Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Kveikja að viðtölum í Skessuhorn getur verið af ýmsum tilefnum. Stundum meira að segja út af litlu eins og lítilli mynd eða jafnvel gam- alli nótu eða reikningi. Þannig var það þegar ákveðið var að hitta að máli Stefán Bjarnason fyrrverandi yfirlögregluþjón á Akranesi, sem nú dvelur í hárri elli á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Það var reikningur sem fannst nýlega sem Stefán kvittaði undir fyrir hönd lög- reglunnar á Akranesi. Reikningur- inn sem fannst var í gögnum frá Axel Sveinbjörnssyni kaupmanni í Axels- búð á Akranesi. Hann var gerður vegna eins af mörgum fjáröflunar- dansleikjum sem haldnir voru í sam- komuhúsinu Bárunni á sínum tíma til styrktar byggingu Bjarnalaugar. „Við fengum engar aukavaktir borg- aðar á þessum tíma og þarna hef ég verið að kvitta fyrir gæslunni sem við tókum að okkur í lögreglunni,“ segir Stefán. Hann kom til starfa í lögregl- unni á Akranesi sumarið 1941 um þær mundir er bygging Bjarnalaugar hófst en hún var vígð formlega á sjó- mannadaginn 4. júní 1944. Aðspurð- ur segist Stefán að sjálfsögðu muna mjög vel eftir byggingu Bjarnalaug- ar en komið þar lítið að máli sjálfur. „Það voru sjómenn og ýmiss félaga- samtök sem lögðu drjúgt af mörkum við byggingu laugarinnar. Ég vann hins vegar ásamt mörgum í sjálf- boðavinnu við byggingu íþrótta- hússins við Laugabraut um svipað leyti, enda var ég mikill áhugamaður um fimleika og aðrar íþróttir. Með- an ég dvaldi í Reykjavík um tíma á unglingsárum æfði ég bæði fimleika og hnefaleika með KR. Keppti meira að segja á einu Íslandsmóti í hnefa- leikum.“ Fæddist og ólst upp fyrir norðan Þegar blaðamaður hitti Stefán að máli á Höfða á dögunum og byrj- aði að punkta það sem hann hafði að segja, sagði Stefán strax þegar hann sá blaðamann beita vinstri hendinni: „Já þú ert örvhentur eins og ég var. Jónas Kristjánsson læknir á Sauðár- króki var fljótur að venja mig af því þegar ég lá á spítalanum þar í fimm eða sex vikur þegar ég var sex ára gamall. Um sumarið var ég í sveit hjá mæðginum í Sölvanesi fram í Skaga- firði. Ég smitaðist að taugaveiki af gömlu konunni á bænum og varð fárveikur um haustið. Ég var ekkert orðinn nema skinn og bein. Seinustu tvær vikurnar á spítalanum náði Jón- as hitanum úr mér með því að svelta mig og ég drakk þá 2-3 lítra af vatni yfir sólarhringinn. Mér var sagt að fyrstu tvær vikurnar heima meðan ég var að safna kröftum og komast á lappir hafi ég hálfskriðið um hús- ið,“ segir Stefán. Þessi písl sem þá var fagnaði í síðustu viku 97 ára af- mæli og er í dag ákaflega sprækt og lífsglatt gamalmenni að sjá. „Ég þakka fimleikunum sem ég byrjaði að stunda ungur hvað ég er í dag. Ég hef alltaf haldið mér í góðu lík- amlegu formi og geri mínar æfing- ar daglega,“ segir Stefán. Hann sýn- ir blaðamanni æfingarnar, styrktar- og teygjuæfingar. „Þetta er það sama sem kettir og hundar gera þegar þeir vakna, teygja úr sér,“ segir Stefán og hlær. Hann fæddist á Sauðárkróki 18. janúar 1917. Foreldrar hans voru fátækt fólk, mikið í vinnumennsku þegar þeir bjuggu í Skagafirði. Þrjá bræður átti Stefán og eina hálfsystur. Þegar Stefán var níu ára flutti fjöl- skyldan til Siglufjarðar og þá batn- aði efnahagurinn þótt fátæktin væri til staðar áfram. Stóð betur að vígi en vopnaður maður Stefán segir að það hafi verið gam- an að alast upp á Siglufirði. Þá var oft á sumrin mikið að gera í síld- inni og mikið fjör, en minna umleik- is að vetrinum. Íbúatalan margfald- aðist yfir sumarið þegar síldarflotinn var á firðinum, en þegar síldin hvarf fluttu bræðurnir suður. Stefán seg- ir að þegar hann kom til Siglufjarð- ar hafi verið þar öflugt íþróttastarf og fimleikarnir vakið áhuga hans. Þar voru miklir fimleikaleiðtogar og seinustu árin sem Stefán var á Siglu- firði leiddi hann starfið í fimleika- flokknum. „Ég var ákveðinn í