Akureyri


Akureyri - 15.03.2012, Blaðsíða 2

Akureyri - 15.03.2012, Blaðsíða 2
2 15. MARS 2012 Beint flug til London? Mynd: Hagur Strympu að vænkast? Flugleiðir tengja í sumar flug frá Akureyri við ferðir til útlanda og Iceland Express hyggur á nýja land- vinninga. Iceland Express skoðar nú beint flug frá Akureyri til Lund- úna. Eins og greint hefur verið frá flýgur Iceland Express vikulega milli Akureyrar og Kaupmanna- hafnar í júlí og fram í ágúst og segir Heimir Már Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Iceland Express, að „...ef vel gengur með þessa þjónustu í samvinnu við ferðaþjónustuaðila, sveitarfélög á Norðurlandi og fleiri, er Iceland Express með í skoðun að fljúga frá Akureyri til annarra áfangastaða í Evrópu í haust og vetur. Er þá helst horft til Lund- úna.“ Samningur hefur verið gerður milli Iceland Express annars vegar og Flugklasa Norðurlands Air 66N og ISAVIA hins vegar, um að styrkja millilandaflug frá Akureyri. Að Flug- klasa standa aðilar í ferðaþjónustu, sveitarfélög og fyrirtæki á Norður- landi. Sameiginlega og hver um sig munu þessir aðilar kynna Norðurland sem ferðamannasvæði og þá þjónustu sem fyrirtæki þar hafa upp á að bjóða sem og þjónustu Iceland Express. Þegar flugtímabilinu milli Akur- eyrar og Kaupmannahafnar lýkur í sumar, verður boðið upp á beint flug milli Egilsstaða og Kaupmanna- hafnar í þrjár vikur. Fyrsta flugið frá Egilsstöðum verður mánudaginn 13. ágúst og eru brottfarartímar þeir sömu og í fluginu milli Kaupmanna- hafnar og Akureyrar. a MÁLI UM KEA KORT VÍSAÐ FRÁ EFTIRLITINU Gauti Einarsson, lyfsali í Akureyrar­ apóteki, segir að Samkeppnis­ eftirlitið hafi ákveðið að aðhaf­ ast ekki gegn KEA vegna máls sem Gauti kærði í fyrrahaust og Akureyri vikublað fjallaði um á sínum tíma. Kært var vegna samstarfs Lyfja og Heilsu og KEA og hafði Samkeppniseftirlitið kallað eftir ýmsum gögnum og svörum frá aðilum. Niðurstaðan er að láta málið niður falla þar sem „þær upplýs­ ingar sem Samkeppniseftirlitið hefur aflað gefi ekki til kynna skýr brot á samkeppnislögum“ eins og það er orðað. „Ég hef ákveðið að una þessu og halda ekki áfram með málið að svo stöddu,“ segir Gauti. a Norðlensk orka kostar minna en í Reykjavík Aðalfundur Norðurorku fór fram í síðustu viku. Geir Kristinn Aðal- steinsson, stjórnarformaður gerði grein fyrir rekstri félagsins á liðnu ári og helstu framkvæmdum. Fram kom í máli Geirs að staða Norður- orku er mjög sterk. Eigið fé samtæð- unnar er tæpir 5,2 milljarðar og eigið fjárhlutfall rúmlega 55%. Hagnaður á liðnu ári nam rúmlega 473 milljón- um króna. Fram kom í máli Geirs að stjórn Norðurorku hf. hefði markað þá stefnu að viðskiptavinir félags- ins nytu góðs af sterkri stöðu þess. Þetta birtist fyrst og fremst í því að verðskrárbreytingum er haldið í lágmarki. Sagði hann Norðurorku hf. standa mjög vel að vígi að þessu leyti. Raunverð raforkudreifingar hefur farið lækkandi og sé nú það lægsta á landinu. Þá hafi Norð- urorka náð þeim árangri að verð heita vatnsins hefur lækkað mjög undangengin ár og nú liggi fyrir sú ánægjulega niðurstaða að meðal- notkun á Akureyri sé í fyrsta skipti í sögunni ódýrari hjá Norðurorku heldur en Orkuveitu Reykjavíkur. Þá vakti Geir athygli á góðum ár- angri Norðurorku í gæðamálum og gerði grein fyrir því að fyrirtækið hefði fyrst orkufyrirtækja fengið heimild Neytendastofu til reksturs innra eftirlitskerfis fyrir alla sölu- mæla fyrirtækisins, þ.e. rafmagns og heits og kalts vatns, sem væri hluti af gæðakerfi fyrirtæksins. Í stjórn félagsins voru kjörin, Ás- dís Elva Rögnvaldsdóttir, Edward Hákon Huijbens, Geir Kristinn Að- alsteinsson, Halla Björk Reynisdótt- ir og Njáll Trausti Friðbertsson. Í varastjórn voru kjörnir Haraldur Helgason, Helgi Snæbjarnarson, Inda Björk Gunnarsdóttir, Kristín Sigfúsdóttir og Sigurður Hermanns- son. a Erum miður okkar að missa Ágúst Torfa til annarra starfa „Ágúst Torfi fékk atvinnutilboð sem hann gat ekki hafnað. Við höfum ver- ið gríðarlega ánægð með hans störf og vissulega erum við miður okkar yfir því að missa svo öflugan forstjóra. Við skiljum hins vegar hans afstöðu, hann fær tækifæri sem er gríðarlega stórt fyrir svo ungan mann,“ segir Geir Kristinn Aðalsteinsson stjórn- arformaður Norðurorku. Ágúst Torfi Hauksson, sem ráðinn var aðeins fyrir nokkrum mánuðum sem forstjóri Norðurorku, hvarf til starfa hjá Jarðborunum í síðustu viku. Í eina viðtalinu sem