Fréttablaðið - 03.02.2015, Blaðsíða 14
3. febrúar 2015 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
TRYGGVI HJÖRVAR
kerfisfræðingur, Landsbanka Íslands,
Austurbrún 35, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Áskirkju, föstudaginn
6. febrúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru
vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu
minnast Tryggva er bent á Minningarsjóð
öldrunardeildar Landspítalans, Landakoti.
Erla Hafliðadóttir
Tryggvi Hjörvar
Kjartan T. Hjörvar
Elskulegur sonur okkar, faðir,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR EINARSSON
skipstjóri,
Gesthúsum, Álftanesi,
lést þriðjudaginn 27. janúar. Útför hans fer
fram frá Bessastaðakirkju miðvikudaginn
4. febrúar kl. 13.00.
Einar Ólafsson Sigrún Ásta Guðlaugsdóttir
Sigrún Ósk Ólafsdóttir Pétur Daníelsson
Einar Ólafsson Auður Ösp Kristbjörnsdóttir
Bjarki Ólafsson
Aldís Sunna Ólafsdóttir Bjarni Bjarkason
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
EVA ÓSKARSDÓTTIR
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 22. janúar, verður jarðsungin
frá Langholtskirkju fimmtudaginn 5. febrúar
kl. 13.00. Hjartans þakkir til starfsfólks
Sóltúns fyrir auðsýnda ást og umhyggju í veikindum Evu.
Margrét Stefánsdóttir Ingvar J. Karlsson
Ingvar Stefánsson Áslaug Hartmannsdóttir
Ásta Edda Stefánsdóttir Birgir Björgvinsson
Ellert K. Stefánsson
barnabörn og barnabarnabarn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
RÖGNVALDUR ÞÓR
RÖGNVALDSSON
Sautjándajúnítorgi 3, Garðabæ,
áður Brimhólabraut 23, Vestmannaeyjum,
lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold, þriðjudaginn 20. janúar.
Útför hans fer fram frá Vídalínskirkju, föstudaginn 6. febrúar
kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélag
Íslands njóta þess.
Ásta Sigurbjörg Guðjónsdóttir
Guðjón Rögnvaldsson Ragnheiður Einarsdóttir
Bryndís Rögnvaldsdóttir Unnar Guðmundsson
Hörður Rögnvaldsson Sigrún Gísladóttir
Hallgrímur Rögnvaldsson Wendi Zeng
Rannveig Rögnvaldsdóttir Halldór Halldórsson
barnabörn og langafabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÓLFUR BECK JÓNSSON
trésmíðameistari,
Heiðarhjalla 14, Kópavogi,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
25. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogs-
kirkju miðvikudaginn 4. febrúar kl. 13.00.
María Einarsdóttir
Jón Þór Þórólfsson Hafdís Héðinsdóttir
Helga Þórólfsdóttir
Agnes Þórólfsdóttir Joachim Lehmann
Ólafur Þórólfsson Chanida Sasopa
Þórunn Þórólfsdóttir Örn Arnarson
barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar,
SIGURÐUR JÓNSSON
vélstjóri,
Lindargötu 57, Reykjavík,
lést föstudaginn 30. janúar.
Ásgeir Sigurðsson
Jón Viðar Sigurðsson
Ólöf Lilja Sigurðardóttir
Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi,
RAGNAR JENS LÁRUSSON
lést á Sankt Lukas Hospice í Kaupmanna-
höfn sunnudaginn 11. janúar. Útförin fór fram
í Kaupmannahöfn föstudaginn 23. janúar.
Sigfús Lárusson Jóna Guðmundsdóttir
Ásta Lárusdóttir Snorri F. Welding
Guðbjartur Lárusson Gerður Steinarsdóttir
og frændsystkini.
MERKISATBURÐIR
1488 Bartholomeu Dias og áhöfn hans sigla fyrir Góðrarvonar-
höfða, fyrstir Evrópubúa.
1505 Víkurkirkja í Reykjavík er vígð af Stefáni Jónssyni
Skálholtsbiskupi.
1517 Tyrkjaveldi nær Kaíró á sitt vald.
1815 Fyrsta ostabúið tekur til starfa í Sviss.
„Það verður ekkert tilstand, bara
smá veisla fyrir vini og vandamenn,“
segir Jón Karl Helgason spurður um
afmælishald í tilefni sextugsafmælis-
ins í dag.
