verkum saman. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi en þetta tekur svo- lítið á. Það eru alls konar mál utan körfuboltans sem maður þarf að pæla í en þetta er engu að síður búið að vera mjög skemmtilegt, auk þess sem reynslan er ómetan- leg.“ Helgi segist alltaf haft gaman að því að vera hluti af leikmannahópi í liðsíþrótt eins og körfubolta. En hann er nú í annarri stöðu en aðrir leikmenn. „Ég hef alltaf haft mjög gaman að því gríni og glensi sem ríkir inn í klefanum. En maður hefur aðeins þurft að halda aftur af sér og bíta í tunguna. Það er kannski það helsta sem ég sakna nú,“ segir Helgi. „Það er stundum fín lína á milli leikmanna og þjálfara en ég þarf að vera báðum megin við hana. Ég reyni bara að gera mitt besta.“ Tveir sigrar í sjö leikjum KR er í sjötta sæti deildarinnar með 20 stig, jafn mörg og Njarðvík sem er í sjöunda sæti. KR endar ekki neðar en í sjöunda sæti og ólíklegt að það nái fimmta sæt- inu úr þessu, enda aðeins þrjár umferðir eftir af deildarkeppn- inni. KR hefur aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikjum sínum en Helgi vonar að með breyttum áherslum í þjálfuninni horfi nú til betri vegar. „Á þessum tímapunkti ættu liðin að vera að fínpússa sinn leik en við erum kannski aðeins eftir á í því ferli. Ég er samt vel gíraður fyrir úrslitakeppnina og allt liðið líka. Þetta verður ekki auðvelt en það er ekkert annað í stöðunni en að takast á við það.“ Þjálfarar sem ólu mig upp Eins og staðan í efri hlutanum er nú horfir beinast við að KR muni mæta annaðhvort Þór Þorlákshöfn eða Snæfelli, þó svo að það gæti vissulega breyst. Þjálfarar þeirra liða, Ingi Þór Steinþórsson og Benedikt Guðmundsson, eru báðir gamlir KR-ingar. „Og menn sem ólu mig upp á körfuboltavellinum,“ segir Helgi í léttum dúr. „Bæði lið eru vel þjálfuð og því ættu þetta að vera ansi spennandi. Við erum tilbúnir og ég tel að við verðum öðrum liðum erfiðir í úrslitakeppn- inni.“ eirikur@frettabladid.is Þarf að bíta í tunguna Helgi Már Magnússon, spilandi þjálfari KR, segir stundum erfi tt að vera báðum megin við línuna. Nýverið voru gerðar breytingar á þjálfarateyminu og leikmanninum Helga gefi ð meira svigrúm í liði KR-inga. ÞJÁLFARINN Í ELDLÍNUNNI Helgi Már Magnússon er í lykilhlutverki hjá KR sem leikmaður en hann er einnig þjálfari liðsins. FRÉTTABLAÐI/VILHELM FÓTBOLTI Ísland tapaði fyrsta leik sínum í Algarve-keppninni í ár en liðið mætti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna. Eftir marka- lausan fyrri hálfleik lauk leiknum með 3-0 sigri Bandaríkjanna. Tvö markanna komu með skalla eftir hornspyrnu og það síðasta eftir að sóknarmaður Bandaríkjanna komst inn í sendingu aftur til Þóru B. Helgadóttur í íslenska markinu. Það var þó jafnræði með liðunum fyrsta hálftímann en eftir það fór að draga í sundur. Besta færi Íslands fékk varamaðurinn Sandra María Jessen sem komst í gegn eftir send- ingu Rakelar Hönnudóttur. Sandra komst framhjá bandaríska markverð- inum en skaut framhjá markinu. Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir hvíldi í leiknum í gær og bar Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliðabandið í hennar fjarveru. Edda Garðarsdóttir lék á miðjunni og þar með sinn 98. landsleik frá upphafi. Aðeins Katrín hefur spilað fleiri leiki. Ísland leikur í B-riðli á mótinu en í hinum leik riðilsins gerðu Svíþjóð og Kína 1-1 jafntefli. Ísland mætir Svíum á föstudaginn og verður leikurinn sýndur beint á Eurosport. - esá Tap fyrir Bandaríkjunum á Algarve 3-0 SIGUR Leikmenn Bandaríkjanna fagna en fremst er hin sautján ára Glódís Perla Viggósdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓTBOLTI Brynjar Björn Gunnarsson fékk í gær félagaskipti yfir í KR og er því orðinn löglegur með félaginu. Brynjar kemur til félagsins frá Reading, þar sem hann hefur verið síðan árið 2005. Hann gerði tveggja ára samning við KR. Brynjar er uppalinn KR-ingur en hleypti heimdrag- anum árið 1998 er hann gekk í raðir norska félags- ins Vålerenga. Á löngum atvinnumannaferli hefur hann einnig leikið með Moss, Örgryte, Stoke, Nottingham Forest og Watford. Þessi fyrrverandi landsliðsmaður er orðinn 37 ára gamall. Til stóð að hann kæmi heim síðasta sumar en við það var hætt er Reading vildi framlengja samning við hann. Brynjar Björn lék 74 A-lands- leiki á sínum tíma. - hbg Brynjar Björn kominn til KR FÓTBOLTI Manchester United verður mögulega refsað fyrir að fara ekki að reglum eftir leik liðs- ins gegn Real Madrid í Meistara- deild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Real Madrid vann leikinn, 2-1, en hvorki knattspyrnustjóri United, Alex Ferguson, né leikmenn liðs- ins mættu í viðtöl eftir leik. United-menn voru ósáttir við rauða spjaldið sem Nani fékk í leiknum fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Aganefnd UEFA tekur nú málið fyrir og ákveður hvort Nani fái meira en eins leiks bann, sem er lágmarksrefsing fyrir rautt spjald. Mike Phelan, aðstoðarstjóri Ferguson, mætti á blaðamanna- fund eftir leikinn og sagði Fergu- son og leikmenn United niður- brotna eftir leikinn. Madrídingar unnu rimmuna samanlagt, 3-2, og komast þar með í fjórðungsúrslit keppninnar. - esá United tekið fyrir hjá UEFA FÉKK RAUTT United-menn voru afar ósáttir við rauða spjaldið sem Nani fékk gegn Real Madrid. NORDICPHOTOS/GETTY Munurinn á framlagsstuðli Helga Más í sigurleikjum (19,3) og tapleikjum (8,4) KR. +10,9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.