Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 23.02.2015, Blaðsíða 40
23. febrúar 2015 MÁNUDAGUR| SPORT | 20SPORT „Takk elsku Edda mín fyrir að gefa okkur endalausan hlátur og gleði!...Eddan var algjört æði! “ Vala matt Miðasala: í síma 563 4000 19. FEB. UPPSELT 20. FEB. örfá sæti laus 01. MAR. örfá sæti laus 11. MAR. laus sæti 13. MAR. UPPSELT 13. MAR. Miðnætursýn. N Æ S TU S Ý N IN G A R hópasala í síma 786 3060 • Miðasala er opin í Gamla bíó frá 15-18 virka daga og 15-20 sýningardaga KÖRFUBOLTI Grindavík varð bikar- meistari kvenna í körfubolta öðru sinni á laugardaginn þegar liðið lagði nágranna sína í Keflavík, 68-61, í Laugardalshöllinni. Sigur þeirra gulu var sanngjarn og rúm- lega það þrátt fyrir að Keflavík átti flotta tilraun til endurkomu í síðasta leikhlutanum. Grindavík mætti margfalt betur stemmdara til leiks og var komið með tíu stiga forystu í hálfleik, 40-30. Sú forysta var orðin 20 stig, 62-42, fyrir síðasta leikhlutann og sigurinn nánast í höfn. En Keflvíkingar gefast aldrei upp og fór eflaust um öfluga, gul- klædda stuðningsmenn Grindavík- ur í stúkunni þegar Keflavíkur- stúlkur minnkuðu muninn í fimm stig, 66-61, þegar 20 sekúndur voru eftir. Þá gerði Grindavík það eina rétta og setti sigurvegarann Pálínu Gunnlaugsdóttur á lín- una. Hún hitti úr báðum vítunum og gekk frá leiknum. Bikarinn til Grindavíkur í annað sinn. Grindavík skoraði ekki nema sex stig í fjórða leikhluta sem það tapaði, 19-6, en liðið lagði grunn- inn að sigrinum í öðrum og þriðja leikhluta þar sem Keflavíkurliðið gat ekki keypt sér körfu. Þriggja stiga nýting liðsins í heildina er eflaust einhvers konar Evrópumet, en það hitti aðeins úr sex prósent skota sinna fyrir utan teiginn. Popp og kók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, var í Höllinni fjórða árið í röð. Hann stýrði karlaliði Grindavíkur í fyrra og árið þar áður í bikarúrslitum, en varð bik- armeistari sem þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur árið 2012. „Þetta var frábær sigur og það var gaman að sjá hversu grimmar og einbeittar stelpurnar mættu til leiks og við höfðum mjög gaman af þessu,“ sagði Sverrir eftir leik. „Það voru margar sem lögðu hönd á plóg og við erum þannig lið. Þegar við gerum hlutina hver í sínu horni höfum við verið í tómu tjóni og tapað. En þegar við gerum hlutina saman erum við með feyki- lega gott lið.“ Þegar Sverrir vann með Njarð- vík fyrir þremur árum var Petr- únella Skúladóttir í liði Njarð- víkur og skoraði 18 stig. Hún var vitskuld með Grindavík á laugar- daginn og skoraði 17 stig og tók tíu fráköst. Fyrir þá frammistöðu var hún kjörin besti leikmaður leiks- ins. Sverrir og Petrúnella eru pott- þétt tvenna, bara eins og popp og kók, þegar kemur að bikarúrslit- um. Þau eru eina þjálfara- og leik- mannstvennan sem hefur orðið bikarmeistari saman með tveim- ur mismunandi liðum. „Við erum himinlifandi,“ sagði besti leikmaður leiksins við Fréttablaðið eftir leik. „Ég held að vilji og frábær vörn hafi verið lyk- illinn að þessum sigri.“ Hún viðurkennir að liðið hafi verið orðið aðeins of sigurvisst í fjórða leikhluta. „Við vorum kannski orðnar full sigurvissar í fjórða leikhlutanum. Eðlilega þá dregur aðeins úr liðinu, en þetta var orðið óþarflega tæpt.