Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						? fyrst og   fre
mst
ódýr!
  998kr.kg
Verð áður 1498 kr. kg 
Kindasnitsel og kindagúllas
33%afsláttur ÍSLENSK
T
Hvernig datt þér fyrst í hug að sigla 
yfir úthaf? 
Eftir að hafa menntað mig ferð-
aðist ég víðsvegar um heiminn og 
vann við hjálparstörf, meðal ann-
ars fyrir sænsku hjálparstofnunina 
Chiparamba í Zambíu. Verkefni 
hennar er að finna fólk sem getur 
kennt börnunum í samfélaginu og 
í leiðinni verið góðar fyrirmyndir. 
Stofnandi Chiparamba var að fara 
að róa yfir Atlantshafið og vissi 
að ég hafði keppt í róðri svo hann 
bauð mér með. Ég hafði bara róið 
á ám áður en þarna opnaðist alveg 
nýr heimur fyrir mér. 
Hvernig líður manni eftir svona 
ferð?
Ferðin tók mjög mikið á. Indlands-
haf er erfiðasta úthafið að ráða við 
því það er svo ófyrirsjáanlegt. Við 
ætluðum að enda í Kenýa en það 
kom upp stríðsástand þar svo við 
stefndum á Tanzaníu. Þá lentum 
við í fellibyl og hörðum straumum 
svo það náðist ekki, sem voru 
vonbrigði. Við urðum að sigla 
niður með ströndum Kenýa en þar 
eru sjóræningjar stöðug ógn við 
sæfara. Ef sjóræningjar hefðu náð 
okkur hefðum við samt verið nokk-
uð öruggir því Jamie Douglas-
Hamilton, hertoginn af Skotlandi, 
var með í för. Það þýðir að ef við 
hefðum verið teknir höndum hefði 
okkur verið bjargað. Á endanum 
náðum við svo til Seychelles-eyja-
klasans. En ferðin tók mjög mikið 
á, miklu meira en ég bjóst við, og 
þess vegna naut ég hennar ekki 
jafn mikið og ég hefði viljað.
Skipta heimsmet máli?
Nei. Það sem skiptir mestu máli er 
að vera forvitinn og upplifa hlut-
ina eins og barn, vera stöðugt að 
læra nýja hluti. Það eru ekki sjálf 
metin sem heilla mig við þennan 
heim, heldur ævintýrin sem fylgja 
þeim. En það virkar oft betur, sér-
staklega í fjölmiðlum, að tala um 
heimsmet. Ég er alltaf spurður út 
í erfiðleikana en það sem dregur 
mig áfram og heillar mig við þenn-
an heim er þroskinn sem hann 
færir manni. Ég vil bara alltaf vera 
að læra eitthvað nýtt í lífinu, bæði 
um heiminn og sjálfan mig. 
Þannig að það er leiðin að metinu 
sem skiptir máli?
Já, hiklaust. Ferðalagið er eins og 
lífið sjálft og þess vegna verður 
maður að taka því af æðruleysi 
ef það fer ekki allt eins og maður 
ætlaði. Sýn manns á lífið verður til 
að mynda allt önnur eftir að hafa 
horfst í augu við dauðann. Eftir 
þann tímapunkt lærir maður að 
forgangsraða í lífinu. Maður spyr 
sjálfan sig hvort maður hafi nýtt 
tímann til að gera það sem virki-
lega skiptir mann máli og maður 
uppgötvar hvað það er sem skiptir 
máli.
Og hvað skiptir þig mestu máli?
Að lifa lífinu til fulls. Það er svo 
mikið til af fólki sem lifir leiðin-
legu lífi, fullu af málamiðlunum. 
Það er algjör hryllingur í mínum 
huga. Frekar vil ég horfast í augu 
við dauðann úti á hafi en að eyða 
lífinu í að vera hálfdauður inni á 
einhverri skrifstofu. Lífið er of dýr-
mætt til að lifa því ekki. Ég ákvað 
fyrir löngu að elta mína drauma og 
eyða ekki tímanum í að gera hluti 
sem samfélagið vill að ég geri. 
Og hvernig lifir þú lífinu til fulls, 
þegar þú ert ekki að setja heimsmet?
Það er ekkert svo mikið af hlutum 
sem heilla mig. En mér finnst gam-
an að ferðast og uppgötva eitthvað 
nýtt. Eftir að hafa menntað mig 
í arkitektúr og kennslufræðum 
fór ég á ferðalag um heiminn. Ég 
eyddi miklum tíma í Himalaja-
fjöllunum, Austur-Afríku og svo 
Grænlandi. Mér líður mjög vel 
með frumbyggjum því ég dáist að 
lífsspeki þeirra og hvernig þeir lifa 
lífinu. Veraldlegir hlutir skipta þá 
engu, heldur lærdómurinn sem 
Fiann Paul er heimsmeistari í róðri yfir Atlantshaf og Ind-
landshaf, auk þess að vera ljósmyndari, arkitekt og að reka 
barnaskóla í Himalajafjöllunum. Hann stefnir á að róa yfir 
Kyrrahafið á næsta ári og verða þannig fyrsti maðurinn til að 
eiga hraðamet yfir þrjú úthöf. Heimsmetin sjálf skipta hann ekki 
máli heldur sá persónulegi lærdómur sem hann dregur af þeim. 