kunnugt er að Ágúst Torfi hafi veitt fjölmiðlum sem forstjóri Norðurorku, skömmu áður en hann hóf störf, sagði hann í Akureyri vikublaði að hann teldi að virkjanastefna hefði ekki að öllu leyti heppnast vel hér á landi og gagnrýndi bæði hugmyndir um álver á Húsavík og Kárahnjúka- virkjun sem hann taldi vera mistök. Geir Kristinn segir spurður um hvort viðhorf Ágústs hafi valdið samstarfs- erfiðleikum, að viðtalið í Akureyri vikublaði hafi verið rætt innan stjórnar á sínum tíma, en allt tal um óeiningu á milli forstjóra og stjórnar sé úr lausu lofti gripið. Starfslokin séu í fullkominni sátt og stjórn óski Ágústi velfarnaðar á nýjum slóðum. Doktor Edward Huijbens, land- fræðingur, situr í stjórn Norðurorku fyrir Vinstri græna. Hann staðfestir að ekki sé samband milli brottshvarfs Ágústs Torfa frá Norðurorku og hins umtalaða viðtals. „Honum bauðst tækifæri sem fyrir mann með hans reynslu, menntun og hæfi verður að teljast einstaklega gott og er hann vel að því kominn. Samstarf hans við stjórn var ákaflega gott og hvergi bar þar skugga á, enda einstaklega kraft- mikill og hugmyndaríkur einstak- lingur á ferð, með mikla útgeislun. Í nýju starfi má líta svo á að hann sé í mun sterkari aðstöðu til að koma á framfæri og viðhalda þeim skoðun- um sem hann lét hafa eftir sér og því fagna ég að hann sé kominn þangað sem hann er nú, bæði hans vegna og í þágu skynsamlegrar náttúruverndar almennt,“ segir Edward. Ágúst Torfi vildi ekki tjá sig um breytingarnar. a Nám í olíuleit við VMA „Verkefnið snýst um að undirbúa nám í sambandi við olíuleit í framhalds- skólum á Íslandi, það er í VMA hjá okkur sem og í Færeyjum og Græn- landi,“ segir Sigríður Huld Aðal- bjarnardóttir skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri. Hugmyndin byrjaði sem fyrir- spurn frá tækniskóla í Stavanger, olíuhöfuðborg, Noregs, um það hvort VMA vildi taka þátt í þessu sam- starfsverkefni. Málið er á frumstigi og tengist þeim möguleikum að olía sé við Íslandsmið. „Við hér í VMA sjáum tækifæri fyrir verðandi nem- endur okkar á þessu sviði og viljum a.m.k. skoða hvert þetta verkefni leiðir okkur,“ segir Huld. Spurð um hvers konar kennsla fari fram segir skólameistari VMA að skólinn hafi þekkingu í sam- bandi við málmiðngreinar og vél- og tækninám. Í náminu í Stavanger er mikil áhersla á öryggisatriði og að kenna nemendum mikilvægi ör- yggisþátta. „Það er eitt að finna olíuna ann- að að vera tilbúin að vinna hana. Fyrsta skrefið er að móta nám á framhaldsskólastigi og þar sem nemendur í 10. bekk eru nú að huga að umsóknum í framhalds- skóla þá beini ég því til þeirra og foreldra þeirra að huga vel að því hvar hægt er að mennta sig innan tæknigreina, hvort sem það er hér á Eyjafjarðarsvæðinu eða annars- staðar á landinu. Atvinnutækifær- in til framtíðar eru innan iðn- og tæknigreina ásamt því að námið er mjög góður grunnur fyrir allt tækninám á háskólastigi.“ a ÁGÚST TORFI HAUKSSON Fer úr orku norðursins yfir í orkuleit annars staðar. Reynihlíð kaupir Hótel Reykjahlíð Hið gamalgróna hótel, Hótel Reykja- hlíð í Mývatnssveit, hefur verið selt. Kaupandi er Reynihlíð hf. sem er í eigu hjónanna Péturs Snæbjörnssonar og Ernu Þórarinsdóttur. Hótel Reykjahlíð verður samkvæmt fréttatilkynningu frá Hótel Reynihlíð rekið sem sjálfstæð eining innan samstæðu Reynihlíðar hf. sem fyrir rekur Hótel Reynihlíð og veitingastaðinn Gamla Bistro. Eftir samrunann hefur Reynihlíð hf. yfir að ráða 50 herbergjum fyrir samtals 100 manns og tilheyrandi veitingastarfsemi fyrir allt að 300 manns í einu. Gerðar verða endur- bætur á Hótel Reykjahlíð og verður hótelið lokað meðan á þeim stendur. Stefnt er að opnun í júní. Þangað til tekur Hótel Reynihlíð við öllum gestum Hótels Reykjahlíðar. Jafnframt hyggur Reynihlíð hf. á sókn með nýrri stöðu sölu- og mark- aðsstjóra. Við því starfi tekur Margrét Hólm Valsdóttir viðskipta- og ferða- málafræðingur. Hún hefur áralanga reynslu af störfum í ferðaþjónustu, meðal annars hjá Reynihlíð hf. og segist Pétur Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Reynihlíðar hf. vænta mikils af nýju fyrirkomulagi mark- aðsmála hjá fyrirtækinu. a ÞESSAR GLAÐBEITTU SKÍÐAHETJUR ákváðu að nýta þriðjudagseftirmiðdaginn sér til yndisauka í Hlíðarfjalli. Varla er þörf á að minna bæjarbúa á hversu góð aðstaða er í bænum til heilsueflandi frístunda fyrir lítinn pening. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.