Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.03.2004, Blaðsíða 11
RITSTJÓRNARGREINAR „Sælir eru einfaldir því þeir munu tvöfaldir verða“ Fyrirsögnin hér að ofan var niðurstaða rökræðna skólapilta fyrir mörgum árum um setningu úr helgri bók. Kom hún upp í hugann þegar ég las viðtal við formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í Morg- unblaðinu 23. janúar sl. Þar sér formaðurinn ástæðu til að tjá sig uni kjarasamninga sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna við Tryggingastofnun ríkisins (TR) og telur „einboðið“ að læknarnir muni gera heilbrigðis- kerfið tvöfalt. Ekki að afköst eða gæði hins einfalda kerfis muni tvöfaldast, heldur að einfalt kerfi fyrir alla muni verða að tveimur. Annað fyrir fátæka og hitt fyrir ríka. Annað fyrir Jón en hitt fyrir séra Jón. Nú er það ekki nýtt að hjúkrunarfræðingar, önd- vegisfólk flestir, láti sig varða störf lækna en hér var það gert með ívið penari hætti en stundum áður. Ein- hverju sinni sögðu til dæmis hjúkrunarfræðingar að hluti af ferliverkum lækna á göngudeildum væri ónauðsynlegur og einkenndist af „æðibunugangi". Ríkisendurskoðun tók þessi ummæli óendurskoðuð upp í eina af sínum vönduðu skýrslum um starfsemi lækna (Ferliverk á sjúkrahúsum 1999-2000. Skýrsla Ríkisendurkoðunar á árinu 2001). En er hugsanleg tvöföldun kerfisins váleg tíðindi? „Ein Reich, ein Volk, ein Fúhrer“. Eitt riki, ein þjóð, einn foringi. Einsleitt og einfalt fyrir lýðinn! Sovét- ríkin gömlu hefðu talið fjölföldun ógna reglunni um jafna en lélega þjónustu fyrir alla. Flér á landi eiga menn að vera jafnir fyrir lögunum þótt málarekstur sé misdýr. Og menn eiga að vera jafnir fyrir sjúkdóm- um sem móðir náttúra skenkir oss, þótt misdýrir séu þeir og misjafnir viðfangs. Merkingarlaus slagorð leysa hins vegar engan vanda í þessu efni. En er það kannske tvöfeldni að þykjast geta boðið einfalt heilbrigðiskerfi? Eða er það einfeldni að viður- kenna að heilbrigðiskerfið er auðvitað margfalt og flókið? Er ámælisvert af lækni að leita sér sérstakrar þjálfunar í að greina og meðhöndla ákveðna sjúk- dóma, beita nýjustu rannsóknum og meðferð? Á hann umbun skilið eða illt unital? Sjúkrasamlögin jöfnuðu misþung högg vegna sjúk- dóma. En samlögin eru horfin og fólk veit ekkert hve mikið né fyrir hvað það borgar tryggingar. Heilbrigð- isráðuneytið er að yfirtaka TR sem niðurgreiðir lyfja- flokka, að því er virðist eftir geðþótta, og tekur nú orðið mun minni þátt í niðurgreiðslum fyrir störf sér- fræðinga heldur en heimilislækna. Heilbrigðisráðu- neytið heldur með öðrum orðum uppi einhvers kon- ar „ráðstjórn“. Sjúklingar fá engu um þetta ráðið. Læknar ekki heldur. Er þetta einfalt kerfi? Og hvað með þjóðina? Á að setja farbann á þann sem vill til dæmis leita sjúku barni sínu lækninga er- lendis ef kerfið innanlands er seint (biðlistar) eða býður ekki uppá lausnir? Er það tvöföldun á kerfinu ef menn óska að sjúkratryggja sig frekar en unnt er með skattpeningum vegna hugsanlegs heilsuleysis, tryggja sjálfan sig til dæmis meir en bflinn sinn? Er það tvöfalt eða einfalt kerfi ef sjúklingur getur án af- skipta kerfisins leitað álits þess læknis sem hann sjálf- ur vill og farið á þann stað sem hann óskar til lækn- inga? Fólk almennt (sjúklingar) ber ábyrgð á sjálfu sér og leitar þangað sem það eða aðrir hafa fengið góða þjónustu. Hlutverk trygginga er samhjálp, ekki rekst- ur, bönn eða boð. Sjúklingar eiga að ráða þjónustu- stiginu og sjást þess nokkur merki nú þegar, jafnvel þótt misvel skilgreindar skyldutryggingar séu í gildi. Stjórnmálaleg afskipti hafa seinni árin lítt hjálpað heilsugeiranum en iðulega íþyngt honum með inná- sendingum liðsmanna sem þekkja hvorki stöðu sína á vellinum né muninn á samherjum og mótherjum. í heilsugeirann vantar framtaksmenn og hlutlægt hugs- andi rekstraraðila sem vilja vinna með læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum, frjálsa menn sem virða og vilja hjálpa upplýstum sjúklingum með sjálfs- virðingu og eigin óskir. Allt þetta fer saman við al- menn mannréttindi og samþykktir Alþjóða lækna- samtakanna, samanber Lisbon Declaration 1981: http://www.wma.net/e/policy/l4.htm. Matthías Kjeld Höfundur er læknir og efnameinafræðingur. Læknablaðið 2004/90 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.