Akureyri


Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 4

Akureyri - 19.07.2012, Blaðsíða 4
4 19. JÚLÍ 2012 Mývetningar ekki órólegir að ástæðulausu Margir hafa bent á að áætlanir um raforkuframleiðslu frá jarðvarma- virkjunum byggist á takmörkuðum rannsóknum og ágiskunum fremur en þekkingu og reynslu. Einnig hefur verið bent á skort á þekkingu hvað varðar áhrif brennisteinmengunar í lágum styrk til langs tíma. Lands- virkjun undirbýr nú stækkun á Bjarnarflagsvirkjun í Mývatnssveit og í síðustu viku var haldinn op- inn kynningar- og samráðsfundur í Reykjahlíð vegna framkvæmdar- innar. Margir fundargestir létu í ljós áhyggjur af framkvæmdinni og áhrif- um hennar á náttúru, ferðamennsku og ekki síst heilsufar íbúa. Blaðamaður Akureyrar vikublaðs sá ástæðu til að kynna sér ýmis gögn sem tengjast háhitavirkjun- um og áhrifum þeirra og verður hér tekið saman það helsta sem varðar fyrrnefnd atriði. Eru háhitavirkjan- ir eins hreinar og umhverfisvænar og af er látið og hverjar eru helstu hætturnar sem af þeim stafar? Um- fjöllunin er unnin upp úr matsskýr- slum Skipulagsstofnunar og Lands- virkjunar ásamt fræðigreinum og fréttum og kann Akureyri vikublað Láru Hönnu Einarsdóttur sérstakar þakkir fyrir aðstoð og aðgengi að gögnum. GERT ER RÁÐ FYRIR MENG- UN YFIR MÖRKUM Vegna ríkra hagsmuna almennings hefur umhverfisráðherra sett há- marksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Heilsuverndarmörkin eru sett við 50 míkrógrömm í rúmmetra að meðaltali fyrir 24 klukkustundir. Reglugerðin var sett árið 2010 en gefið var aðlögunartímabil og fram til 1. júlí 2014 er leyfilegt er að fara yfir þessi mörk fimm sinnum á ári. Í kynningu á reglugerðinni segir: „Eftir að nýting jarðhita var aukin á Hellisheiðarsvæðinu fyrir fáum árum hefur mælst mun meiri styrkur brennisteinsvetnis á höfuðborgar- svæðinu og í sveitarfélögum í ná- grenni virkjunarinnar. Brennisteins- vetni getur haft áhrif á heilsu fólks, gróður og mannvirki. Einnig hefur mikið borist af kvörtunum frá al- menningi vegna óþæginda sem fólk verður fyrir vegna sterkrar lyktar af brennisteinsvetni“. Í deiliskipulagi fyrir Bjarnarflagsvirkjun er gert ráð fyrir að 55 daga á ári verði mengun yfir heilsuverndarmörkum. MENGUNARSLYS NOKK- UÐ ALGENG Í skýrslu sem Efnahagssamvinnu- og þróunarstofnunin (OECD) sendi frá sér í september 2009, þar sem tekin eru saman gögn um mengunarslys af völdum brennisteinsvetnis víða um heim, er tekið fram að óvenjulega lítið sé um gögn um slík slys á Íslandi en ein af ástæðunum sé líklega sú að í íslenskum skráningum séu þessi slys ekki greind frá slysum í lokuðu rými. Í skýrslunni kemur fram að fólk sem vinni við háhitavirkjanir á Íslandi hafi þó margar sögur að segja af mengunarslysum þar sem þó hafi sem betur fer enginn hlotið varanlegan skaða. Akureyri vikublað hefur undir höndum afrit af tölvu- pósti sem sendur var til starfsmanna ISOR sem starfa við háhitavirkjanir og hljóðar svo: „Eins og flest ykkar vita væntanlega komu nokkur tilvik upp á síðasta ári þar sem leið yfir starfsmenn okkar og annarra verk- taka við holur á Þeistareykjum, af völdum brennisteinsvetnis. Sem bet- ur fer hefur enn enginn slasast eða hlotið varanlegt heilsutjón í þess- um atvikum en rétt er að ítreka að í skilningi vinnuverndarlaga er um vinnuslys að ræða og sem slík ber að tilkynna þau til Vinnueftirlitsins…“. ÍSLENDINGAR AFTAR- LEGA Á MERINNI Þó áhrif lítils magns brennisteins- vetnis í langan tíma á heilsu fólks hafi lítið verið rannsökuð eru þrjár nýlegar íslenskar rannsóknir til. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdótt- ir, umhverfis- og auðlindafræðing- ur, gerði rannsókn á loftmengun og áhrifum hennar á heilsu fólks með hjartasjúkdóma, árið 2010. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið af því tilefni, að vegna þess hversu aftarlega á merinni við á Íslandi erum með rannsóknir á loftmengun og áhrifum hennar á heilsu manna verði að álykta með varúð hvort það sé orsakasamband eða ekki, en í hennar rannsókn hafi komið fram að einhver tengsl virðast vera milli brennisteinsmengunar og hjarta- sjúkdóma. Hanne Krage Carlsen, dokt- orsnemi í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, vann rannsókn á tengslum brennisteinsmengunar og sölu á astmalyfjum, sem birtist í alþjóðlega vísindatímaritinu En- vironmental Research fyrr á þessu ári. Niðurstöðurnar voru á þann hátt að þegar mikil brennisteinsmengun mælist á höfuðborgarsvæðinu eykst sala á astmalyfjum. Hún sagði í við- tali í fréttatíma Stöðvar 2 að sala á astmalyfjum þá daga sem mengun