Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 75

Læknablaðið - 15.10.2001, Blaðsíða 75
UMRÆÐA & FRÉTTIR / TÆPITUNGULAUST Árni Björnsson Höfum við gengið til góðs? í GÆRKVÖLDI HEYRÐI ÉG HANN GUÐMUND ANDRA Thorsson lesa glefsur úr ævisögu Ingólfs Gíslasonar læknis, sem var héraðslæknir í ýmsum læknishéruð- um á árunum 1901-1943, en í sögunni lýsir hann starfi héraðslæknis á Islandi á fyrri hluta nýliðinnar aldar, eða fram á fimmta áratuginn. Jafnvel fyrir okkur sem reyndum það að starfa sem héraðslæknar einum til tveimur áratugum síðar, eru frásagnir Ingólfs skáld- skaparkenndar og fyrir unga lækna í dag hljóma þær sem þjóðsögur. Þá hljóta frásagnir Ingólfs að virka eins og skáldskapur á almenning, sem kvartar undan læknastéttinni og mistökum ef ekki næst strax í lækni eða ef meðferð leiðir ekki til skjóts og öruggs bata. Læknar fá sektarkennd ef þeir „missa“ sjúkling og reynt er að hanga í lífinu, löngu eftir að menn vita að það er einskis virði. Pó okkur kunni að finnast frá- sögn Ingólfs reyfarakennd á köflum, skulum við hug- leiða stöðu héraðslæknisins á þeim tíma sem um ræð- ir. Hann var einn, flestir vegir voru ófærir nema gang- andi mönnum og hestum, ár voru óbrúaðar, virk lyf, önnur en verkjalyf, morfín eða ópíum, voru ekki til og aðgengi að sjúkrahúsum með sérfræðiþjónustu ekki fyrir hendi. Skurðaðgerðir urðu héraðslæknar oft að framkvæma í heimahúsum með aðstoð heim- ilisfólks, án svæfingar eða deyfingar. Eina hjálparstétt lækna voru ljósmæður og allar konur fæddu heima. Óþarft er að taka fram að tilgangslaust var að hringja á sjúkrabfl, hvað þá sjúkraflugvél. Það var ekki endi- lega víst að sími væri á staðnum. Sjúkdómarnir sem þessir forverar okkar börðust við voru oftast sýkingar, ýmist bráðar eða langvar- andi, fingurmein gat leitt til dauða, ungir sem aldnir dóu úr lungnabólgu og berklarnir urðu einstakling- um á öllum aldri að aldurtila. Svo var sullaveikin. Flestir voru fátækir og laun fyrir læknisverk guldust seint og illa og það að bjarga mannslífi gat orðið lækninum slíkt gleðiefni að hann sendi sjúklingnum vínlögg á glasi í þakklætisskyni fyrir að hafa lifað af hættulega aðgerð, gerða við frumstæð skilyrði. Þegar við hugleiðum starfsskilyrði þessara lækna, hljótum við að undrast og hugleiða hver hvatinn var til að leggja útá svo þyrnum stráða braut sem læknis- starfið var á þessum tíma. Ekki var það hagnaðarvon og tæpast framavon og þó orðstír þeirra sem þóttu heppnir við lækningar gæti orðið nokkur, þá var sá orðstír venjulega staðbundinn og jók mönnum hvorki fé né frama. Sá sem í dag fyndi hjá sér hvöt til að prófa þetta á eigin skinni, þyrfti að leita að starfs- vettvangi í einhverju af fátækustu þróunarlöndum, til dæmis Afganistan, og ákveða að eyða þar allri æv- inni. Sú spurning vaknar af því sem hér hefur verið sagt hvort þeir háskólaborgarar, sem lögðu fyrir sig lækn- isfræði á þessum tíma, hafi verið haldnir sjálfspynt- ingarhvöt, það var nefnilega miklu þægilegra að ger- ast sýslumaður eða prestur. En þó nokkrir yrðu all háðir Bakkusi, sem varla getur talist óeðlilegt, voru þó flestir skyldu sinni trúir og mætir borgarar, sem auk læknisstarfanna voru eftirsóttir til trúnaðarstarfa í héraði. Er þá spurningin sem felst í fyrirsögn þessarar greinar ekki út í hött ef við skoðum stöðuna í dag? Flestir læknar vinna nú í hópum, vegir með bundnu slitlagi liggja um landið þvert og endilangt, á flestum stöðum er aðstaða til að lenda flugvélum, úrval Iyfja við flestum kvillum er slfkt að það getur verið erfitt að velja. í vanda er á augabragði hægt að ná síma- eða tölvusambandi við sjúkrahús til að fá ráð hjá sér- fræðingi, jafnvel leita ráða út fyrir landsteinana gegn- um internetið. Flestar konur fæða börn sín á vel bún- um sjúkrastofnunum. Ekki stendur heldur á að lækn- ar fái laun sín greidd skilvíslega. Þó menn séu kannski ekki sammála hve há þau eigi að vera, virð- ast þau næg til að lifa nokkuð mannsæmandi lífi. Hvernig má það þá vera að læknar vilja helst ekki gerast heimilis- eða héraðslæknar? Er það hugsan- lega vegna breyttra þjóðfélagshátta? Eða liggur það í breyttu viðhorfi þjóðfélagsþegnanna hvers til annars. I dag er þeirri kenningu haldið mjög á lofti, að mönn- um beri fyrst og fremst að hugsa um eigin hag og að einstaklingurinn skuli hafa sem mest frelsi til orða og athafna. Samneysla er metin til fárra fiska, en samúð kostar lítið. Að ríða Jökulsá í jökulhlaupi og jaka- burði til að bjarga konu úr barnsnauð er einfaldlega ekki „stfllinn“ í dag. Þó veit ég að í læknastétt eru enn menn sem tilbúnir eru til að taka persónulega áhættu, þó sú áhætta sé ekki fólgin í því að hætta lífinu. Það getur kostað bæði fé og frama að standa fast á sann- færingu sinni. Óþarft er að rifja það upp hvernig við- horf almennings til læknastéttarinnar hefur breyst síðan Ingólfur Gíslason kafaði snjóinn á illfærum fjallvegum til að vitja sjúklinga, hverra örlög hann vissi að réðust tæplega fyrir tilstilli hans. Samt kafaði hann snjóinn. Flestir sjúkdómanna sem gömlu héraðslæknarnir börðust við á árum áður, eru horfnir eða orðnir viðráðanlegir. En það sækja á okkur aðrir sjúkdómar, sem vissulega voru til, en sem voru huti af því ferli allra lifandi vera að hrörna og deyja. Það er við þessa öðruvísi sjúkdóma sem héraðslæknirinn þarf að fást nú. Héraðslæknar eru nú sem áður að glíma við hversdagslega kvilla, hugga hér og plástra þar, en um Læknablaðið 2001/87 839
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.