því þegar ég var strákur að ég ætlaði að verða lögreglumaður. Ég hafði að- gang að leikfimisalnum á Siglufirði fyrir fimleikaæfingarnar. Það nýtti ég til að æfa sjálfsvarnaríþróttir með bróður mínum. Ég var búinn að ná slíkri leikni í sjálfsvörnum, til dæmis í því að afvopna menn, að mér fannst ég standa betur að vígi en vopnað- ur maður. Það sýndi sig stuttu eft- ir að ég kom til starfa á Akranesi, eftir að við vorum búnir að fá lög- reglustöðina. Þá kom maður alveg inn að skenknum hjá okkur og dró upp byssu, að sjá skammbyssu. Mig grunaði að þetta væri leikfangabyssa en þorði ekki að taka áhættuna þar sem maðurinn var greinilega und- ir áhrifum. Ég gekk á móti mannin- um og þegar ég var kominn nálægt honum tók ég viðbragð með því að grípa um þófa þumals og litla fing- urs, þá opnaðist höndin og vopnið féll,“ segir Stefán og sýnir að sjálf- sögðu blaðamanni þetta sjálfsvarnar- bragð. Leikurinn skakkaður í landlegum Stefán byrjaði í lögreglunni á Siglu- firði aðeins 20 ára gamall. Fékk þá undanþágu vegna aldurs, en þurfti ekki að gangast undir svo mikið sem námskeið áður en hann hóf störf. Á Siglufirði var fimm manna lögreglu- lið en yfir síldarvertíðina og sum- artímann var bætt við tveimur lög- reglumönnum. Mikið líf var í síld- arbænum yfir sumarið, enda þrjú kaffihús og tvö ballhús í bænum. Það var ekki óalgengt að lögreglu- menn lentu í átökum og oft þurfi að skakka leikinn einkum í landleg- um þegar fjölmenni og gleðskap- ur var í bænum. Stefán lenti einu sinni í því að vera skoraður á hólm úti fyrir Alþýðuhúsinu. Þar var æð- istór pollur og enduðu þau átök með því að Stefán skutlaði þeim sem vildi reyna sig við lögregluna endilöng- um í pollinn. Stefán var einn vetur í Alþýðuskólanum á Laugarvatni. Annan vetur var hann að læra mat- reiðslu á Hótel Skjaldbreið í Reykja- vík, vann þar í níu mánuði fyrir fríu fæði en þurfti að borga annað. Þá var hann einn vetur í Samvinnuskólan- um í Reykjavík. Það var vorið 1941 eftir próf í skólanum sem hann var blankur í Reykjavík og átti ekki fyr- ir farinu norður. Fékk þá vinnu við gerð Reykjavíkurflugvallar sem þá var unnið að. Stefán var varla byrj- aður í þeirri vinnu þegar hann fékk upphringingu frá fyrrum skólafélaga sínum á Laugarvatni, Sigurði Guð- mundssyni lögreglumanni á Akra- nesi, þess efnis að þar væri laust starf. Stefán sótti um starfið og fékk það, enda reynslunni ríkari af fjórum sumrum í lögreglunni á Siglufirði. Látið renna af mönnum Stefán segir að þarna hafi hann allt í einu verið kominn í fast starf sem hann hafði dreymt um lengi. „Ég komst hinsvegar fljótt að því að þar með voru gæðin upptalin. Vinnuað- staðan var þannig að engin var lög- regluvarðstofan, engin fangageymsla og að sjálfsögðu engin bifreið til af- nota. Við vorum ræstir út hvort heldur á nóttu sem degi ef eitthvað bar út af. Við þurftum að bera allan kostnað af heimasíma þó hann væri jafnhliða notaður sem vinnusími. Því fengum við reyndar kippt í lag, um það bil tveimur árum síðar. Áður en fangahúsið kom til sögunnar kom nokkrum sinnum fyrir að við þurft- um að ganga með drukkna menn um bæinn á meðan áfengisvíman rann af þeim. Einu tilviki man ég eftir er ég þurfti að fjarlægja mann af heim- ili hans því hann ógnaði heimilisfólki með drykkjulátum. Ég gekk með hann í tvo klukkutíma um bæinn áður en áfengisvíman rann af hon- um. Á þessum tíma hafði næstum heyrt til undantekninga að skýrslur væru lagðar fram um meint afbrot. Það varð strax að samkomulagi okk- ar Sigurðar að leggja fram skýrslur, en mér fannst lögreglustjórinn taka því heldur fálega er honum fóru að berast slík blöð um helgar. Hann kvartaði þó ekki.