Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 71

Læknablaðið - 15.11.2002, Blaðsíða 71
u MRÆÐA & FRÉTTIR / BROSHORNIÐ 31 Af göngulagi og tætara Við tætarann Hjúkrunarfræðingur var að ljúka við kvöldvaktina og gekk fram á lækni sem stóð við pappírstætara og hélt á blöðum í hendinni. „Góða kvöldið,“ sagði læknirinn. „Af einhverjum ástæðum hefur ritaranum mínum láðst að ganga frá þessum pappírum í dag. Getur þú ef til vill hjálpað mér með þessa vél?“ „Alveg sjálfsagt,'1 sagði hjúkkan. Hún ræsti vélina, setti pappírinn í hana og ýtti á „start“-takkann. „Frábært, stórkostlegt,“ sagði læknirinn þegar papp- írinn hvarf inn í vélina. „Ég þarf víst fimm eintök af öllu saman.“ Mikill kláði Heimilislæknir og hjúkrunarfræðingur sátu í biðsal á flugvelli og voru á leið á ráðstefnu. A móti þeim sat maður sern klóraði sér alveg ofboðslega á olnbogan- um. „Hvað skyldi nú ama að þessum?“ spurði hjúkk- an og gerði sig líklega til þess að hafa áhyggjur af manninum. „Hann er sjúklingur hjá mér. Ég get sagt þér í algjörum trúnaði að hann er illa haldinn af gyllinæð." „Já, en af hverju er hann þá að klóra sér á olnbog- anum?“ spurði hjúkkan. „Hann er pólitíkus í stjórnmálaflokki þar sem menn þekkja ekki mun á olnboga og rassi.“ Bjarni Jónasson Bjarni.Jonasson@hg.is Án fingra Trésmið nokkrum tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að saga af sér alla tíu fingurna. Hann komst á slysa- deildina þar sem skurðlæknir nýkominn úr sérnámi tók á móti honum. „Ja hérna,“ sagði læknirinn. „Láttu mig fá fing- urna og svo skulum við sjá hvað við getum gert.“ „En ég er ekki með fingurna," sagði smiðurinn. „Ertu ekki með fingurna? Hvað meinarðu eigin- lega að þú sért ekki með fingurna?“ sagði læknirinn forviða. „Við erum með öll tæki og tól af bestu og fullkomnustu gerð til að fást við svona áverka. Því í ósköpunum komstu ekki með puttana með þér?“ „Kannski þú segir mér hvernig ég hefði átt að tína þá upp af gólfinu," sagði maðurinn. Átján holur „Mér þykir fyrir því,“ sagði tannlæknirinn við sjúk- ling sinn í símanum, „en ég get því miður ekki tekið á móti þér í dag. Ég þarf að setja í einar átján holur eftir hádegið.“ Síðan lagði hann símann frá sér, tók upp golfsettið og gekk út af stofunni. Hjá barnalækninum Barnalæknirinn fékk mikið út úr því að ræða við smá- fólkið og kanna hversu vel það væri að sér í að þekkja hinu ýmsu hluta líkamans. Ungur drengur sat í kjöltu móður sinnar og læknirinn benti á eyra hans og sagði: „Er þetta nefið á þér?“ Drengurinn leit forviða á móður sína og sagði: „Ég held að við ættum að fara til einhvers annars læknis.“ Þrisvar í viku Eldri maður kom á stofu til þvagfæraskurðlæknis sem hafði getið sér gott orð fyrir að liðsinna mönnum með getuleysi. Læknirinn skoðaði gamla manninn og sagði síðan: „Þú ert alveg einstaklega vel á þig kom- inn af áttatíu og fimm ára manni að vera. Hvers vegna komstu til mín?“ „Guðlaugur vinur minn og jafnaldri segist hafa samfarir við konu sína þrisvar í viku. Það get ég ekki sagt.“ „Jú, það getur þú svo sannarlega,“ sagði læknir- inn. „Þú getur sagst hafa samfarir eins oft í hverri viku og þér sýnist.“ Alveg sérstakt göngulag Tveir læknanemar sáu gamlan mann ganga gleiðan. Þá sagði annar þeirra: „Það er ég viss um að þessi gamli maður er með Petry-heilkennið. Fólk með þann sjúkdóm gengur með langt bil á milli fótanna.“ „Ég er ekki viss,“ sagði hinn, „ég gæti frekar trúað því að hann sé með Zovitski-heilkennið." Þeir ákváðu að spyrja þann gamla hvers vegna hann gengi eins og hann gerði. „Það skal ég segja ykkur en fyrst verðið þið að segja mér hvað þið hélduð að væri að mér.“ Svo fékk hann að heyra um Petry- og Zovitski-heil- kennin. „Nei, drengir mínir, þetta er rangt hjá ykkur báð- um. Mér fannst ég þurfa að reka við en komst þá að því að ég þurfti að gera meira en það.“ Læknablaðið 2002/88 863
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.