Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR Að grípa í skottið á skugganum Hrun heilsugæslunnar í landinu heldur áfram. Fyrir rúmu ári höfðu á þriðja tug sérmenntaðra heimil- islækna horfið til annarra starfa vegna óánægju með starfskjör sín. Um síðustu áramót ákvað ráðherra heilbrigðismála að herða enn að þeim sem starfa við þessa sérgrein með því að setja sérstaka reglugerð um vottorð. Reglugerðin hafði í för með sér að annars vegar hurfu þessar verktakagreiðslur læknanna í einni svipan og hins vegar fluttist vinna við vottorðagerðina inn á hefð- bundinn vinnutíma lækna sem aftur leiddi til þess að lengri bið varð eftir tímum hjá læknum. Læknar fengu að vísu tekjutapið síðar bætt að hluta með úrskurði Kjaranefndar. Þessi aðgerð ráðherra hafði því í för með sér frekari flótta heimilislækna úr fag- inu og skaðleg áhrif á starfsemi heilsugæslustöðva. Nú eru alls fimmtíu heimilislæknar farnir eða eru að hverfa á braut úr heilsugæslunni. Heimilislæknar hafa, einir sérfræðimenntaðra lækna, ekki fengið gjaldskrársamning við Trygg- ingastofnun Ríkisins (TR). Enginn eiginlegur rök- stuðningur hefur fylgt þeim ákvörðunum að leyfa heimilislæknum ekki að fá slíkan samning. Tví- skiptingu kerfisins sem einhvers staðar er til í göml- um lögum en aldrei í raunveruleikanum, er gjarnan borið við. Nú hafa heimilislæknar sett þá kröfu á oddinn að fá að njóta jafnréttis á við aðra sérfræði- menntaða lækna. Þeir vilja sömu laun fyrir vinnu á stofnunum og sama rétt til að reka sjálfstætt starf- andi læknastofur eins og aðrir sérfræðingar. Þessu hefur ráðherra heilbrigðismála ekki viljað verða við. Hann hefur ýmist borið fyrir sig því að hendur hans væru bundnar og hins vegar að hann hreinlega vilji þetta ekki. A meðan hefur hrunadans heilsu- gæslunnar haldið áfram og ráðherrann horft á og lengi vel biðlað til Kjaranefndar um að höggva á hnút þessarar óvissu. Ráðherra hefur viljað doka við. í þeirri umræðu sem fram hefur farið í haust um málefni heilsugæslunnar og reyndar heilbrigðismál almennt hefur því verið haldið á lofti að stærsta vandamál heilsugæslunnar sé að það vanti afkasta- hvetjandi þátt í launakjör heimilislækna. Þó nokkr- ir stjórnmálamenn hafa tekið undir þetta og svo Höfundur er heilsugæslulæknir á Sólvangi í Hafnarfírði og á sæti í ritstjórn Læknablaðsins. virðist sem menn haldi að með því að láta þá fáu fótgönguliða sem eftir eru í faginu hlaupa hraðar þá leysist vandamál heilsugæslunnar. Minna hefur heyrst af þeirri umræðu að stjórnvöld hafi brugðist hvað varðar uppbyggingu heilsugæslunnar og stór- lega þurfi að fjölga stöðugildum heimilislækna þannig að heilsugæslan geti staðið undir nafni. Aðstoðarmaður ráðherra hefur einnig haldið því fram að afköst heimilislækna hafi minnkað, hún „heldur og telur að svo sé“ og vitnar í því samhengi í óbirtar niðurstöður rannsókna og skoðana sem til séu í ráðuneyti heilbrigðismála. Engin rannsókn hefur í raun verið gerð um þetta þar sem skoðaðir eru allir þættir málsins. Ljóst er að starf heimilis- læknisins hefur breyst umtalsvert á síðustu árum. Heimilislæknar taka sér nú fullt sumarfrí en tóku áður fyrr oft á tíðum aðeins eina til tvær vikur í or- lof. Þá hafa fleiri og fleiri sett fram kröfur um vott- orð og umsagnir heimilislækna um ýmis mál. Þessi þáttur er auðvitað líka krefjandi og ljóst að hann tekur tíma. Aldurssamsetning íbúanna breytist einn- ig og fleiri þætti mætti nefna sem þarf að skoða áður en menn fullyrða um breytingu á afköstum. Aðstoðarmaðurinn hefur einnig gefið í skyn að sjálfstæð heilbrigðisstarfsemi sé hættuleg og þeir sem þangað leita hafi verri horfur en þeim sem sinnt er á nriðstýrðum opinberum stofnunum. Löng hefð er fyrir starfsemi sjálfstæðra sérfræði- lækna á Islandi. Það ríkir nokkuð góð sátt um val- frelsi, það er að sjúklingar megi leita þangað sem þeir vilja. Tilvísanakerfi var mikið til umræðu fyrir átta árum síðan. Ákveðið var þá að taka það ekki upp. Útilokað er að taka slfkt kerfi upp í dag og það í raun alls ekki á dagskrá. I vandræðum sínum við að finna rök fyrir því að halda heimilislæknum inn- an girðingar reyna stjórnvöld að vekja upp þennan gamla draug um tilvísanir, ómögulegt sé að leyfa heimilislæknum að fá sömu kjör og aðrir. Þá þurfi tilvísanakerfi frekar að koma til. Slíkar fullyrðingar eru til þess eins ætlaðar að reyna að reka fleyg á milli heimilislækna og annarra sérfræðilækna. Kjaranefndarúrskurður sá er ráðherra heil- brigðismál hafði beðið eftir leit síðan dagsins Ijós þann 15. október síðastliðinn. Örfáum mínútum eftir að úrskurðurinn var birtur boðaði yfirstjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík til blaðamannafundar og kynnti úrskurðinn sem tímamótaúrskurð. Heim- ilislæknar gætu nú nánast ákveðið sín laun sjálfir, bara nefna töluna og rétta út hendina. Við nánari skoðun kemur í ljós að úrskurðurinn hefur það í för með sér að unglæknar snarlækka í launum og ljóst að þeir hverfa hratt úr heilsugæslunni, læknar á heilbrigðisstofnunum úti á landi tapa stórum hluta Emil L. Sigurðsson Frágangur fræðilegra greina Höfundar sendi tvær gerðir handrita til ritstjórnar Læknablaðsins, Hlíðasmára 8,201 Kópavogi. Annað án nafna höfunda, stofnana og án þakka sé um þær að ræða. Greininni fylgi yfirlýsing þess efnis að allir höfundar séu samþykkir lokaformi greinar og þeir afsali sér birtingarrétti til blaðsins. Hundriti skal skilað með tvöföldu línubili á A-4 blöðum. Hver hluti skal byrja á nýrri blaðsíðu í eftirlalinni röð: • Titilsíða: höfundar, stofnanir, lykilorð á ensku og íslensku • Ágrip og heiti greinar á ensku • Ágrip á íslensku • Meginmál • Þakkir • Heimildir Töflur og niyndir skulu vera á ensku eða íslensku, að vali höfunda. Tölvuunnar mvndir og gröf komi á rafrænu formi ásarnt útprenti. Tölvugögn (data) að baki gröfurn fylgi með, ekki er hægt að nýta myndir úr PowerPoint eða af netinu. Eftir lokafrúgung berist allar greinar á tölvutæku formi með útprenti. Sjú upplýsingur um frágang fræðilegra greina: http://lb.icemed.is/ Umræðuhluti Skilufrestur efnis í næsta blað er 20. undanfarandi mánaðar nema annað sé tekið fram. Læknablaðið 2002/88 799
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.