“ Varð fyrir líkamsárásum í starfinu Stefán segir að oft hafi lögreglu- menn lent í ryskingum. Á Akranesi voru herlið á stríðsárunum, fyrst breskt og síðan bandarískt. Hann segir að lög og reglur hafi ekki verið virt sem skyldi þegar Bretinn var hér en ástandið batnaði til muna þeg- ar Kaninn kom. Stefán segir að að- stæður fremur fámenns lögregluliðs hafi oft verið erfiðar. Þegar lögregl- an varð að skerast í leikinn á þessum árum, hafi það verið algengt að óvið- komandi menn réðust að lögreglu og lögðu sig í framkróka að hindra handtöku. Þá voru sumir heima- menn erfiðir viðureignar og í nokkr- um tilfellum lagði Stefán fram kærur þar sem hann taldi sig hafa orðið fyr- ir líkamsárás að yfirlögðu ráði. Þeim kærum var illa fylgt af lögreglustjóra og í sumum tilfellum veigruðu menn sér við að kæra, þar sem þarna áttu í hlut yfirmenn á bátaflotanum og réðu yfir góðum skipsrúmum. „Í til- fellum sem þessum varð ég fyrir al- varlegum líkamsárásum að minnsta kosti þrisvar sinnum með ára milli- bili. Þar voru að verki þrír bræður og svili þeirra með í eitt skiptið. Þeir voru allir skipstjórar utan sá síðast taldi, dugnaðarmenn í starfi en undir áhrifum áfengis, að mínu mati hálf- gert gengi,“ segir Stefán. Hann segir að í eitt skiptið hafi einn bróðurinn komið aftan að sér og barið í höf- uðið með kjálka úr sementsigti með þriggja tommu nöglum í. Þar hafi farið betur en á horfðist. Hann seg- ir að oft á tíðum hafi lögreglumenn þurft að þola harðræði í starfi. Hjá lögreglunni á Akranesi starfaði hann til 65 ára aldurs, mörg síðustu árin sem yfirlögregluþjónn. Þið munið sjá eftir þessu Þótt margar hliðar á starfi lög- reglunnar tengist málum vand- ræðamanna og skuggahliðum lífs- ins komu líka oft upp spaugileg at- vik. „Einu tilviki man ég eftir þeg- ar ég var á öðru ári mínu sem lög- regluþjónn hérna á Akranesi. Haust- ið 1942 var dansleikur haldinn í Bár- unni. Þegar dansleikurinn stóð sem hæst kom þar að maður í vinnu- sloppi og bað um að fá að fara inn á dansleikinn undir því yfirskini að hann þyrfti að ræða við einn gest- anna. Það var ákveðið að hleypa honum inn en eftir stutta stund var hann kominn í áflog. Ég varð að fjar- lægja manninn úr húsinu. Þegar ég sleppti honum fyrir utan hrökklað- ist hann yfir götuna, setti síðan und- ir sig hausinn eins og hann ætlaði að renna á mig aftur. Svo snarstoppaði hann fyrir framan mig, rétti úr sér, steytti að mér hnefann og sagði: „Þú skalt vita það Stefán að þú og fleiri eigið eftir að sjá eftir þessu.“ Hann strunsaði síðan rakleitt upp göt- una og úr augsýn. Nokkrum mínút- um síðar slokknuðu öll ljós, allt raf- magnið fór af bænum. Þetta var sem sé einn vaktmanna á Rafstöð Akra- ness. Ég varð síðan að vekja stöð- varstjórann til að koma rafmagninu á aftur.“ Öðru spaugilegu atviki segist Stefán muna eftir við Báruna. Þá hafi hann átt þar samskipti við mann sem einkanlega virtist í nöp við lögreglu- manninn Stefán Bjarnason. „Þú skalt ekki sleppa svona,“ sagði maðurinn, reif út úr sér falskan góm og kastaði í átt til Stefáns, sem vék sér undan. Gómurinn lenti í vegg Bárunnar og brotnaði þar í tvennt. Margir hentu gaman af þessu atviki. Þjálfaði í fimleikunum afreksmenn Stefán segir að þótt mikil viðbrigði hafi fylgt því að flytja frá Siglu- firði til Akraness, hafi hann frá upp- hafi kunnað vel við sig á Skaga- num. Þegar hann kom til Akraness „Ég þakka það fimleikunum hvað ég er“ Spjallað við Stefán Bjarnason fyrrverandi yfirlögregluþjón á Akranesi um langt lífshlaup Fyrsti fimleikaflokkur ÍA eftir stofnun Íþróttaráðs Akraness. Á myndinni eru frá vinstri: Stefán Bjarnason sem stofnaði og leiðbeindi hópnum, Lárus Árnason, Jón Jónsson Reynistað, Ólafur Vilhjálmsson Efstabæ, Ólafur Sigurðsson Tungu, Halldór Þorsteinsson, Sveinn Guðbjarnarson Ívarshúsum, Sigurður Arnmundsson og Sigurður Guðmundsson lögregluþjónn. Ljósmyndasafn Akraness / Árni Böðvarsson. Stefán Bjarnason hefur verið heimilismaður á Höfða til fjölda ára. Stefán stjórnar fimleikaflokki á Akranesi á hátíð í tilefni lýðsveldisstofnunar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.