er mest aukist um 5-10%. Orkuveita Reykjavíkur hefur að sögn fundað með Hanne Krage og tekið ákvörðun um að styrkja frekari rannsóknir á þessu sviði. Nú í maí sl. birtist svo þriðja íslenska rannsóknin á heilsu fólks í tengslum við jarðhitasvæði, en það var Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir, mastersnemi á Heilbrigðisvísinda- sviði við HÍ, sem gerði rannsókn á nýgengi krabbameina meðal íbúa á jarðhitasvæðum. Niðurstaða hennar er sú að marktækt aukin áhætta sé á brjóstakrabbameini og grunnfrumu- krabbameini í húð og einnig vís- bending um aukna áhættu annarra geislanæmra krabbameina sem geti bent til áhrifa af efninu radon á íbúa svæðanna. Áhrif á gróður og tækjabúnað Borið hefur á skemmdum á mosa í kringum Hellisheiðarvirkjun, Nesja- vallavirkjun og Svartsengi og í febr- úar 2009 birti Orkuveita Reykjavíkur skýrslu um mosaskemmdir á svæð- inu í kringum Hellisheiðarvirkjun. Skýrslan staðfestir meiri skemmd- ir í mosa í kringum þessa staði en sambærilega staði þar sem ekki eru háhitavirkjanir. Þó er tekið fram að ekki sé hægt að segja með óyggjandi hætti að brennisteinn sé að drepa mosann þar sem ekki er vitað um þolmörk mosa fyrir brennisteini. Einnig kemur fram að mikil úrkoma sé á svæðinu og því megi búast við að brennisteinsvetnið þvoist tiltölulega fljótt úr lofti þegar úrkomu gætir. Í því samhengi er ágætt að hafa í huga að í veðurfarið í Mývatnssveit er sérstakt á sinn hátt, mismunur hámarks- og lágmarkshita mikill og meðalúrkoma mjög lítil, um 400 mm á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í fréttum Rúv í desember 2008 að áhrif brennisteinsmengunar við Hellisheiðarvirkjun hafi verið van- metin í umhverfismati og útblástur brennisteinsvetnis hafi aukist mikið eftir að Hellisheiðarvirkjun var tekin í gagnið. Hann segir að mengunin hafi hugsanlega einnig valdið tær- ingu á raflínum. Í fréttatíma Rúv degi síðar kom fram að tæknimenn Rúv telja að auknar bilanir í tækjabúnaði á höfuðborgarsvæðinu séu að hluta til vegna brennisteinsmengunar, bil- anir séu miklu sjaldgæfari á þeim svæðum þar sem slík mengun er ekki. ÁHRIF Á FERÐAMENNSKU Í mati Landsvirkjunar á áhrifum framkvæmdarinnar kemur fram að virkjunarframkvæmdirnar einar og sér muni samkvæmt könnunum hafa meiri áhrif á upplifun erlendra gesta en innlendra og séu líklegar til að draga úr heimsóknum erlendra gesta til Mývatnssveitar. Einnig er sagt frá því að þáverandi sveitastjóri Skút- ustaðahrepps, Sigbjörn Gunnarsson, hafi talið að möguleikar yrðu til að nýta virkjunarsvæðið við ferða- mennsku með því að tengja svæðið við Jarðböðin með gönguleiðum en einnig sé á svæðinu margt áhugavert sem lúti að jarðfræði. Í síðustu viku sendi Skútustaðahreppur frá sér tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem kemur fram að vegna breyttra áforma um aðgengi almennings og fyrirkomulag móttökuhúss séu göngustígar innan svæðisins felldir út en þess í stað liggir göngustígar frá Jarðböðunum um gíghólana vest- an virkunarinnar. AUKIN MENGUN Í KÓPAVOGI Sagt var frá því í fréttum Rúv sl. sunnudag að brennisteinsmengun í andrúmslofti í Kópavogi hafi tutt- ugu sinnum mælst yfir viðmiðunar- mörkum á síðustu tveimur árum. Af þessu hefur heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar og Kópavogs miklar áhyggjur og hefur óskað eftir fundi með stjórnendum Orkuveitu Reykja- víkur, enda megi rekja mengunina til Hellisheiðarvirkjunar. Orkuveitan ætlar að sækja um undanþágu frá heilsuverndarmörkum sem taka gildi í júlí 2014 vegna þess að viðunandi lausn á hreinsun brennisteinsvetnis frá virkjuninni verði ekki tilbúin fyr- ir þann tíma. Sótt verður um frest til 2019 eða 2020 samkvæmt upplýsing- um frá forstjóra OR en bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir, er ekki sátt við þá framvindu og segir að líklega hafi Orkuveitan misreikn- að þau áhrif sem virkjanir kynnu að hafa á umhverfið og hreinlega gleymt að taka staðsetninguna með í reikninginn. „Þær eru einfaldlega svo nálægt þéttbýlinu, stærsta þétt- býli landsins, höfuðborgarsvæðinu, og allt of nálægt okkur hér í Hvera- gerði og á því verður að taka og við því verður að bregðast," segir Aldís í samtali við Rúv Það er því ekki að ástæðulausu sem Mývetningar og aðrir verða órólegir þegar fátt verður um önnur svör við spurningum þeirra en að á vandamálum verði tekið þegar og ef þau komi upp. Þegar mikil brennisteins- mengun mælist á höfuð- borgarsvæðinu eykst sala á astmalyfjum um 5-10% Sóley Björk Stefánsdóttir soley@akv.is FRÉTTASKÝRING

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.