Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 16.11.2013, Blaðsíða 84
16. nóvember 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN BÆKUR | 52 Galdraskræða kom upp-haflega út árið 1940. Var þá handskrifuð og handteiknuð og gefin út í hálfgerðu ljósriti í mjög fáum eintökum,“ segir Anna Lea Friðriksdóttir, einn aðstandenda Lesstofunnar. „Hún hefur verið ófáanleg lengi og geng- ið manna á milli í þessu handriti, þannig að okkur þótti full ástæða til að gefa hana út aftur.“ Höfundurinn kallar sig Skugga, hver var hann? „Hann hét Joch- um M. Eggertsson, var ættaður úr Þingeyjarsveit, búfræðingur að mennt og bróðursonur Matthíasar Jochumssonar. Hann grúskaði í ýmsu og skrifaði nokkrar bækur undir skáldanafninu Skuggi, var mjög beittur penni og deildi hart á samfélagið í því sem hann skrifaði.“ Galdraskræða inniheldur upp- skriftir að göldrum, galdrastafi og slíkt og Anna Lea segir Skugga hafa hugsað bókina sem yfirlit um hvítagaldur á Íslandi. „Hann safn- aði þessu saman úr ýmsum handrit- um sem hann tiltekur aftast í bók- inni. Þetta eru sem sagt allt góðir galdrar; varnargaldrar, ástargaldr- ar og svona hitt og þetta. Meining höfundarins var að skrifa líka rit um svartagaldur en það er ekki vitað til þess að sú fyrirætlun hafi komist í framkvæmd.“ Hvers vegna eruð þið að gefa þetta út núna, er þetta eitthvað sem fólk mun nýta sér? „Við nátt- úrulega vonum að fólk nýti sér þetta og prófi galdrana. Aðallega er þetta samt merkileg heimild um þetta tímabil í sögu Íslands og er stærsta heildarsafn af göldrum sem fáanlegt er. Auk þess er mik- ill þjóðlegur fróðleikur þarna inn á milli og þjóðsögurnar fléttast inn í, þannig að þetta er mjög skemmtileg lesning.“ Þórarinn Eldjárn skrifar for- mála þar sem hann rekur ævihlaup Skugga og Anna Lea segir að Þór- arinn sé annar tveggja manna á landinu sem sé sérfróður um hann. „Hinn er Megas og við lögðum ekki alveg í hann.“ Bókin er mjög vönduð að allri gerð enda segir Anna Lea að Les- stofan leggi metnað sinn í að vanda til verka í útgáfum bóka sinna. „Þessi bók hefur fylgt okkur lengi og við vorum alltaf ákveðin í að gefa hana út, spurningin var bara hvernig við ættum að gera það. Þegar við vorum búin að tryggja okkur útgáfuréttinn heyrðum við af því fyrir algjöra tilviljun að heill bekkur í Listaháskólanum væri að fást við það að teikna alla galdra- stafina og rúnaletrið upp á nýtt þannig að við fórum í samstarf við þau og þá aðallega einn myndlistar- nema, Arnar Fells Gunnarsson, sem tók við keflinu, gerði bókina að lokaverkefni sínu frá Listaháskól- anum og vann hana síðan áfram með okkur. Þannig að hún er með dálítið öðru sniði en upphaflega bókin.“ Viðtökur við bókinni hafa verið góðar og nú er ensk útgáfa í bígerð. „Já, við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga alls staðar að, erum búin að senda bók til Rússlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Danmerkur, og munum halda áfram að koma henni á markað sem víð- ast. Það er greinilega miklu meiri áhugi á galdri en nokkur hefði getað ímyndað sér.“ Við höfum fundið fyrir mjög miklum áhuga alls staðar að, erum búin að senda bók til Rússlands, Bandaríkjanna, Þýska- lands og Danmerkur. BÆKUR ★★★★ Sæmd Guðmundur Andri Thorsson JPV-ÚTGÁFA Guðmundur Andri Thorsson er mikill meistari í mannlýsingum í skáldskap. Í nýjustu skáldsögu sinni, Sæmd, málar hann fyrir les- endur eins konar portrett af tveim- ur þekktum mönnum úr íslenskri menningarsögu: skáldinu og fjöl- fræðingnum Benedikt Gröndal annars vegar og fræðimanninum og kennaranum Birni M. Ólsen hins vegar. Þeir birtast sem ólík- ir menn í sögu Guðmundar Andra: Ólsen strangur, siðavandur og ósveigjanlegur, kallaður Harðstjór- inn af skólasveinum, en Gröndal á hinn bóginn breyskur og drykkfelldur en líka til- finninganæmur og skiln- ingsríkur á bresti í fari annarra. Þessir tveir menn voru um hríð samstarfsmenn við Lærða skólann og Sæmd lýsir árekstri sem verður á milli þeirra innan veggja skólans. Þar kemur til sögunn- ar þriðja aðalpersóna sögunnar og sögumað- ur hennar, skólapiltur- inn Ólafur sem situr að afloknu ævistarfi sínu og lítur til baka. Smávægileg yfir- sjón Ólafs verður til þess að ólíkar hugmyndir þessara tveggja manna um sæmd og heiður rekast á. Mynd sögunnar af Gröndal er viðkvæmnisleg og falleg. Hann hefur misst stoð sína og styttu í líf- inu, eiginkonuna Ingu, en sambandi hans við dótturina, Túllu litlu, er fal- lega lýst, þau deila heimi ævintýra og sagna sem verða Gröndal kærkom- ið athvarf þegar umheimurinn verð- ur honum um megn. Þótt hann sé ekki mikill bógur út á við reynist hann