Fiann hefur búið á Íslandi í 9 ár og vill hvergi annarsstaðar vera. 
Upphaflega samanstóð áhöfnin af átta ræðurum, eins og hönnun bátsins 
gerir ráð fyrir. Einn ræðarinn mætti ekki við upphaf ferðarinnar, einn 
slasaðist og þurfti að yfirgefa bátinn, annar slasaðist einnig, en ákvað 
að halda áfram að róa þrátt fyrir það. Tveir menn urðu að hætta róðri og 
taka við stjórn bátsins þegar sjálfstýringin bilaði. 
Vill frekar deyja úti á 
hafi en inni á skrifstofu
þetta líf gefur okkur og sem fylgir 
okkur í það næsta. 
Og hvernig endaðir þú hér, á Ís-
landi?
Upphaflega voru það skýin sem 
drógu mig hingað. Á Íslandi er 
eitt fallegasta skýjafar í heimi og 
það er auðveldlega hægt að sjá það 
á ljósmyndunum mínum hversu 
heillaður af þeim ég er. Ég hef 
verið heillaður af skýjum síðan 
ég var lítið barn en á Íslandi er 
himininn skýjaður 70% af tímanum 
miðað við 5% á meginlandi Evrópu. 
Hér eru alveg einstök ský því hér 
mætast há-og lágþrýstingur sem 
gera þau svo skýr og dramatísk. 
Mig langaði aldrei til að setjast að 
í Póllandi og hafði verið á ferðalagi 
um heiminn í nokkurn tíma þegar 
ég kom til Íslands fyrir níu árum 
síðan. Ég heillaðist gjörsamlega og 
í dag lít ég á mig sem Íslending.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Róið var frá Ástralíu til Afríku og tók ferðin 57 daga og 11 klukkustundir. Síðustu vikuna þurfti mikið átak til að koma bátnum á 
leiðarenda. Venjan var að menn reru í 12 klukkutíma og hvíldust í 12 klukkutíma, en þessa viku urðu menn að róa í 16 klukku-
tíma og hvílast í 8. 37 tilraunir hafa verið gerðar til að komast yfir og 16 þeirra hafa náð yfir til Máritíus, ein til Madagaskar og 
tvær til eyjaklasans Seychelles. Enginn hefur náð til meginlands Afríku. 
Fiann keppti fyrir hönd Íslands en restin af áhöfninni 
var skosk. Á seglbáti notar þú seglið til að komast 
í rétta átt en á róðrarbáti veltur allt á mannlegum 
styrk. Til að komast í rétta átt þarftu alltaf að ná 
jafnvægi með öldum og vindi. 
Nokkrar stað-
reyndir um Fiann
?	Heimsmethafi í róðri yfir 
Atlantshaf og Indlandshaf, sá 
fyrsti í heimi. 
?	Fæddur í Póllandi en hefur 
búið á Íslandi í 9 ár og er 
íslenskur ríkisborgari. 
?	Menntaður í arkitektúr og 
kennslufræðum. 
?	Byrjaði að stunda kappróður 
í menntaskóla í Póllandi en 
byrjaði að keppa þegar hann 
bjó í Afríku.
?	Vinnur við ljósmyndun þegar 
hann er ekki að róa um úthöf 
heimsins. 
?	Bjó í tvö ár í þorpi í Himalaja-
fjöllunum þar sem hann hefur 
hann nú sett á fót barnaskóla. 
http://www.foundation.fiann-
paul.com/
?	Hann er grænmetisæta því 
hann vill ekki borða dýr sem 
hann gæti ekki drepið sjálfur.
?	Stundar ekki sjósund en 
syndir þó allavega einu sinni í 
viku einn hring í Nauthólsvík.
?	Fyrirmyndir Fians í lífinu 
er særæðarinn Aanders 
Svedlund.
Áskoranir á 
leiðinni
?	Misstu þrjá ræðara.
?	Óvenju mikill kuldi. 
?	Stjórnmálaástandið í Kenýa.
?	Sjóræningjar.
?	Hákarlaárás.
?	Rákust á hval.
?	2 fellibyljir með 10 metra 
háum öldum. 
?	Rákust næstum því á stórt 
gámaskip.
32 viðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68