Jón Karl byrjaði rétt rúmlega tví-
tugur í kvikmyndagerð og hún hefur
átt hug hans síðan. Hann vinnur sjálf-
stætt að sínum verkefnum og er með
mörg í gangi í einu. Segir kvikmynda-
gerðina hafa gefið sér ánægju en enga
aðra fjársjóði. „En ég ætlaði alltaf í
kvikmyndun,“ segir hann og kveðst
ábyggilega vera fyrsti íslenski karl-
maðurinn sem lærði förðun. „Ég fór í
snyrtiskólann sem Margrét Hjálmtýs-
dóttir stýrði og veturinn 1981, mán-
uði eftir morðið á John Lennon, fór ég
til New York að læra meira í leikhús-
og kvikmyndaförðun.“ Heimkominn
frá Ameríku kveðst hann hafa farðað
persónur í myndunum Jón Oddur og
Jón Bjarni, Punktur punktur komma
strik og verið aðstoðarhljóðmaður í Á
hjara veraldar. „Ég lærði kvikmynda-
tökur bara með því að vinna við þær,
meðal annars með Friðriki Þór og Ara
Kristins. Það þótti svolítið gott að ráða
mig því ég gat farðað og verið aðstoð-
armyndatökumaður og jafnvel í bún-
ingum. Svo var ég auðvitað að hjálpa
til í leikmyndum líka. Eftir að Frið-
rik Þór var búinn að frumsýna Njáls-
brennu í Háskólabíói fórum við austur
í Hornafjörð og gerðum myndina Eld-
smiðinn. Þar var ég hljóðmaður og í
Rokki í Reykjavík sem við framleidd-
um var ég með eina af mörgum kvik-
myndavélum. Ég hef tekið nokkrar bíó-
myndir. Sú síðasta var Vildspor, dönsk
mynd frá 1998 með Mads Mikkelsen og
Nikolaj Coster Waldau. Þeir voru rís-
andi stjörnur þá í Danmörku og orðnir
stórstjörnur á alheimsvísu núna. Eftir
það hef ég verið í heimildarmyndum og
unnið við sjónvarp, til dæmis með Völu
Matt, síðast í Heilsugenginu.“
Mótmælandi Íslands, Heimsmet-
hafinn í Vitanum, Sundið og Álfahöll-
in eru meðal heimildarmynda eftir Jón
Karl. Nú er hann með mynd um Tómas
R. Einarsson tónlistarmann í vinnslu
og aðra um taílenska fjölskyldu, sem
hann hefur fylgst með í tíu ár. „Ég er
líka með mynd um Pompei norðurs-
ins, húsin sem fóru undir vikur í Vest-
mannaeyjum og aðra um sundlaugar.
Svo safna ég ísbjarnarsögum þannig
að ef einhver lumar á slíkum sögum þá
má hann eða hún hafa samband.“
En hver er maðurinn Jón Karl?
laumast ég til að spyrja. „Maðurinn
sem er alltaf að grúska í einhverju. Ég
hef voða gaman af sögum og sekk mér
ofan í viss efni,“ svarar hann.
Jón Karl kveðst iðka sund reglu-
lega og hafa gert lengi. „Ég byrjaði í
líkamsrækt fyrir tveimur árum og þá
yngdist ég um tíu ár. Svo byrjaði ég
með nýrri konu, Friðgerði Guðmunds-
dóttur, og þá yngdist ég um önnur tíu.
Þannig að ég er ekki einu sinni orðinn
fertugur!“
gun@frettabladid.is
Maðurinn sem er alltaf
að grúska í einhverju
Jón Karl Helgason kvikmyndagerðarmaður er sextugur í dag. Hann segist samt alltaf vera
að yngjast og nefnir að minnsta kosti tvær ástæður fyrir því, ræktina og ástina.
Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson
var í hópi þeirra sem veitt voru lista-
mannalaun þennan dag árið 1975.
Það var í fyrsta skipti sem íslenskum
popp- eða rokktónlistarmanni hlotnaðist
slíkur heiður. Var það þó mál manna að
Gunnar væri vel að þeirri viðurkenningu
kominn.
Gunnar Þórðarson var einn af
stjörnunum í Hljómum frá Keflavík og í
framvarðarsveit poppara á þessum tíma.
Reyndar hafði hann verið í fremstu röð
í þeim geira í meira en áratug þegar
hér var komið sögu, og var dáður og
dýrkaður af þeim hluta þjóðarinnar sem
tilheyrði bítlakynslóðinni. Hann var líka
orðið eitt mikilvirkasta tónskáld á sviði
popptónlistar og lög eins og Þú og ég,
Fyrsti kossinn og Bláu augun þín höfðu
notið gífurlegra vinsælda.
ÞETTA GERÐIST: 3. FEBRÚAR 1975
Listamannalaun til poppara í fyrsta sinn
KVIKMYNDAGERÐARMAÐURINN „Ég hef voða gaman af sögum og sekk mér ofan í viss efni,“ segir Jón Karl. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Ég byrjaði í líkams-
rækt fyrir tveimur árum og
þá yngdist ég um tíu ár.
Svo byrjaði ég með nýrri
konu, Friðgerði Guð-
mundsdóttur, og þá yngd-
ist ég um önnur tíu.
0
2
-0
2
-2
0
1
5
2
2
:2
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
3
9
C
-B
E
4
0
1
3
9
C
-B
D
0
4
1
3
9
C
-B
B
C
8
1
3
9
C
-B
A
8
C
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
C
M
Y
K