vera sá eini sem getur staðið uppi í hárinu á valdinu. Björn M. Ólsen er að einhverju leyti skúrkurinn í sögunni, en lýs- ing hans er engu síður áhugaverð en lýsingin á Gröndal, kannski ekki síst vegna þess að hann er ekki eins þekktur og höfundur Dægradval- ar og Heljarslóðarorrustu. Björn er, þrátt fyrir allt, klofnari ein- staklingur en Gröndal. Hann er umsjónarmaður skólans og við pilt- ana er hann harður og reglufastur svo stappar nærri öfgum. Lesand- inn fær á tilfinninguna að hann sé rangur maður á röngum stað, samt fórnar hann eigin frama til þess að geta sinnt starfi sínu sem kennari ungra pilta. Í einkalífinu á hann sér aðra hlið og mýkri, ekki síst þá sem snýr að ungum fóstursyni hans, Sigga litla, og föður hans og hjart- ans vini Björns, Sigurði slembi. Í samdrykkjum þeirra og vin- áttu birtist skýrt að Sæmd er saga um karla í karlaheimi, samheldni þeirra og samtryggingu en líka veikleika þeirra og varnarleysi. Hún er áhugarverð stúdía á því sem kynjafræðingar kalla hómósósíal- ítet, andlega samkynhneigð karla, ekki síst í efri lögum samfélagsins. Sagan lýsir körlum og drengjum sem lifa í sínum eigin heimi sem er því sem næst kvenmannslaus, þeir eiga forréttindin vís, eru valdastétt í valdalitlu samfélagi, þjakaðir af smáþjóðarmetnaði og minnimáttar- kennd. Lýsing sögunnar á þessum heimi er í senn áhugaverð söguleg greining og frábærlega dregnar myndir af eftirminnilegum pers- ónum Íslandssögunnar. Jón Yngvi Jóhannsson NIÐURSTAÐA: Meistaralegar mannlýsingar og áhugaverð gegnum- lýsing á samfélagi karla í fortíðinni. Karlar með körlum Útflutningur á göldrum Galdraskræða eftir Skugga er komin út í nýrri og vandaðri útgáfu Lesstofunnar. Þar má finna teikningar af galdrastöfum, uppskriftir að göldrum auk þess sem þjóðsögur og þjóðlegur fróðleikur blandast inn í. Anna Lea Friðriksdóttir segist vonast til að fólk nýti sér bókina og prófi að galdra, en aðallega sé bókin þó einstæð heimild. ANNA LEA FRIÐRIKSDÓTTIR „Við náttúrulega vonum að fólk nýti sér þetta og prófi galdrana.“ FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Sá er gera vill gandreið skal rista þennan staf á skininn hrosshaus úr tvenns konar blóði; skal annað vera úr manninum sjálfum en hitt úr hesti, og blanda til þriðjunga; skulu tveir partar vera úr hesti; undan tungu þeirri er liggur innan í hófnum á hægra framfæti og undan stórutá á vinstri fæti á manninum.– Stafinn skal draga með hanafjöður, og sá er hefur gandreiðarbeisli getur þá riðið loft og lög, hvert sem hann listir að fara. Gandreiðarbeisli er svo til búið að tekinn er upp nýgrafinn maður, og af honum rist hrygglengjan. Hana skal hafa í tauma. Því næst skal flá höfuðleðrið af hinum dauða manni og hafa til höfuðleðurs í beislið. Málbein hins dauða manns skal í mél hafa og mjaðmirnar í kjálka. Galdur þarf og að lesa hér yfir, og er þá beislið búið. Þarf nú ekki annað en leggja gandreiðar- beislið við hrosshausinn. Fer hann þá í loft upp með þann er á situr og flýgur fljótar en elding til þess staðar er maður vill. Verður þá þytur mikill í loftinu. Upplag bókarinnar Hér heilsast skipin, tveggja binda rits Guðjóns Friðriks- sonar um sögu hafnanna við Faxaflóa, hefur tafist um nokkra daga í hafi þar sem upplagið var um borð í Goðafossi, sem kviknaði í á dögunum. Bækurnar eru óskemmdar og koma í verslanir í lok næstu viku. Bækur í eldsvoða FIMMTA PRENTUN Sigurganga verðlaunabókar Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, heldur áfram og fimmta prentun kemur í verslanir um helgina. Slíkar vinsældir eru nánast einsdæmi þegar ný ljóðabók á í hlut. Ljóðabók Valdimars Tómassonar, Sonnettugeigur, situr á toppi metsölu- lista ljóðabóka þessa vikuna og hefur þar með skotið hinni geysivinsælu bók Bjarka Karlssonar, Árleysi alda, ref fyrir rass. Í bókinni yrkir Valdimar um ástina og dauðann undir ströngum hætti sonn- ettunnar. Valdi á toppnum Heildarsafn ljóða Gerðar Kristnýjar verður gefið út í vor en fyrstu þrjár ljóðabækurnar hennar eru alveg uppseldar og hafa verið lengi. Endur- prentun Blóðhófnis frá því nú í haust er líka uppseld, en Blóðhófnir er nú fáanlegur sem rafbók. Blóðhófnir er kominn út á ensku, dönsku, sænsku og norsku. Nýjasta útgáfan er á finnsku og kom bókin út í Finnlandi á dögunum í þýðingu Tapios Koivukari. Gerður er á sífelldum ferðalögum á ljóðahátíðir – ljóðin draga hana um allar heimsins koppagrundir. Hún las úr Blóðhófni fyrir Danadrottningu á miðvikudaginn og færði henni síðan eintak af bókinni á dönsku. Blóðhófnir brokkar um heiminn GANDREIÐARSTAFUR FÆRT TIL BÓKAR !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.