“ Sigur með þriðja liðinu Pálína Gunnlaugsdóttir undir- strikaði einnig á laugardaginn hversu mikill sigurvegari hún er. Hún vann bikarmeistaratitilinn með þriðja liðinu á ferlinum; hafði áður gert það tvívegis með Kefla- vík og Haukum. Hún er sú þriðja sem vinnur bikarinn með þremur félögum. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og ég er ótrúlega þakklát fyrir að taka þátt í þessu. Að fá að spila fyrir fullri höll, þvílík mæting hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og ég er bara mjög þakklát og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði sigurreif Pálína Gunnlaugsdóttir eftir leik. tomas@365.is Pottþétt bikartvenna Grindavík varð bikarmeistari kvenna með sigri á Kefl avík. Sverrir Þór Sverrisson og Petrúnella Skúladóttir hafa nú unnið bikarinn saman með tveimur liðum. GLEÐI Petrúnella Skúladóttir og Pálína Gunnlaugsdóttir lyfta bikarnum fyrir Grindavík í Höllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRDÍS BEST Petrúnella Skúladóttir var kjörin besti leikmaðurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRDÍS FRJÁLSAR „Við vonuðumst eftir betra sæti,“ segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari hlaupadrottningarinnar Anítu Hinriksdóttur, um 800 metra hlaup hennar á sterku innanhússmóti í Birmingham sem fram fór á laugardaginn. Aníta hljóp á 2:03,09 mínútum og hafnaði í fimmta sæti. „Hlaupið þróaðist eins og við vonuðumst eftir en það vantaði léttleika í hana síðustu 300 metrana,“ segir Gunnar Páll. „Hugsanlega vorum við ekki að hvíla hana nógu mikið fyrir hlaupið til að ná þessum frískleika. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu gagnvart Prag.“ Næsta verkefni Anítu er bikarkeppnin um næstu helgi en eftir það heldur hún til Prag í Tékklandi þar sem EM innanhúss fer fram. „Það safnast saman reynsla í svona hlaupum. Það er öðruvísi og betra að hlaupa þegar allir keppendurnir í kringum þig eru jafn sterkir eða sterkari. Þetta er eitthvað sem Aníta má búast við að gerist á EM,“ segir hann. Stefnan er skýr fyrir Prag: „Við reiknum með að hlaupin í Prag verði á þessum styrkleika og þar þarf hún einfaldlega að vera framar. Stefnan er að komast í úrslit.“ - tom Mikilvæg reynsla fyrir EM í Prag FIMMTA Aníta Hinriksdóttir vonaðist eftir betra sæti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Liverpool vann gríðarlega mikilvægan sigur á Southampton, 2-0, í lokaleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær. Phillipe Coutinho skoraði eitt af mörkum tímabilsins og Raheem Sterling bætti við öðru marki liðsins þegar 17 mínútur voru eftir af leiknum. Liverpool er búið að vinna fjóra leiki í röð og færist nær Meistaradeildarsætunum í ensku úrvalsdeildinni. Það fékk fína hjálp frá Swansea, sem vann Manchester United öðru sinni, 2-1, og West Ham, sem gerði jafntefli við Tottenham á útivelli, 2-2. Manchester United hangir í fjórða sætinu með 47 stig, Southampton er stigi á eftir og Liverpool er með 46 stig. Tottenham er með 44 stig í í sjöunda sætinu. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig og heldur þessi magnaða fimm liða barátta um tvö laus sæti í Meistaradeildinni áfram. Liverpool færist nær Meistaradeildinni 2 2 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :3 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 E 2 -5 5 F C 1 3 E 2 -5 4 C 0 1 3 E 2 -5 3 8 4 1 3 E 2 -5 2 4 8 2 8 0 X 4 0 0 3 B F B 0 4 8 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.