Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 18

Þjóðlíf - 01.12.1985, Blaðsíða 18
eftir dr. Hans Kr. Guðmundsson STJÖRNUSTRÍÐSÁÆTLUN REAGANS ENDALOK GEREYÐINGAR HÆTTUNNAR EÐA ÓTRÚLEG SÓUN HUGVITÍ OG FJÁRMAGNS? ær hugmyndir og staðhæfíng- ar sem forsetinn lét sér um munn fara eru mikilfengleg og hafa eflaust vakið þær vonir hjá einhveijum áheyr- endum að nú myndi vígbúnaðarkapp- hlaupinu loksins linna og gereyðingar- ógn kjamorkuvopnanna yrði bægt frá. Sú áætlun, sem fylgdi í kjölfar ummæla forsetans og kölluð er Geimvama- áætlun Bandaríkjanna, hefur hins vegar vakið efasemdir og vantrú margra á þeim raunveruleika sem í henni felst. Áætlunin heitir opinberlega „The Strategic Defense Initiative", skamm- stafað SDI. Hún er í raun og veru stærsta og viðamesta vopnaþróunar- verkefni sem nokkum tíma hefur verið ráðist í. Til samanburðar má nefna að hún verður margfalt dýrari en Manhatt- anverkefnið svokallaða, þegar fyrstu kjamorkuvopnin voru hönnuð og smíð- uð. Af ræðu Reagans má ennfremur ráða að á þeim áratugum sem það tekur að koma geimvamaáætluninni í fram- kvæmd, verður ógn kjamorkuvopn- anna að haldast óbreytt til þess að koma í veg fyrir sovéska árás. í þessari grein verður reynt að lýsa geimvamaáætluninni í grófum dráttum. Hugmyndum sem á lofti em um upp- byggingu vamarkerfisins og nýjar teg- undir vopna verða gerð nokkur skil. Reynt verður einnig að bera þær kröf- ur, sem gera þarf til fullkomins vamar- kerfis, saman við stöðu tækninnar í dag. Það er von höfundar að þessi umfjöllun geti orðið lesandanum nokkur hjálp til að fylgjast á gagnrýninn hátt með þeirri umræðu, sem um málið snýst á ýmsum vettvangi, og ef til vill tO að taka rökum studda afstöðu. Hin góðu öfl munu sigra hin illu? Síðan Reagan hélt ræðu sína em hðin tæp þrjú ár. Á þessum árum hafa stjóm- málamenn, vísindamenn, herfræðingar og fréttamenn deilt á ýmsum vettvangi um gildi þessara vamarhugmynda og réttmæti þeirra gífurlegu fjárveitinga, sem áætlunin þarfnast þegar á upp- hafsskeiði. í mtmni almennings og fjölmiðla mót- aðist fljótlega nafnið stjömustríð um þau átök sem eiga munu sér stað í háloftunum ef áætlað vamarkerfi fer einhvem tíma í gang. Stjömustríðsnafn- bótina má rekja til samnefndrar vinsæll- ar kvikmyndar, þar sem hin góðu öfl berjast við hin illu í óravíddum geimsins með leysigeislum og óteljandi tækni- brellum. Bandaríkjastjóm og forystu- mönnum áætlunarinnar var í fyrstu lítt um þessa nafnbót gefið og fóru til dæm- is fram á að rétt nafn væri notað í um- fjöllun fjölmiðla. Erfitt reyndist hins veg- ar að útrýma stjömustríðslíkingunni og brátt fóm forystumenn áætlunarinnar sjálfir að nota samlíkinguna við stjömu- stríðið og mæltust þá til þess að vera kerutdir við hin góðu öfl, sem bægja aðsteðjandi hættu frá. Rannsóknastarf í þágu hemaðar og vopnatækni hefur aukist mjög á þessum þremur árum. Vamarmálaráðuneytið í Pentagon setti 50 manna vamartækni- nefnd undir stjóm James C. Fletchers (Fletcher-nefndin) til þess að leggja fram áætlun um rarutsókna- og þróunar- starf sem leiða myndi í ljós hvort til- skipun forsetans er framkvæmanleg. Markmiðið er í stuttu máli að ákvarða hvort hanna megi vamarkerfi, byggt á háþróaðri skynjaratækni og vopnum án kjamorkusprengja, sem getur eytt sóknarflaugum í allsheijarárás. Nefndin lagði línumar að rannsóknaáætlun og á niðurstöðum hennar byggðist beiðni vamarmálaráðuneytisins um 26 millj- arða dollara fjárveitmgu vegna geim- vamarannsókna til áranna 1985 - 1989. í lok ársins 1983 var skipuð yfirstjóm rannsóknanna undir forystu James A. Abrahamsons jr., hershöfðingja í flug- hemum, og vísindalegur yfirmaður við hlið hans er Gerold Yones. Undir þessa yfirstjóm vom settar átta sviðsstjómir, sem hver hefur umsjón með einu af eftirfarandi sviðum: 1. Kerfishönnun. 2. Skynjaratækni. 3. Lífslíkur/eyðingarmáttur/lykiltækni- svið. 4. Árekstravopn. 5. Geislavopn. 6. Nýsköpun í vísindum og tækni. 7. Samræming og fjármagnsstýring. 8. Ytri tengsl. 150 þróunarverkefni í hemaðartækni, sem þegar voru í fullum gangi, vom 18 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.